Landslagsmiðuð nálgun í fráveitumálum Svana Rún Hermannsdóttir skrifar 8. desember 2023 16:01 Í tveimur greinum sem birtust í fjölmiðlum 28. og 30. nóvember kom fram að ástand fráveitumála á Íslandi sé mjög slæmt. Fram kom að kröfur í fráveitumálum verði hertar hjá Evrópusambandinu og við sem þjóð munum þurfa að innleiða samkvæmt þeim kröfum. Áður en farið er í þær ráðstafanir að uppfæra afkastagetu og umfang fráveitumannvirkja þá þarf fyrst og fremst að taka skref til baka og að horfa á fráveitukerfið í stærra samhengi. Skoða þarf hvernig og á hvaða forsendum núverandi fráveitukerfi byggðust upp og jafnframt hvort forsendur hafi ekki breyst. Frá fyrstu áratugum þéttbýlis í Reykjavík voru ræsin opin og leiddu fráveituvatn niður í Tjörnina og lækinn sem rann út í sjó þar sem nú er Lækjargata. Þetta fól í sér mikinn ódaun og óþrifnað og mikil þörf var á umbótum líkt og búnar voru að eiga sér stað í Evrópu á þessum tíma. Fráræslan í Reykjavík komst á ágætis rekspöl árið 1906 þegar Sigurður Thoroddsen, sem oft er nefndur faðir fráveitunnar á Íslandi, lagðist í mikla útreikninga til að tryggja að neðanjarðar fráveitulagnir kæmust á laggirnar í miðbænum og þar með má segja að saga og uppbygging núverandi fráveitukerfis hafi hafist (1). Þrátt fyrir töluverða þróun þá byggist þetta upprunalega fráveitukerfi á þeim grunnstoðum að koma fráveituvatni sem fljótast í burtu og sem hraðast inn í svokallaða “gráa” innviði til takmarkaðar meðhöndlunar og þar með beinustu leið út í sjó, því lengi tekur jú sjórinn við. Með aukinni þéttbýlismyndun hefur núverandi meðhöndlun fráveituvatns ekki einungis í för með sér mikinn kostnað og álag á kerfið í heild heldur hefur þessi meðhöndlun einnig gríðarleg áhrif á jarðveg, vatnsbúskap og grunnvatnsstöðu höfuðborgarsvæðisins sem er afleiðing þess að öllu ofanvatni er leitt í lagnir á þennan máta. Ofanvatn sem sameinast fráveituvatni fær þar af leiðandi ekki tækifæri til að nýtast í nærumhverfinu og umhverfisgæði rýrna. Í lögum nr.9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna er að finna ákvæði um að ofanvatn og skólp skuli aðgreint í lögnum nema annað sé heimilað(2). Ný hverfi rísa í borginni með tvöfalt kerfi sem hefur umtalsverðan kostnaðarauka í för með sér en allur er varinn góður, það er ekki fullnægjandi að aðskilja aðeins fráveituvatnið í tvö kerfi og senda þar af leiðandi ofanvatnið ómeðhöndlað í sér tilgreindum lögnum út í sjó, þó svo að það sporni gegn álagi á skólphreinsistöðum (þar sem lóðið liggur fyrir stjórnvöldum). Gleymum ekki að ómeðhöndlað ofanvatn, t.d af umferðargötum, getur borið með sér ýmsa mengunarvalda og þess vegna þarf að tryggja að meðhöndlun þess eigi sér frekar stað í formi grænna innviða og náttúrulegra lausna með áherslu á staðbundna síun, temprun og aukna birgðastöðu vatns. Í stuttu máli er landslagsmiðuð nálgun á meðhöndlun ofanvatns nauðsynleg til að auka seiglu og skapa sjálfbært og umhverfisvænt borgarumhverfi sem tekur á áskorunum sem stafa af aukinni þéttbýlismyndun og loftslagsbreytingum. Jarðvegs- og vatnsauðlindir eru dýrmætar auðlindir og grundvallarstoð heilbrigðs samfélags sem kalla á breytt viðhorf til náttúruauðlinda. Líkt og var tekið fram í annarri af fyrrnefndum greinum, þurfum við að koma hringrásinni af stað og skila af okkur viðunandi meðhöndlun fráveituvatns þ.e, aðskilja ofanvatn frá fráveituvatni og samþætta við græna innviði. Nýtum seyru til landgræðslu og orkuvinnslu sem og reynum að takmarka það vatnsmagn sem endar úti í sjó og drögum úr mengun þess eins og kostur er. Tækifærin til úrbóta eru mörg til að skapa verðmæti í umhverfinu sem stuðla að metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum okkar fyrir árið 2040. Höfundur er mastersnemi í landslagsarkitektúr í TuDelft í Hollandi. 1.https://issuu.com/veitur/docs/cloacina_-_saga_fr_veitu_-_issuu/s/12 022562 2. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2009009.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skólp Reykjavík Evrópusambandið Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í tveimur greinum sem birtust í fjölmiðlum 28. og 30. nóvember kom fram að ástand fráveitumála á Íslandi sé mjög slæmt. Fram kom að kröfur í fráveitumálum verði hertar hjá Evrópusambandinu og við sem þjóð munum þurfa að innleiða samkvæmt þeim kröfum. Áður en farið er í þær ráðstafanir að uppfæra afkastagetu og umfang fráveitumannvirkja þá þarf fyrst og fremst að taka skref til baka og að horfa á fráveitukerfið í stærra samhengi. Skoða þarf hvernig og á hvaða forsendum núverandi fráveitukerfi byggðust upp og jafnframt hvort forsendur hafi ekki breyst. Frá fyrstu áratugum þéttbýlis í Reykjavík voru ræsin opin og leiddu fráveituvatn niður í Tjörnina og lækinn sem rann út í sjó þar sem nú er Lækjargata. Þetta fól í sér mikinn ódaun og óþrifnað og mikil þörf var á umbótum líkt og búnar voru að eiga sér stað í Evrópu á þessum tíma. Fráræslan í Reykjavík komst á ágætis rekspöl árið 1906 þegar Sigurður Thoroddsen, sem oft er nefndur faðir fráveitunnar á Íslandi, lagðist í mikla útreikninga til að tryggja að neðanjarðar fráveitulagnir kæmust á laggirnar í miðbænum og þar með má segja að saga og uppbygging núverandi fráveitukerfis hafi hafist (1). Þrátt fyrir töluverða þróun þá byggist þetta upprunalega fráveitukerfi á þeim grunnstoðum að koma fráveituvatni sem fljótast í burtu og sem hraðast inn í svokallaða “gráa” innviði til takmarkaðar meðhöndlunar og þar með beinustu leið út í sjó, því lengi tekur jú sjórinn við. Með aukinni þéttbýlismyndun hefur núverandi meðhöndlun fráveituvatns ekki einungis í för með sér mikinn kostnað og álag á kerfið í heild heldur hefur þessi meðhöndlun einnig gríðarleg áhrif á jarðveg, vatnsbúskap og grunnvatnsstöðu höfuðborgarsvæðisins sem er afleiðing þess að öllu ofanvatni er leitt í lagnir á þennan máta. Ofanvatn sem sameinast fráveituvatni fær þar af leiðandi ekki tækifæri til að nýtast í nærumhverfinu og umhverfisgæði rýrna. Í lögum nr.9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna er að finna ákvæði um að ofanvatn og skólp skuli aðgreint í lögnum nema annað sé heimilað(2). Ný hverfi rísa í borginni með tvöfalt kerfi sem hefur umtalsverðan kostnaðarauka í för með sér en allur er varinn góður, það er ekki fullnægjandi að aðskilja aðeins fráveituvatnið í tvö kerfi og senda þar af leiðandi ofanvatnið ómeðhöndlað í sér tilgreindum lögnum út í sjó, þó svo að það sporni gegn álagi á skólphreinsistöðum (þar sem lóðið liggur fyrir stjórnvöldum). Gleymum ekki að ómeðhöndlað ofanvatn, t.d af umferðargötum, getur borið með sér ýmsa mengunarvalda og þess vegna þarf að tryggja að meðhöndlun þess eigi sér frekar stað í formi grænna innviða og náttúrulegra lausna með áherslu á staðbundna síun, temprun og aukna birgðastöðu vatns. Í stuttu máli er landslagsmiðuð nálgun á meðhöndlun ofanvatns nauðsynleg til að auka seiglu og skapa sjálfbært og umhverfisvænt borgarumhverfi sem tekur á áskorunum sem stafa af aukinni þéttbýlismyndun og loftslagsbreytingum. Jarðvegs- og vatnsauðlindir eru dýrmætar auðlindir og grundvallarstoð heilbrigðs samfélags sem kalla á breytt viðhorf til náttúruauðlinda. Líkt og var tekið fram í annarri af fyrrnefndum greinum, þurfum við að koma hringrásinni af stað og skila af okkur viðunandi meðhöndlun fráveituvatns þ.e, aðskilja ofanvatn frá fráveituvatni og samþætta við græna innviði. Nýtum seyru til landgræðslu og orkuvinnslu sem og reynum að takmarka það vatnsmagn sem endar úti í sjó og drögum úr mengun þess eins og kostur er. Tækifærin til úrbóta eru mörg til að skapa verðmæti í umhverfinu sem stuðla að metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum okkar fyrir árið 2040. Höfundur er mastersnemi í landslagsarkitektúr í TuDelft í Hollandi. 1.https://issuu.com/veitur/docs/cloacina_-_saga_fr_veitu_-_issuu/s/12 022562 2. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2009009.html
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun