Egeland kallar aðgerðir Ísraela verstu árásir okkar tíma Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. desember 2023 07:01 Egeland segir söguna munu dæma þau ríki sem sjá Ísraelum fyrir vopnum. Getty/SOPA/LightRocket/Attila Husejnow Jan Egeland, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs og einn af arkítektum Oslóarsamkomulagsins sem á sínum tíma tókst að koma á friði á milli Ísraela og Palestínumanna, gagnrýnir harðlega þær þjóðir sem sjá Ísraelsmönnum fyrir vopnum. Egeland fer nú fyrir hjálparstofnun sem heitir Norska flóttamannaráðið og í yfirlýsingu segir hann að aðgerðir Ísraela nú, þar sem verið sé að jafna Gasa svæðið við jörðu, séu á meðal verstu árása sem gerðar hafi verið á óbreytta borgara á okkar tímum. Í yfirlýsingunni fordæmir Egeland árásir Hamas á ísraelska borgara en segir að viðbrögð ísraelskra stjórnvalda sé ekki hægt að líta á sem sjálfsvörn við þeirri árás. „Lönd sem sjá Ísraelum fyrir vopnum verða að átta sig á því að þetta mannfall óbreyttra borgara mun að eilífu sverta mannorð þeirra,“ segir Egeland og bætir við að þessi lönd verði að þrýsta nú þegar á um vopnahlé á svæðinu. Tugir Palestínumanna eru sagðir hafa fallið í loftárásum Ísraela á hús í bænum Deir al-Balah í nótt. Bærinn er í miðhluta Gasa og í húsunum bjó fólk sem þegar hafði flúið heimili sín annars staðar. Forstjóri spítala á svæðinu segir að 45 lík hafi verið flutt á sjúkrahúsið og blaðamaður AP fréttaveitunnar segist hafa talið 34 lík, þar af sex börn hið minnsta. Í suðurhlutanum segja vitni við Reuters að árás hafi verið gerð á skóla í borginni Khan Younis. Hundruð flóttamanna voru í skólanum en óljóst er um fjölda látinna. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Egeland fer nú fyrir hjálparstofnun sem heitir Norska flóttamannaráðið og í yfirlýsingu segir hann að aðgerðir Ísraela nú, þar sem verið sé að jafna Gasa svæðið við jörðu, séu á meðal verstu árása sem gerðar hafi verið á óbreytta borgara á okkar tímum. Í yfirlýsingunni fordæmir Egeland árásir Hamas á ísraelska borgara en segir að viðbrögð ísraelskra stjórnvalda sé ekki hægt að líta á sem sjálfsvörn við þeirri árás. „Lönd sem sjá Ísraelum fyrir vopnum verða að átta sig á því að þetta mannfall óbreyttra borgara mun að eilífu sverta mannorð þeirra,“ segir Egeland og bætir við að þessi lönd verði að þrýsta nú þegar á um vopnahlé á svæðinu. Tugir Palestínumanna eru sagðir hafa fallið í loftárásum Ísraela á hús í bænum Deir al-Balah í nótt. Bærinn er í miðhluta Gasa og í húsunum bjó fólk sem þegar hafði flúið heimili sín annars staðar. Forstjóri spítala á svæðinu segir að 45 lík hafi verið flutt á sjúkrahúsið og blaðamaður AP fréttaveitunnar segist hafa talið 34 lík, þar af sex börn hið minnsta. Í suðurhlutanum segja vitni við Reuters að árás hafi verið gerð á skóla í borginni Khan Younis. Hundruð flóttamanna voru í skólanum en óljóst er um fjölda látinna.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira