Fyrirskipa handtöku forsetans fyrir hnefahöggið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 10:17 Halil Umut Meler liggur hér í grasinu eftir höggið frá Faruk Koca, forseta MKE Ankaragucu félagins, sem stendur yfir honum. Getty/Emin Sansar Tyrkneskur dómstóll hefur fyrirskipað handtöku forseta tyrkneska fótboltafélagsins Ankaragucu. Forsetinn heitir Faruk Koca en hann ruddist inn á leikvöllinn í leikslok í gærkvöldi og sló niður dómara leiksins með hörðu hnefahöggi. Ankaragucu var á heimavelli á móti Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær og leikurinn endaði með jafntefli eftir jöfnunarmark gestanna í uppbótatíma. A court in Turkey on Tuesday ordered the arrest of Ankaragucu president Faruk Koca for punching a referee in the face at the end of a Turkish Super Lig match and also remanded in custody two other suspects over the violence.https://t.co/u1lOeROZZ2— The Jerusalem Post (@Jerusalem_Post) December 12, 2023 Halil Umut Meler var að dæma leikinn en hann er einn virtasti dómari Tyrkja og dæmir reglulega í Meistaradeildinni. Forsetinn var það ósáttur með dómgæsluna í leiknum að hann lét sér ekki nægja að öskra á dómarann heldur strunsaði að honum og sló hann niður. Dómstólaráðherrann Yilmaz Tunc gaf það út að forsetinn og tveir aðrir yrðu handteknir fyrir árás á opinberan starfsmann. Tunc segir að rannsókn málsins sé í gangi. Tyrkneska knattspyrnusambandið frestaði öllum fótboltaleikjum í landinu um óákveðinn tíma eftir atvikið og framkoma forsetans er mikið hneyksli fyrir íþróttir landsins. Æðstu menn landsins hafa allir fordæmt atvikið sem og forseti FIFA og fleiri í knattspyrnuforystunni. Koca forseti má ekki aðeins búast við dómsmáli gegn sér heldur á hann líka von á mjög harðri refsingu frá tyrkneska sambandinu. Það er von á því að hann fari í langt bann og að félaginu verði einnig refsað harðlega. Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45 Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Forsetinn heitir Faruk Koca en hann ruddist inn á leikvöllinn í leikslok í gærkvöldi og sló niður dómara leiksins með hörðu hnefahöggi. Ankaragucu var á heimavelli á móti Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær og leikurinn endaði með jafntefli eftir jöfnunarmark gestanna í uppbótatíma. A court in Turkey on Tuesday ordered the arrest of Ankaragucu president Faruk Koca for punching a referee in the face at the end of a Turkish Super Lig match and also remanded in custody two other suspects over the violence.https://t.co/u1lOeROZZ2— The Jerusalem Post (@Jerusalem_Post) December 12, 2023 Halil Umut Meler var að dæma leikinn en hann er einn virtasti dómari Tyrkja og dæmir reglulega í Meistaradeildinni. Forsetinn var það ósáttur með dómgæsluna í leiknum að hann lét sér ekki nægja að öskra á dómarann heldur strunsaði að honum og sló hann niður. Dómstólaráðherrann Yilmaz Tunc gaf það út að forsetinn og tveir aðrir yrðu handteknir fyrir árás á opinberan starfsmann. Tunc segir að rannsókn málsins sé í gangi. Tyrkneska knattspyrnusambandið frestaði öllum fótboltaleikjum í landinu um óákveðinn tíma eftir atvikið og framkoma forsetans er mikið hneyksli fyrir íþróttir landsins. Æðstu menn landsins hafa allir fordæmt atvikið sem og forseti FIFA og fleiri í knattspyrnuforystunni. Koca forseti má ekki aðeins búast við dómsmáli gegn sér heldur á hann líka von á mjög harðri refsingu frá tyrkneska sambandinu. Það er von á því að hann fari í langt bann og að félaginu verði einnig refsað harðlega.
Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45 Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45
Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01