Fílabeins(flug)turninn Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar 13. desember 2023 14:31 Flugumferðarstjórar virðast halda nú í einhvers konar krossferð. Hverrar markmið er að hækka launin sín úr magurri einni og hálfri milljón á mánuði, í skrilljón billjón trilljónir. Úr herbúðum flugumferðarstjóra streyma yfirlýsingar og þvertakanir en engar upplýsingar. Yfirlýsingarnar eru flestar ónákvæmar, margar villandi, sumar rangar, og ein rétt. Formaður Félags flugumferðarstjóra hefur ítrekað haldið því fram, síðast í dag, að meðallaun komi málinu bara ekkert við. Ha? Hvað meinarðu með að meðallaun komi þessu ekkert við??? Hér afhjúpast upplýsingaskortur sem einkennir málflutning Félags flugumferðarstjóra. Eins og við flest skiljum „meðallaun“, þá virka þau sirka þannig að ákveðið úrtak er tekið, í þessu tilfelli flugumferðarstjórar, og laun þeirra tekin saman og loks meðaltal fundið. EF að meðallaun „skipta engu máli“ í þessu tilfelli þá væri það sennilega af því einn flugumferðarsjóri er á einhverjum úrvalsdeildar díl með 350 þúsund pund á viku og restin að lepja dauðann úr skel á berstrípuðum lágmarkslaunum. Er það staðan? Ég held ekki. Líklegra er að stjórnendur hafa farið yfir málatilbúnað sinn og komist að þeirri svo sem rökréttu niðurstöðu að gefa ekkert upp af því allt efnislegt sem þau geta sagt er gjörsamlega út í hött. Í stað þess að reyna að rökstyðja AF HVERJU flugumferðarstjórar ættu að fá hærri laun segir forysta þeirra „við megum það“, eins og að umræðan snúist um hvort þeim sé heimilt að semja um kjör? En ekki hvort það sé sniðugt? Eða hvort það sé hægt? Og þegar fólk réttilega bendir á að launin þeirra séu nú bara nokkuð góð þá hvað? Þá eyðileggja þeir jólin? Í frétt frá 7. desember sl. gaf framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Sigríður Margrét Oddsdóttir, flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn. Án þess að hætta mér út í flókin málefni þá eru flest sammála um það að verðbólga sé mjög há akkúrat núna og vextir sömuleiðis. Öllum nema flugumferðarstjórum að því er virðist er ljóst að gríðarlegt samstillt átak sé það eina sem mun virka. Sigríður Margrét nefnir að það sé ekki annað í boði en að gera langtímakjarasamninga sem innistæða sé fyrir. Félag flugumferðarstjóra sér betur flísina í auga náungans en bjálkann í sínu eigin og í stað þess að svara nokkrum sköpuðum hlut efnislega lýsir formaðurinn yfir óánægju sinni með „kartöfluummælin“. Formaður Félags flugumferðarstjóra ætlar að taka kartöfluna sem Sigríður Margrét gaf þeim og finna henni nýtt heimili í skóm landsmanna. Ekki nóg með að launakröfur flugumferðarstjóra virðast í engu samhengi við raunveruleikann og engan veginn til þess fallnar að tryggja mikilvægan stöðugleika, verja samkeppnishæfni og lífskjör í landinu, þá stilla þeir verkfalli sínu yfir þann tíma þegar fólk streymir ýmist til landsins eða úr því, til að halda hátíðleg jól með ástvinum sínum. Að þeirri réttu. Formaður Félags flugumferðarstjóra hittir naglann á höfuðið í viðtali dagsins þar sem hann segir: „Ég held að almenningsálitið hafi aldrei verið með okkur.“ Almenningsálitið er í það minnsta ekki með ykkur núna, um það getum við verið sammála. Höfundur er með (töluvert) lægri meðallaun á mánuði en flugumferðarstjórar, og verður (vonandi) á Tene um jólin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flugumferðarstjórar virðast halda nú í einhvers konar krossferð. Hverrar markmið er að hækka launin sín úr magurri einni og hálfri milljón á mánuði, í skrilljón billjón trilljónir. Úr herbúðum flugumferðarstjóra streyma yfirlýsingar og þvertakanir en engar upplýsingar. Yfirlýsingarnar eru flestar ónákvæmar, margar villandi, sumar rangar, og ein rétt. Formaður Félags flugumferðarstjóra hefur ítrekað haldið því fram, síðast í dag, að meðallaun komi málinu bara ekkert við. Ha? Hvað meinarðu með að meðallaun komi þessu ekkert við??? Hér afhjúpast upplýsingaskortur sem einkennir málflutning Félags flugumferðarstjóra. Eins og við flest skiljum „meðallaun“, þá virka þau sirka þannig að ákveðið úrtak er tekið, í þessu tilfelli flugumferðarstjórar, og laun þeirra tekin saman og loks meðaltal fundið. EF að meðallaun „skipta engu máli“ í þessu tilfelli þá væri það sennilega af því einn flugumferðarsjóri er á einhverjum úrvalsdeildar díl með 350 þúsund pund á viku og restin að lepja dauðann úr skel á berstrípuðum lágmarkslaunum. Er það staðan? Ég held ekki. Líklegra er að stjórnendur hafa farið yfir málatilbúnað sinn og komist að þeirri svo sem rökréttu niðurstöðu að gefa ekkert upp af því allt efnislegt sem þau geta sagt er gjörsamlega út í hött. Í stað þess að reyna að rökstyðja AF HVERJU flugumferðarstjórar ættu að fá hærri laun segir forysta þeirra „við megum það“, eins og að umræðan snúist um hvort þeim sé heimilt að semja um kjör? En ekki hvort það sé sniðugt? Eða hvort það sé hægt? Og þegar fólk réttilega bendir á að launin þeirra séu nú bara nokkuð góð þá hvað? Þá eyðileggja þeir jólin? Í frétt frá 7. desember sl. gaf framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Sigríður Margrét Oddsdóttir, flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn. Án þess að hætta mér út í flókin málefni þá eru flest sammála um það að verðbólga sé mjög há akkúrat núna og vextir sömuleiðis. Öllum nema flugumferðarstjórum að því er virðist er ljóst að gríðarlegt samstillt átak sé það eina sem mun virka. Sigríður Margrét nefnir að það sé ekki annað í boði en að gera langtímakjarasamninga sem innistæða sé fyrir. Félag flugumferðarstjóra sér betur flísina í auga náungans en bjálkann í sínu eigin og í stað þess að svara nokkrum sköpuðum hlut efnislega lýsir formaðurinn yfir óánægju sinni með „kartöfluummælin“. Formaður Félags flugumferðarstjóra ætlar að taka kartöfluna sem Sigríður Margrét gaf þeim og finna henni nýtt heimili í skóm landsmanna. Ekki nóg með að launakröfur flugumferðarstjóra virðast í engu samhengi við raunveruleikann og engan veginn til þess fallnar að tryggja mikilvægan stöðugleika, verja samkeppnishæfni og lífskjör í landinu, þá stilla þeir verkfalli sínu yfir þann tíma þegar fólk streymir ýmist til landsins eða úr því, til að halda hátíðleg jól með ástvinum sínum. Að þeirri réttu. Formaður Félags flugumferðarstjóra hittir naglann á höfuðið í viðtali dagsins þar sem hann segir: „Ég held að almenningsálitið hafi aldrei verið með okkur.“ Almenningsálitið er í það minnsta ekki með ykkur núna, um það getum við verið sammála. Höfundur er með (töluvert) lægri meðallaun á mánuði en flugumferðarstjórar, og verður (vonandi) á Tene um jólin.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun