Horfum í spegil Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 6. desember 2023 09:15 Í gær var kynnt um niðurstöður í PISA könnun á hæfni 15 ára barna. Niðurstöðurnar eru slæmar víðast hvar í heiminum og sýna hnignandi færni ungmenna miðað við fyrri ár. Þetta er þróun sem veldur áhyggjum um heim allan. Hvað Ísland varðar þá sýna niðurstöðurnar fram á að eitthvað hefur farið úrskeiðis í okkar samfélagi þegar kemur að undirbúningi ungs fólks fyrir þátttöku í flóknu og lýðræðislegu samfélagi. Ísland stendur mjög langt að baki öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við á þeim þeim akademísku sviðum sem mæld eru í könnuninni. Þetta er staða sem þarf að taka alvarlega. Þegar við skoðum Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin, Bretland, Þýskaland og Bandaríkin þá er niðurstaða Íslands lökust á öllum sviðum og oftast þannig að miklu munar. Þar að auki hefur einkunn Íslands lækkað einna hraðast frá mælingunni 2018. Staðan er ekki síður umhugsunarverð þar sem við verjum næsthæsta hlutfalli landsframleiðslu til grunn- og framhaldsskóla miðað við önnur OECD ríki. Þessar niðurstöður eru samt ekki einkamál neins hér á landi. Það er óásættanlegt ef vitsmunalegur undirbúningur íslenskra ungmenna fyrir framtíðina er lakari en í öðrum löndum. Það er einnig umhugsunarvert að niðurstöður Íslands sýna ekki einungis fram á mjög slakan meðaltalsárangur, heldur ná miklu færri nemendur afbragðsárangri hér heldur en annars staðar. Er hugsanlegt að hér á landi séum við farin að tortryggja árangur og grafa undan trúnni á að akademískur og vitsmunalegur þroski sé eftirsóknarverður? Getur verið að opinber umræða einkennist um of ofureinföldun og innihaldslitlum frösum og aukaatriðum? Þurfum við sem berum ábyrgð á uppeldi barna okkar að standa okkur betur í að undirstrika mikilvægi lestrar og innihaldsríkrar dægrardvalar á kostnað hugsunarlauss gláps og næringarsnauðrar afþreyingar? Ýta efnistök fjölmiðla undir vitsmunalega þroskaða umræðu í samfélaginu? Gerir skólakerfið okkar nægilegar kröfur til árangurs bæði kennara og nemenda? Er fjölbreytni og nýsköpun innan skólakerfis og námsgagnaútgáfu nægilegt? Er svigrúm og sjálfstæði kennara nægilega mikið? Er sú vellíðan sem felst í því að vinna sigur á erfiðum verkefnum vanmetin og eru þægindin sem felast í að komast hjá þeim ofmetin? Það skiptir máli hvernig samfélagið metur og talar um hluti. Við þurfum að sýna að við berum virðingu fyrir vísindum og vitsmunalegum og menningarlegum árangri. Við þurfum líka að sýna að við berum virðingu fyrir eljusemi og þrautseigju þeirra sem reyna að öðlast skilning og færni á flóknum viðfangsefnum. Og við foreldrar þurfum að sýna kennurum barnanna okkar virðingu, gefa þeim vinnufrið og styðja við möguleika þeirra til þess að halda uppi góðum aga og vinnubrögðum í kennslustofunni. Til þess að finna lausnir og leiðrétta kúrsinn þurfum við að horfast saman í augu við slæma stöðu, hlusta á sérfræðinga en taka líka ábyrgð á því sem við getum. Sú vonda staða sem við erum í gerðist ekki sjálfkrafa og mun ekki lagast sjálfkrafar. Eitthvað hefur brugðist og lausnirnar eru eflaust hvorki einfaldar né einhlítar. Mikilvægast af öllu er að þora að horfast í augu við stöðuna, afneita ekki vandanum og láta ekki hugfallast. Heimurinn er flókinn og verður ekki einfaldari. Við öll sem berum ábyrgð á framtíð samfélagsins okkar—og það gerum við vissulega öll hvort sem við erum kjörnir fulltrúar, kennarar, skólastjórar, foreldrar eða ábyrgir borgarar—þurfum að taka alvarlega þessa hrikalega niðurstöðu og þá þróun sem hefur orðið á færni íslenskra ungmenna á undanförnum árum. Við þurfum að opna augun, horfa fyrst í spegil og svo í kringum okkur og finna leiðir til þess að gera gagn. Við þessa stöðu getum við ekki unað. