Fílabeins(flug)turninn Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar 13. desember 2023 14:31 Flugumferðarstjórar virðast halda nú í einhvers konar krossferð. Hverrar markmið er að hækka launin sín úr magurri einni og hálfri milljón á mánuði, í skrilljón billjón trilljónir. Úr herbúðum flugumferðarstjóra streyma yfirlýsingar og þvertakanir en engar upplýsingar. Yfirlýsingarnar eru flestar ónákvæmar, margar villandi, sumar rangar, og ein rétt. Formaður Félags flugumferðarstjóra hefur ítrekað haldið því fram, síðast í dag, að meðallaun komi málinu bara ekkert við. Ha? Hvað meinarðu með að meðallaun komi þessu ekkert við??? Hér afhjúpast upplýsingaskortur sem einkennir málflutning Félags flugumferðarstjóra. Eins og við flest skiljum „meðallaun“, þá virka þau sirka þannig að ákveðið úrtak er tekið, í þessu tilfelli flugumferðarstjórar, og laun þeirra tekin saman og loks meðaltal fundið. EF að meðallaun „skipta engu máli“ í þessu tilfelli þá væri það sennilega af því einn flugumferðarsjóri er á einhverjum úrvalsdeildar díl með 350 þúsund pund á viku og restin að lepja dauðann úr skel á berstrípuðum lágmarkslaunum. Er það staðan? Ég held ekki. Líklegra er að stjórnendur hafa farið yfir málatilbúnað sinn og komist að þeirri svo sem rökréttu niðurstöðu að gefa ekkert upp af því allt efnislegt sem þau geta sagt er gjörsamlega út í hött. Í stað þess að reyna að rökstyðja AF HVERJU flugumferðarstjórar ættu að fá hærri laun segir forysta þeirra „við megum það“, eins og að umræðan snúist um hvort þeim sé heimilt að semja um kjör? En ekki hvort það sé sniðugt? Eða hvort það sé hægt? Og þegar fólk réttilega bendir á að launin þeirra séu nú bara nokkuð góð þá hvað? Þá eyðileggja þeir jólin? Í frétt frá 7. desember sl. gaf framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Sigríður Margrét Oddsdóttir, flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn. Án þess að hætta mér út í flókin málefni þá eru flest sammála um það að verðbólga sé mjög há akkúrat núna og vextir sömuleiðis. Öllum nema flugumferðarstjórum að því er virðist er ljóst að gríðarlegt samstillt átak sé það eina sem mun virka. Sigríður Margrét nefnir að það sé ekki annað í boði en að gera langtímakjarasamninga sem innistæða sé fyrir. Félag flugumferðarstjóra sér betur flísina í auga náungans en bjálkann í sínu eigin og í stað þess að svara nokkrum sköpuðum hlut efnislega lýsir formaðurinn yfir óánægju sinni með „kartöfluummælin“. Formaður Félags flugumferðarstjóra ætlar að taka kartöfluna sem Sigríður Margrét gaf þeim og finna henni nýtt heimili í skóm landsmanna. Ekki nóg með að launakröfur flugumferðarstjóra virðast í engu samhengi við raunveruleikann og engan veginn til þess fallnar að tryggja mikilvægan stöðugleika, verja samkeppnishæfni og lífskjör í landinu, þá stilla þeir verkfalli sínu yfir þann tíma þegar fólk streymir ýmist til landsins eða úr því, til að halda hátíðleg jól með ástvinum sínum. Að þeirri réttu. Formaður Félags flugumferðarstjóra hittir naglann á höfuðið í viðtali dagsins þar sem hann segir: „Ég held að almenningsálitið hafi aldrei verið með okkur.“ Almenningsálitið er í það minnsta ekki með ykkur núna, um það getum við verið sammála. Höfundur er með (töluvert) lægri meðallaun á mánuði en flugumferðarstjórar, og verður (vonandi) á Tene um jólin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Flugumferðarstjórar virðast halda nú í einhvers konar krossferð. Hverrar markmið er að hækka launin sín úr magurri einni og hálfri milljón á mánuði, í skrilljón billjón trilljónir. Úr herbúðum flugumferðarstjóra streyma yfirlýsingar og þvertakanir en engar upplýsingar. Yfirlýsingarnar eru flestar ónákvæmar, margar villandi, sumar rangar, og ein rétt. Formaður Félags flugumferðarstjóra hefur ítrekað haldið því fram, síðast í dag, að meðallaun komi málinu bara ekkert við. Ha? Hvað meinarðu með að meðallaun komi þessu ekkert við??? Hér afhjúpast upplýsingaskortur sem einkennir málflutning Félags flugumferðarstjóra. Eins og við flest skiljum „meðallaun“, þá virka þau sirka þannig að ákveðið úrtak er tekið, í þessu tilfelli flugumferðarstjórar, og laun þeirra tekin saman og loks meðaltal fundið. EF að meðallaun „skipta engu máli“ í þessu tilfelli þá væri það sennilega af því einn flugumferðarsjóri er á einhverjum úrvalsdeildar díl með 350 þúsund pund á viku og restin að lepja dauðann úr skel á berstrípuðum lágmarkslaunum. Er það staðan? Ég held ekki. Líklegra er að stjórnendur hafa farið yfir málatilbúnað sinn og komist að þeirri svo sem rökréttu niðurstöðu að gefa ekkert upp af því allt efnislegt sem þau geta sagt er gjörsamlega út í hött. Í stað þess að reyna að rökstyðja AF HVERJU flugumferðarstjórar ættu að fá hærri laun segir forysta þeirra „við megum það“, eins og að umræðan snúist um hvort þeim sé heimilt að semja um kjör? En ekki hvort það sé sniðugt? Eða hvort það sé hægt? Og þegar fólk réttilega bendir á að launin þeirra séu nú bara nokkuð góð þá hvað? Þá eyðileggja þeir jólin? Í frétt frá 7. desember sl. gaf framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Sigríður Margrét Oddsdóttir, flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn. Án þess að hætta mér út í flókin málefni þá eru flest sammála um það að verðbólga sé mjög há akkúrat núna og vextir sömuleiðis. Öllum nema flugumferðarstjórum að því er virðist er ljóst að gríðarlegt samstillt átak sé það eina sem mun virka. Sigríður Margrét nefnir að það sé ekki annað í boði en að gera langtímakjarasamninga sem innistæða sé fyrir. Félag flugumferðarstjóra sér betur flísina í auga náungans en bjálkann í sínu eigin og í stað þess að svara nokkrum sköpuðum hlut efnislega lýsir formaðurinn yfir óánægju sinni með „kartöfluummælin“. Formaður Félags flugumferðarstjóra ætlar að taka kartöfluna sem Sigríður Margrét gaf þeim og finna henni nýtt heimili í skóm landsmanna. Ekki nóg með að launakröfur flugumferðarstjóra virðast í engu samhengi við raunveruleikann og engan veginn til þess fallnar að tryggja mikilvægan stöðugleika, verja samkeppnishæfni og lífskjör í landinu, þá stilla þeir verkfalli sínu yfir þann tíma þegar fólk streymir ýmist til landsins eða úr því, til að halda hátíðleg jól með ástvinum sínum. Að þeirri réttu. Formaður Félags flugumferðarstjóra hittir naglann á höfuðið í viðtali dagsins þar sem hann segir: „Ég held að almenningsálitið hafi aldrei verið með okkur.“ Almenningsálitið er í það minnsta ekki með ykkur núna, um það getum við verið sammála. Höfundur er með (töluvert) lægri meðallaun á mánuði en flugumferðarstjórar, og verður (vonandi) á Tene um jólin.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun