„Krakkarnir mæta betur og virðast ekki vera eins þreytt og syfjuð“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. desember 2023 22:01 Nemendur í Vogaskóla funduðu með borgarstjóra í dag ásamt nokkur þúsund öðrum grunnskólabörnum. Vísir/Vilhelm Unglingar sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefni í Reykjavík og mætt seinna í skólann en jafnaldrar sínir segjast eiga auðveldara með einbeitingu og sofa betur. Ákveðið hefur verið að skóladagur allra unglinga í Reykjavík byrji seinna frá og með næsta hausti. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fundaði með sjö þúsund unglingum í Reykjavík í gegnum fjarfundarbúnað í morgun þar sem þessi ákvörðun var rædd. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi frá og með næsta hausti og byrjar skólahald þá í fyrsta lagi klukkan 8:50 á unglingastigi í skólum borgarinnar. Vonir standa til að þetta muni bæta svefn og líðan barnanna. „Breytingin er til þess að lengja þennan svefntíma. Við sjáum að um og yfir helmingur ungs fólks á þessum aldri eru að sofa of stuttan tíma. Við vitum að það hefur áhrif á einbeitingu, minni, nám og svo framvegis,“ segir Dagur. Í meira en ár hafa nemendur í Vogaskóla tekið þátt í tilraunaverkefni til að sjá hvernig það virkar að láta börnin mæta seinna í skólann. „Bæði nemendur og starfsfólkið er ánægt með þessa breytingu og finnst það vera til hins góða. Krakkarnir mæta betur og virðast ekki vera eins þreytt og syfjuð,“ segir Snædís Valsdóttir skólastjóri Vogaskóla Krakkarnir sjálfir eru á því að þeim líði betur eftir að þeir tóku að mæta seinna í skólann. Segja léttara að vakna og geta einbeitt sér betur. Þá eru þau ekki á því að þau freistist til að fara seinna að sofa en áður. „Ég fer ekkert eitthvað mikið seinna að sofa,“ segir Hulda Filippía Andradóttir nemandi í 10. bekk í Vogaskóla. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Stjórnsýsla Reykjavík Svefn Tengdar fréttir Unglingar í Reykjavík fá að sofa lengur Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að skóladagur unglinga muni byrja í fyrsta lagi klukkan 8:50 á morgnana. Breytingin mun taka gildi í grunnskólum borgarinnar frá og með haustinu 2024. 7. desember 2023 23:06 Býður öllum grunnskólabörnum á fund Borgarstjóri hefur boðað alla unglinga í grunnskólum Reykjavíkur á fund til að ræða mögulega seinkun á skólabyrjun á unglingastigi. 7. desember 2023 14:12 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fundaði með sjö þúsund unglingum í Reykjavík í gegnum fjarfundarbúnað í morgun þar sem þessi ákvörðun var rædd. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi frá og með næsta hausti og byrjar skólahald þá í fyrsta lagi klukkan 8:50 á unglingastigi í skólum borgarinnar. Vonir standa til að þetta muni bæta svefn og líðan barnanna. „Breytingin er til þess að lengja þennan svefntíma. Við sjáum að um og yfir helmingur ungs fólks á þessum aldri eru að sofa of stuttan tíma. Við vitum að það hefur áhrif á einbeitingu, minni, nám og svo framvegis,“ segir Dagur. Í meira en ár hafa nemendur í Vogaskóla tekið þátt í tilraunaverkefni til að sjá hvernig það virkar að láta börnin mæta seinna í skólann. „Bæði nemendur og starfsfólkið er ánægt með þessa breytingu og finnst það vera til hins góða. Krakkarnir mæta betur og virðast ekki vera eins þreytt og syfjuð,“ segir Snædís Valsdóttir skólastjóri Vogaskóla Krakkarnir sjálfir eru á því að þeim líði betur eftir að þeir tóku að mæta seinna í skólann. Segja léttara að vakna og geta einbeitt sér betur. Þá eru þau ekki á því að þau freistist til að fara seinna að sofa en áður. „Ég fer ekkert eitthvað mikið seinna að sofa,“ segir Hulda Filippía Andradóttir nemandi í 10. bekk í Vogaskóla.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Stjórnsýsla Reykjavík Svefn Tengdar fréttir Unglingar í Reykjavík fá að sofa lengur Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að skóladagur unglinga muni byrja í fyrsta lagi klukkan 8:50 á morgnana. Breytingin mun taka gildi í grunnskólum borgarinnar frá og með haustinu 2024. 7. desember 2023 23:06 Býður öllum grunnskólabörnum á fund Borgarstjóri hefur boðað alla unglinga í grunnskólum Reykjavíkur á fund til að ræða mögulega seinkun á skólabyrjun á unglingastigi. 7. desember 2023 14:12 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Unglingar í Reykjavík fá að sofa lengur Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að skóladagur unglinga muni byrja í fyrsta lagi klukkan 8:50 á morgnana. Breytingin mun taka gildi í grunnskólum borgarinnar frá og með haustinu 2024. 7. desember 2023 23:06
Býður öllum grunnskólabörnum á fund Borgarstjóri hefur boðað alla unglinga í grunnskólum Reykjavíkur á fund til að ræða mögulega seinkun á skólabyrjun á unglingastigi. 7. desember 2023 14:12