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skóla - og menntamál Grunnskólar PISA-könnun Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Í gær var kynnt um niðurstöður í PISA könnun á hæfni 15 ára barna. Niðurstöðurnar eru slæmar víðast hvar í heiminum og sýna hnignandi færni ungmenna miðað við fyrri ár. Þetta er þróun sem veldur áhyggjum um heim allan. Hvað Ísland varðar þá sýna niðurstöðurnar fram á að eitthvað hefur farið úrskeiðis í okkar samfélagi þegar kemur að undirbúningi ungs fólks fyrir þátttöku í flóknu og lýðræðislegu samfélagi. Ísland stendur mjög langt að baki öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við á þeim þeim akademísku sviðum sem mæld eru í könnuninni. Þetta er staða sem þarf að taka alvarlega. Þegar við skoðum Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin, Bretland, Þýskaland og Bandaríkin þá er niðurstaða Íslands lökust á öllum sviðum og oftast þannig að miklu munar. Þar að auki hefur einkunn Íslands lækkað einna hraðast frá mælingunni 2018. Staðan er ekki síður umhugsunarverð þar sem við verjum næsthæsta hlutfalli landsframleiðslu til grunn- og framhaldsskóla miðað við önnur OECD ríki. Þessar niðurstöður eru samt ekki einkamál neins hér á landi. Það er óásættanlegt ef vitsmunalegur undirbúningur íslenskra ungmenna fyrir framtíðina er lakari en í öðrum löndum. Það er einnig umhugsunarvert að niðurstöður Íslands sýna ekki einungis fram á mjög slakan meðaltalsárangur, heldur ná miklu færri nemendur afbragðsárangri hér heldur en annars staðar. Er hugsanlegt að hér á landi séum við farin að tortryggja árangur og grafa undan trúnni á að akademískur og vitsmunalegur þroski sé eftirsóknarverður? Getur verið að opinber umræða einkennist um of ofureinföldun og innihaldslitlum frösum og aukaatriðum? Þurfum við sem berum ábyrgð á uppeldi barna okkar að standa okkur betur í að undirstrika mikilvægi lestrar og innihaldsríkrar dægrardvalar á kostnað hugsunarlauss gláps og næringarsnauðrar afþreyingar? Ýta efnistök fjölmiðla undir vitsmunalega þroskaða umræðu í samfélaginu? Gerir skólakerfið okkar nægilegar kröfur til árangurs bæði kennara og nemenda? Er fjölbreytni og nýsköpun innan skólakerfis og námsgagnaútgáfu nægilegt? Er svigrúm og sjálfstæði kennara nægilega mikið? Er sú vellíðan sem felst í því að vinna sigur á erfiðum verkefnum vanmetin og eru þægindin sem felast í að komast hjá þeim ofmetin? Það skiptir máli hvernig samfélagið metur og talar um hluti. Við þurfum að sýna að við berum virðingu fyrir vísindum og vitsmunalegum og menningarlegum árangri. Við þurfum líka að sýna að við berum virðingu fyrir eljusemi og þrautseigju þeirra sem reyna að öðlast skilning og færni á flóknum viðfangsefnum. Og við foreldrar þurfum að sýna kennurum barnanna okkar virðingu, gefa þeim vinnufrið og styðja við möguleika þeirra til þess að halda uppi góðum aga og vinnubrögðum í kennslustofunni. Til þess að finna lausnir og leiðrétta kúrsinn þurfum við að horfast saman í augu við slæma stöðu, hlusta á sérfræðinga en taka líka ábyrgð á því sem við getum. Sú vonda staða sem við erum í gerðist ekki sjálfkrafa og mun ekki lagast sjálfkrafar. Eitthvað hefur brugðist og lausnirnar eru eflaust hvorki einfaldar né einhlítar. Mikilvægast af öllu er að þora að horfast í augu við stöðuna, afneita ekki vandanum og láta ekki hugfallast. Heimurinn er flókinn og verður ekki einfaldari. Við öll sem berum ábyrgð á framtíð samfélagsins okkar—og það gerum við vissulega öll hvort sem við erum kjörnir fulltrúar, kennarar, skólastjórar, foreldrar eða ábyrgir borgarar—þurfum að taka alvarlega þessa hrikalega niðurstöðu og þá þróun sem hefur orðið á færni íslenskra ungmenna á undanförnum árum. Við þurfum að opna augun, horfa fyrst í spegil og svo í kringum okkur og finna leiðir til þess að gera gagn. Við þessa stöðu getum við ekki unað. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun