Horfum í spegil Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 6. desember 2023 09:15 Í gær var kynnt um niðurstöður í PISA könnun á hæfni 15 ára barna. Niðurstöðurnar eru slæmar víðast hvar í heiminum og sýna hnignandi færni ungmenna miðað við fyrri ár. Þetta er þróun sem veldur áhyggjum um heim allan. Hvað Ísland varðar þá sýna niðurstöðurnar fram á að eitthvað hefur farið úrskeiðis í okkar samfélagi þegar kemur að undirbúningi ungs fólks fyrir þátttöku í flóknu og lýðræðislegu samfélagi. Ísland stendur mjög langt að baki öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við á þeim þeim akademísku sviðum sem mæld eru í könnuninni. Þetta er staða sem þarf að taka alvarlega. Þegar við skoðum Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin, Bretland, Þýskaland og Bandaríkin þá er niðurstaða Íslands lökust á öllum sviðum og oftast þannig að miklu munar. Þar að auki hefur einkunn Íslands lækkað einna hraðast frá mælingunni 2018. Staðan er ekki síður umhugsunarverð þar sem við verjum næsthæsta hlutfalli landsframleiðslu til grunn- og framhaldsskóla miðað við önnur OECD ríki. Þessar niðurstöður eru samt ekki einkamál neins hér á landi. Það er óásættanlegt ef vitsmunalegur undirbúningur íslenskra ungmenna fyrir framtíðina er lakari en í öðrum löndum. Það er einnig umhugsunarvert að niðurstöður Íslands sýna ekki einungis fram á mjög slakan meðaltalsárangur, heldur ná miklu færri nemendur afbragðsárangri hér heldur en annars staðar. Er hugsanlegt að hér á landi séum við farin að tortryggja árangur og grafa undan trúnni á að akademískur og vitsmunalegur þroski sé eftirsóknarverður? Getur verið að opinber umræða einkennist um of ofureinföldun og innihaldslitlum frösum og aukaatriðum? Þurfum við sem berum ábyrgð á uppeldi barna okkar að standa okkur betur í að undirstrika mikilvægi lestrar og innihaldsríkrar dægrardvalar á kostnað hugsunarlauss gláps og næringarsnauðrar afþreyingar? Ýta efnistök fjölmiðla undir vitsmunalega þroskaða umræðu í samfélaginu? Gerir skólakerfið okkar nægilegar kröfur til árangurs bæði kennara og nemenda? Er fjölbreytni og nýsköpun innan skólakerfis og námsgagnaútgáfu nægilegt? Er svigrúm og sjálfstæði kennara nægilega mikið? Er sú vellíðan sem felst í því að vinna sigur á erfiðum verkefnum vanmetin og eru þægindin sem felast í að komast hjá þeim ofmetin? Það skiptir máli hvernig samfélagið metur og talar um hluti. Við þurfum að sýna að við berum virðingu fyrir vísindum og vitsmunalegum og menningarlegum árangri. Við þurfum líka að sýna að við berum virðingu fyrir eljusemi og þrautseigju þeirra sem reyna að öðlast skilning og færni á flóknum viðfangsefnum. Og við foreldrar þurfum að sýna kennurum barnanna okkar virðingu, gefa þeim vinnufrið og styðja við möguleika þeirra til þess að halda uppi góðum aga og vinnubrögðum í kennslustofunni. Til þess að finna lausnir og leiðrétta kúrsinn þurfum við að horfast saman í augu við slæma stöðu, hlusta á sérfræðinga en taka líka ábyrgð á því sem við getum. Sú vonda staða sem við erum í gerðist ekki sjálfkrafa og mun ekki lagast sjálfkrafar. Eitthvað hefur brugðist og lausnirnar eru eflaust hvorki einfaldar né einhlítar. Mikilvægast af öllu er að þora að horfast í augu við stöðuna, afneita ekki vandanum og láta ekki hugfallast. Heimurinn er flókinn og verður ekki einfaldari. Við öll sem berum ábyrgð á framtíð samfélagsins okkar—og það gerum við vissulega öll hvort sem við erum kjörnir fulltrúar, kennarar, skólastjórar, foreldrar eða ábyrgir borgarar—þurfum að taka alvarlega þessa hrikalega niðurstöðu og þá þróun sem hefur orðið á færni íslenskra ungmenna á undanförnum árum. Við þurfum að opna augun, horfa fyrst í spegil og svo í kringum okkur og finna leiðir til þess að gera gagn. Við þessa stöðu getum við ekki unað. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skóla - og menntamál Grunnskólar PISA-könnun Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær var kynnt um niðurstöður í PISA könnun á hæfni 15 ára barna. Niðurstöðurnar eru slæmar víðast hvar í heiminum og sýna hnignandi færni ungmenna miðað við fyrri ár. Þetta er þróun sem veldur áhyggjum um heim allan. Hvað Ísland varðar þá sýna niðurstöðurnar fram á að eitthvað hefur farið úrskeiðis í okkar samfélagi þegar kemur að undirbúningi ungs fólks fyrir þátttöku í flóknu og lýðræðislegu samfélagi. Ísland stendur mjög langt að baki öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við á þeim þeim akademísku sviðum sem mæld eru í könnuninni. Þetta er staða sem þarf að taka alvarlega. Þegar við skoðum Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin, Bretland, Þýskaland og Bandaríkin þá er niðurstaða Íslands lökust á öllum sviðum og oftast þannig að miklu munar. Þar að auki hefur einkunn Íslands lækkað einna hraðast frá mælingunni 2018. Staðan er ekki síður umhugsunarverð þar sem við verjum næsthæsta hlutfalli landsframleiðslu til grunn- og framhaldsskóla miðað við önnur OECD ríki. Þessar niðurstöður eru samt ekki einkamál neins hér á landi. Það er óásættanlegt ef vitsmunalegur undirbúningur íslenskra ungmenna fyrir framtíðina er lakari en í öðrum löndum. Það er einnig umhugsunarvert að niðurstöður Íslands sýna ekki einungis fram á mjög slakan meðaltalsárangur, heldur ná miklu færri nemendur afbragðsárangri hér heldur en annars staðar. Er hugsanlegt að hér á landi séum við farin að tortryggja árangur og grafa undan trúnni á að akademískur og vitsmunalegur þroski sé eftirsóknarverður? Getur verið að opinber umræða einkennist um of ofureinföldun og innihaldslitlum frösum og aukaatriðum? Þurfum við sem berum ábyrgð á uppeldi barna okkar að standa okkur betur í að undirstrika mikilvægi lestrar og innihaldsríkrar dægrardvalar á kostnað hugsunarlauss gláps og næringarsnauðrar afþreyingar? Ýta efnistök fjölmiðla undir vitsmunalega þroskaða umræðu í samfélaginu? Gerir skólakerfið okkar nægilegar kröfur til árangurs bæði kennara og nemenda? Er fjölbreytni og nýsköpun innan skólakerfis og námsgagnaútgáfu nægilegt? Er svigrúm og sjálfstæði kennara nægilega mikið? Er sú vellíðan sem felst í því að vinna sigur á erfiðum verkefnum vanmetin og eru þægindin sem felast í að komast hjá þeim ofmetin? Það skiptir máli hvernig samfélagið metur og talar um hluti. Við þurfum að sýna að við berum virðingu fyrir vísindum og vitsmunalegum og menningarlegum árangri. Við þurfum líka að sýna að við berum virðingu fyrir eljusemi og þrautseigju þeirra sem reyna að öðlast skilning og færni á flóknum viðfangsefnum. Og við foreldrar þurfum að sýna kennurum barnanna okkar virðingu, gefa þeim vinnufrið og styðja við möguleika þeirra til þess að halda uppi góðum aga og vinnubrögðum í kennslustofunni. Til þess að finna lausnir og leiðrétta kúrsinn þurfum við að horfast saman í augu við slæma stöðu, hlusta á sérfræðinga en taka líka ábyrgð á því sem við getum. Sú vonda staða sem við erum í gerðist ekki sjálfkrafa og mun ekki lagast sjálfkrafar. Eitthvað hefur brugðist og lausnirnar eru eflaust hvorki einfaldar né einhlítar. Mikilvægast af öllu er að þora að horfast í augu við stöðuna, afneita ekki vandanum og láta ekki hugfallast. Heimurinn er flókinn og verður ekki einfaldari. Við öll sem berum ábyrgð á framtíð samfélagsins okkar—og það gerum við vissulega öll hvort sem við erum kjörnir fulltrúar, kennarar, skólastjórar, foreldrar eða ábyrgir borgarar—þurfum að taka alvarlega þessa hrikalega niðurstöðu og þá þróun sem hefur orðið á færni íslenskra ungmenna á undanförnum árum. Við þurfum að opna augun, horfa fyrst í spegil og svo í kringum okkur og finna leiðir til þess að gera gagn. Við þessa stöðu getum við ekki unað. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun