Stjórnmálamenn þurfi að hætta að „fikta í mikilvægustu innviðunum“ Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 7. desember 2023 15:19 Ólína sagði að ekki væri hægt að líta framhjá stöðu íslenskunnar þegar niðurstöðurnar úr PISA eru rýndar. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar í menntavísindum segja vandann að baki niðurstöðum PISA könnunarinnar margþættan. Það hafi verið gerðar miklar og tíðar breytingar á menntakerfinu en einnig verði að líta til breytinga innan heimila. Þá sé ekki sé hægt að líta framhjá stöðu íslenskunnar. Stjórnmálamenn þurfa að hætta að „fikta í mikilvægustu innviðum“ okkar sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti Við Háskólann á Bifröst, í Pallborðinu á Vísi í dag. Þar var verið að ræða niðurstöður PISA könnunarinnar sem birtar voru fyrr í vikunni. Þættinum var skipt í tvennt og voru í fyrri hluta þáttarins þau Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, Sigríður Ólafsdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti við Háskólann á Bifröst. Ólína sagði að innan menntakerfisins væri annars vegar fagleg stefnumótun og hins vegar pólitísk stefnumótun. Það hafi síðustu ár verið margir ólíkir menntamálaráðherrar og hver þeirra hafi komið að verkefninu með sínar eigin hugmyndir. Samhliða því hafi verið of margar byltingar í íslensku menntakerfi í gegnum árin. Hún sagði engan taka ábyrgð á vandamálinu. Eins og í hruni. Ábyrgðinni væri dreift. Það er ráðuneyti, sveitarfélög, skólarnir og margar ólíkar stofnanir. Það sé frumskógur sem þurfi að taka til í. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði kennara vanta meiri stuðning við að finna til dæmis námsefni. Það sé nauðsynlegt að Menntamálastofnun verði sett aftur upp. Vísir/Vilhelm Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, tók undir þetta og sagði umræðuna hafa verið mikið út og suður. Ábyrgðin væri dreifð og það væri mikilvægt að við værum samábyrg. Ef það eigi að vera margir sem koma að málinu þá verði allir saman að taka ábyrgð og byggja á því sem til er, eins og menntastefnunni sem er þegar til. Þau fóru í þættinum yfir marga ólíka þætti sem þau telja geta hafa haft áhrif á niðurstöðurnar sem birtar voru í vikunni. Ólína sagði að það yrði að horfa á stöðu íslenskunnar almennt. Það sé of mikið andvaraleysi gagnvart þeim vanda og niðurstöðurnar séu ein hliðin af því þegar þjóð týnir tungumáli. Þörf á nýrri Menntamálastofnun Enskan sé of fyrirferðarmikil í námsefni, veitingastöðum, afþreyingu og í raun hvert sem sé litið. Magnús Þór tók undir þetta og sagði vanta námsefni á íslensku. Einnig vanti þann stuðning sem kennarar fengu áður í Menntamálastofnun en að það væri von á tíðindum um það. Hann sagði umgjörðina verða að vera í lagi og að það yrði að ljúka þeirri vinnu og koma stofnuninni aftur á kopp. Sigríður sagði í að börnum finnst gaman að takast á við verkefni. Að vera í flæði og það verði að gefa börnum viðgfangsefni sem tengjasg því sem efst er á baugi í dag. Það veðru að láta þau lesa texta og tala saman um það sem þau lesa og skrifa. Hún sagði mikilvægt að samfélagið allt opni augun fyrir því að munurinn verður meiri með hverju árinu sem líður. „Það má gera kröfur og á að gera kröfur,“ sagði Ólína. Sigríður Ólafsdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ, sagði að börnum þætti gaman að takast á við verkefni en að verkefnin verði líka að höfða til þeirra. Vísir/Vilhelm Hún sagði barni ekki kennt að ganga með því að halda á því. Þannig væri skólagangan líka. Börn yrðu að fá að takast á við verkefni. „Það má taka til að þessu leyti í kennsluháttum,“ sagði Ólína og að það ætti um börn og kennara. „Verkefnið er að mennta fólk til að vera sjálfbjarga,“ sagði Ólína sem telur málið grafalvarlegt. Hún sagðist hafa miklu meiri áhyggjur af lesskilningi en öðrum hlutum. Það sé mikill kynjahalli þar og ef það sé rétt að annar hver fimmtán ára unglingur ráði ekki við grunnfærni til lesskilnings þá sé að myndast hópur í samfélaginu með skert tækifæri í lífinu. Þau geti ekki unnið úr upplýsingum og auðveldara sé að ráðskast með þau í upplýsingaóreiðu. Það sé grundvallaratriði að meðtaka tungumálið og tjá sig á því. Margt breyst á stuttum tíma Ólína sagði margar breytingar hafa átt sér stað í menntakerfinu, en líka í íslenskum heimilum. Vandinn sé margþættur og það þurfi að mæta honum úr mörgum áttum, en markvisst. Hún sagði þetta samfélagslegan vanda. Foreldrar séu þreyttir og hafi ekki tíma eða getu í að hugsa um börnin eða kenna þeim að lesa. Þá sé hátt hlutfall á leikskólum erlent starfsfólk sem tali ekki íslensku. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, Sigríður Ólafsdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti við Háskólann á Bifröst ræddu við Margréti Helgu Erlingsdóttur fréttamann í Pallborðinu á Vísi í dag. Vísir/Vilhelm Sigríður var spurð að því hvað hafi farið úrskeiðis sagði hún að það yrði að líta á verkefnin. Þá verði einnig að hugsa til þess að það verði að byrja strax við fæðingu að huga að þeim stuðningi sem börn fá. Foreldrar fái bara ár í fæðingarorlof og svo eigi að koma börnunum fyrir í vistun í allt að átta klukkustundir á dag. Það sé ekki endilega besta leiðin. Á sama tíma sagði hún mikilvægt að muna að börnum finnist gaman að takast á við verkefni. En sagði verkefnin verða að höfða til þeirra og vera í takt við það það sem er að gerast hverju sinni. Í seinni hluta pallborðsins var rætt við þrjá fyrrverandi menntamálaráðherra, Illuga Gunnarsson, Lilju Alfreðsdóttir, núverandi menningar-og viðskiptaráðherra og Þorgerði Katrín Gunnarsdóttur formann Viðreisnar. Illugi var menntamálaráðherra frá 2013 til 2017, Þorgerður frá 2004 til 2009 og Lilja 2017 til 2021. PISA-könnun Pallborðið Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum Full ástæða er til að hafa áhyggjur af stöðu menntamála í ljósi nýbirtrar PISA könnunar. Þetta segir Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ sem varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. 6. desember 2023 19:33 „Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27 „Stórkostlegt áhyggjuefni“ Niðurstöður PISA-skýrslu, þar sem fram kemur að annar hver 15 ára drengur búi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi, hafa vakið mikil viðbrögð. Íslenskuprófessor segir þróunina skuggalega og Andri Snær Magnason rithöfundur segir of litlu varið í þá sem búa til lesefni. 5. desember 2023 21:49 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Sjá meira
Stjórnmálamenn þurfa að hætta að „fikta í mikilvægustu innviðum“ okkar sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti Við Háskólann á Bifröst, í Pallborðinu á Vísi í dag. Þar var verið að ræða niðurstöður PISA könnunarinnar sem birtar voru fyrr í vikunni. Þættinum var skipt í tvennt og voru í fyrri hluta þáttarins þau Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, Sigríður Ólafsdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti við Háskólann á Bifröst. Ólína sagði að innan menntakerfisins væri annars vegar fagleg stefnumótun og hins vegar pólitísk stefnumótun. Það hafi síðustu ár verið margir ólíkir menntamálaráðherrar og hver þeirra hafi komið að verkefninu með sínar eigin hugmyndir. Samhliða því hafi verið of margar byltingar í íslensku menntakerfi í gegnum árin. Hún sagði engan taka ábyrgð á vandamálinu. Eins og í hruni. Ábyrgðinni væri dreift. Það er ráðuneyti, sveitarfélög, skólarnir og margar ólíkar stofnanir. Það sé frumskógur sem þurfi að taka til í. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði kennara vanta meiri stuðning við að finna til dæmis námsefni. Það sé nauðsynlegt að Menntamálastofnun verði sett aftur upp. Vísir/Vilhelm Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, tók undir þetta og sagði umræðuna hafa verið mikið út og suður. Ábyrgðin væri dreifð og það væri mikilvægt að við værum samábyrg. Ef það eigi að vera margir sem koma að málinu þá verði allir saman að taka ábyrgð og byggja á því sem til er, eins og menntastefnunni sem er þegar til. Þau fóru í þættinum yfir marga ólíka þætti sem þau telja geta hafa haft áhrif á niðurstöðurnar sem birtar voru í vikunni. Ólína sagði að það yrði að horfa á stöðu íslenskunnar almennt. Það sé of mikið andvaraleysi gagnvart þeim vanda og niðurstöðurnar séu ein hliðin af því þegar þjóð týnir tungumáli. Þörf á nýrri Menntamálastofnun Enskan sé of fyrirferðarmikil í námsefni, veitingastöðum, afþreyingu og í raun hvert sem sé litið. Magnús Þór tók undir þetta og sagði vanta námsefni á íslensku. Einnig vanti þann stuðning sem kennarar fengu áður í Menntamálastofnun en að það væri von á tíðindum um það. Hann sagði umgjörðina verða að vera í lagi og að það yrði að ljúka þeirri vinnu og koma stofnuninni aftur á kopp. Sigríður sagði í að börnum finnst gaman að takast á við verkefni. Að vera í flæði og það verði að gefa börnum viðgfangsefni sem tengjasg því sem efst er á baugi í dag. Það veðru að láta þau lesa texta og tala saman um það sem þau lesa og skrifa. Hún sagði mikilvægt að samfélagið allt opni augun fyrir því að munurinn verður meiri með hverju árinu sem líður. „Það má gera kröfur og á að gera kröfur,“ sagði Ólína. Sigríður Ólafsdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ, sagði að börnum þætti gaman að takast á við verkefni en að verkefnin verði líka að höfða til þeirra. Vísir/Vilhelm Hún sagði barni ekki kennt að ganga með því að halda á því. Þannig væri skólagangan líka. Börn yrðu að fá að takast á við verkefni. „Það má taka til að þessu leyti í kennsluháttum,“ sagði Ólína og að það ætti um börn og kennara. „Verkefnið er að mennta fólk til að vera sjálfbjarga,“ sagði Ólína sem telur málið grafalvarlegt. Hún sagðist hafa miklu meiri áhyggjur af lesskilningi en öðrum hlutum. Það sé mikill kynjahalli þar og ef það sé rétt að annar hver fimmtán ára unglingur ráði ekki við grunnfærni til lesskilnings þá sé að myndast hópur í samfélaginu með skert tækifæri í lífinu. Þau geti ekki unnið úr upplýsingum og auðveldara sé að ráðskast með þau í upplýsingaóreiðu. Það sé grundvallaratriði að meðtaka tungumálið og tjá sig á því. Margt breyst á stuttum tíma Ólína sagði margar breytingar hafa átt sér stað í menntakerfinu, en líka í íslenskum heimilum. Vandinn sé margþættur og það þurfi að mæta honum úr mörgum áttum, en markvisst. Hún sagði þetta samfélagslegan vanda. Foreldrar séu þreyttir og hafi ekki tíma eða getu í að hugsa um börnin eða kenna þeim að lesa. Þá sé hátt hlutfall á leikskólum erlent starfsfólk sem tali ekki íslensku. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, Sigríður Ólafsdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti við Háskólann á Bifröst ræddu við Margréti Helgu Erlingsdóttur fréttamann í Pallborðinu á Vísi í dag. Vísir/Vilhelm Sigríður var spurð að því hvað hafi farið úrskeiðis sagði hún að það yrði að líta á verkefnin. Þá verði einnig að hugsa til þess að það verði að byrja strax við fæðingu að huga að þeim stuðningi sem börn fá. Foreldrar fái bara ár í fæðingarorlof og svo eigi að koma börnunum fyrir í vistun í allt að átta klukkustundir á dag. Það sé ekki endilega besta leiðin. Á sama tíma sagði hún mikilvægt að muna að börnum finnist gaman að takast á við verkefni. En sagði verkefnin verða að höfða til þeirra og vera í takt við það það sem er að gerast hverju sinni. Í seinni hluta pallborðsins var rætt við þrjá fyrrverandi menntamálaráðherra, Illuga Gunnarsson, Lilju Alfreðsdóttir, núverandi menningar-og viðskiptaráðherra og Þorgerði Katrín Gunnarsdóttur formann Viðreisnar. Illugi var menntamálaráðherra frá 2013 til 2017, Þorgerður frá 2004 til 2009 og Lilja 2017 til 2021.
PISA-könnun Pallborðið Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum Full ástæða er til að hafa áhyggjur af stöðu menntamála í ljósi nýbirtrar PISA könnunar. Þetta segir Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ sem varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. 6. desember 2023 19:33 „Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27 „Stórkostlegt áhyggjuefni“ Niðurstöður PISA-skýrslu, þar sem fram kemur að annar hver 15 ára drengur búi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi, hafa vakið mikil viðbrögð. Íslenskuprófessor segir þróunina skuggalega og Andri Snær Magnason rithöfundur segir of litlu varið í þá sem búa til lesefni. 5. desember 2023 21:49 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Sjá meira
Varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum Full ástæða er til að hafa áhyggjur af stöðu menntamála í ljósi nýbirtrar PISA könnunar. Þetta segir Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ sem varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. 6. desember 2023 19:33
„Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27
„Stórkostlegt áhyggjuefni“ Niðurstöður PISA-skýrslu, þar sem fram kemur að annar hver 15 ára drengur búi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi, hafa vakið mikil viðbrögð. Íslenskuprófessor segir þróunina skuggalega og Andri Snær Magnason rithöfundur segir of litlu varið í þá sem búa til lesefni. 5. desember 2023 21:49
PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41