Úllen-dúllen-doff: hverjum hjálpum við? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 13. desember 2023 08:00 Nú þegar Úkraínumenn hafa barist í bráðum tvö ár, fyrir sameiginlegum gildum okkar og frelsi, deila bandamenn okkar um áframhaldandi stuðning við þá. Einhverjum finnst orðið nóg um afskipti lýðræðisríkja af átökum sem geisa um allan heim. Okkur þingmönnum berast daglega áköll hvaðanæva að um stuðning sem varðar líf eða dauða. Hörmungarnar fyrir botni Miðjarðarhafs láta engan ósnortinn og undanfarið hafa augu okkar skiljanlega verið á þeim. Viðbótarframlög Íslands til flóttamannaaðstoðar Palestínu vegna átakanna setja Ísland í hóp stærstu framlagsríkja miðað við höfðatölu. Siðgæðislögreglan í Íran sem barði nýlega unga konu, Mahsa Amini, til dauða fyrir ranga notkun á höfuðslæðu, er farin að láta aftur til sín taka. Og fjölskyldu hennar var meinað að ferðast til Frakklands til að þiggja mannréttindaverðlaun ESB. Staða kvenna í Afghanistan fer sífellt versnandi, þótt ótrúlegt megi virðast. Það eru lítil takmörk fyrir hugmyndaauðgi í þeim efnum. Og afganska þjóðin sveltur heilu hungri ofan á ofríkið. Úgandamenn senda okkur áköll vegna ofsókna hinsegin samfélagsins sem áfram er þrengt að. Ný löggjöf í Úganda gengur lengst á heimsvísu í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Og um liðna helgi var lítil klausa í Morgunblaðinu um neyð 25 milljón manna í Súdan, neyð vegna viðvarandi stríðs í landinu, stríðs sem hjálparstarfsmenn kalla „gleymda stríðið“. Hvað eigum við friðsæl velmegunarþjóð að gera? Er mögulegt að hjálpa öllum? Er siðferðilega verjandi að segja úllen-dúllen-doff við neyð annarra og velja þannig þá sem við hjálpum? Það er farið að molna undan stuðningi við Úkraínu og það er mikið í húfi. Við megum ekki láta undan síga og þurfum að standa áfram þétt að baki Úkraínu. Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld séu ekki eftirbátur Norðurlandanna í þeim efnum. Við munum gjalda fyrir það dýru verði. Takist Rússum að leggja undir sig þetta land er leiðin vörðuð fyrir önnur lönd sem Pútín hefur sagt að eigi að lúta stjórn Rússa. Og til að svara spurningunum þá eigum við að gera allt sem við getum - meira en ekki minna - til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Hvar sem þeir eru staddir. Það er siðferðileg skylda okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Að stefna í hæstu hæðir Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson skrifar Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason skrifar Skoðun Spörum með einfaldara eftirliti Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kærleikurinn stuðar Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Af skráningum stjórmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun „Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Siðapostuli Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Sjá meira
Nú þegar Úkraínumenn hafa barist í bráðum tvö ár, fyrir sameiginlegum gildum okkar og frelsi, deila bandamenn okkar um áframhaldandi stuðning við þá. Einhverjum finnst orðið nóg um afskipti lýðræðisríkja af átökum sem geisa um allan heim. Okkur þingmönnum berast daglega áköll hvaðanæva að um stuðning sem varðar líf eða dauða. Hörmungarnar fyrir botni Miðjarðarhafs láta engan ósnortinn og undanfarið hafa augu okkar skiljanlega verið á þeim. Viðbótarframlög Íslands til flóttamannaaðstoðar Palestínu vegna átakanna setja Ísland í hóp stærstu framlagsríkja miðað við höfðatölu. Siðgæðislögreglan í Íran sem barði nýlega unga konu, Mahsa Amini, til dauða fyrir ranga notkun á höfuðslæðu, er farin að láta aftur til sín taka. Og fjölskyldu hennar var meinað að ferðast til Frakklands til að þiggja mannréttindaverðlaun ESB. Staða kvenna í Afghanistan fer sífellt versnandi, þótt ótrúlegt megi virðast. Það eru lítil takmörk fyrir hugmyndaauðgi í þeim efnum. Og afganska þjóðin sveltur heilu hungri ofan á ofríkið. Úgandamenn senda okkur áköll vegna ofsókna hinsegin samfélagsins sem áfram er þrengt að. Ný löggjöf í Úganda gengur lengst á heimsvísu í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Og um liðna helgi var lítil klausa í Morgunblaðinu um neyð 25 milljón manna í Súdan, neyð vegna viðvarandi stríðs í landinu, stríðs sem hjálparstarfsmenn kalla „gleymda stríðið“. Hvað eigum við friðsæl velmegunarþjóð að gera? Er mögulegt að hjálpa öllum? Er siðferðilega verjandi að segja úllen-dúllen-doff við neyð annarra og velja þannig þá sem við hjálpum? Það er farið að molna undan stuðningi við Úkraínu og það er mikið í húfi. Við megum ekki láta undan síga og þurfum að standa áfram þétt að baki Úkraínu. Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld séu ekki eftirbátur Norðurlandanna í þeim efnum. Við munum gjalda fyrir það dýru verði. Takist Rússum að leggja undir sig þetta land er leiðin vörðuð fyrir önnur lönd sem Pútín hefur sagt að eigi að lúta stjórn Rússa. Og til að svara spurningunum þá eigum við að gera allt sem við getum - meira en ekki minna - til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Hvar sem þeir eru staddir. Það er siðferðileg skylda okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun