Miskunnsamur samverji „tekinn af lífi“ af hermönnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. desember 2023 18:46 Fjölskylda mannsins sem réði örlögum tveggja manna sem hófu skothríð á biðskýli í Jerúsalem segir hann hafa verið tekinn af lífi af ísraelskum hermönnum. Óbreyttur borgari sem réði niðurlögum tveggja hryðjuverkamanna eftir að þeir hófu skothríð á biðskýli í Jerúsalemborg var drepinn af ísraelskum hermönnum sem héldu hann sjálfan vera hryðjuverkamann. Fjölskylda Yuval Doron Castleman segir hann hafa verið „tekinn af lífi.“ Hann var fluttur á sjúkrahús í Jerúsalem og lést þar stuttu fyrir miðnætti. „Yuval varð var við hryðjuverkaárás við veginn þar sem hann keyrði í vinnuna og stöðvaði bílinn til að stöðva hryðjuverkamennina,“ sagði fjölskylda mannsins í viðtali við Channel 13. Í myndbandi sem sjá má hér fyrir neðan má sjá árásina á biðskýlið. Vakin er athygli á því að myndefnið kunni að valda óhug. Surveillance camera footage shows the shooting attack at the entrance to Jerusalem this morning. Two people were killed, and at least seven others were hurt. Two off-duty soldiers and an armed civilian shot the terrorists dead. pic.twitter.com/CwucVb5IV7— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) November 30, 2023 „Hann sinnti áður herskyldu og var alltaf hetja, sá fyrsti til að stíga inn í og bjarga lífum. Það gerði hann einnig þarna,“ bættu þau við. „Enginn opinber aðili hefur haft samband við okkur. Við viljum vita nákvæmlega hvað gerðist. Í myndbandinu sést að hann hjólar í hryðjuverkamennina og tekur þá út. Svo skjóta þeir hann skyndilega,“ segir Moshe, faðir Yuvals. Í myndbandi af vettvangi sést Castleman kasta frá sér skotvopninu, leggjast á hnén, láta hendur upp í loft og æpa: „Ekki skjóta.“ Einn hermannanna á vettvangi skaut hann til bana stuttu seinna. Myndbandið kann að valda óhug. (!?) . @itamarbengvir ( ) : . pic.twitter.com/iWgrXKHrWw— Noni (@BiggNoni) November 30, 2023 „Þeir lásu ekki rétt í aðstæður. Ég get ekki verið dómari í þessu, hvað myndi ég hafa gert undir þessum kringumstæðum? En ég vil að þeir rannsaki þetta mál ítarlega og dragi ályktanir af því,“ segir Moshe líka. Ísraelsk öryggisyfirvöld hafa áður verið gagnrýnd fyrir að skjóta fólk grunað um hryðjuverk til bana, hvort sem hætta stafi af þeim eður ei. Þingmaður í Knesset, löggjafarþingi Ísraels, birti mynd af einum hermanninum á samfélagsmiðla og kallaði hann hetju. Hann tók færsluna niður stuttu seinna þegar ljóst var að sá sem hann hefði skotið væri Ísraeli. Þingmaðurinn er öfgamaður og hefur verið bendlaður við árásir á palestínska borgara. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Fjölskylda Yuval Doron Castleman segir hann hafa verið „tekinn af lífi.“ Hann var fluttur á sjúkrahús í Jerúsalem og lést þar stuttu fyrir miðnætti. „Yuval varð var við hryðjuverkaárás við veginn þar sem hann keyrði í vinnuna og stöðvaði bílinn til að stöðva hryðjuverkamennina,“ sagði fjölskylda mannsins í viðtali við Channel 13. Í myndbandi sem sjá má hér fyrir neðan má sjá árásina á biðskýlið. Vakin er athygli á því að myndefnið kunni að valda óhug. Surveillance camera footage shows the shooting attack at the entrance to Jerusalem this morning. Two people were killed, and at least seven others were hurt. Two off-duty soldiers and an armed civilian shot the terrorists dead. pic.twitter.com/CwucVb5IV7— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) November 30, 2023 „Hann sinnti áður herskyldu og var alltaf hetja, sá fyrsti til að stíga inn í og bjarga lífum. Það gerði hann einnig þarna,“ bættu þau við. „Enginn opinber aðili hefur haft samband við okkur. Við viljum vita nákvæmlega hvað gerðist. Í myndbandinu sést að hann hjólar í hryðjuverkamennina og tekur þá út. Svo skjóta þeir hann skyndilega,“ segir Moshe, faðir Yuvals. Í myndbandi af vettvangi sést Castleman kasta frá sér skotvopninu, leggjast á hnén, láta hendur upp í loft og æpa: „Ekki skjóta.“ Einn hermannanna á vettvangi skaut hann til bana stuttu seinna. Myndbandið kann að valda óhug. (!?) . @itamarbengvir ( ) : . pic.twitter.com/iWgrXKHrWw— Noni (@BiggNoni) November 30, 2023 „Þeir lásu ekki rétt í aðstæður. Ég get ekki verið dómari í þessu, hvað myndi ég hafa gert undir þessum kringumstæðum? En ég vil að þeir rannsaki þetta mál ítarlega og dragi ályktanir af því,“ segir Moshe líka. Ísraelsk öryggisyfirvöld hafa áður verið gagnrýnd fyrir að skjóta fólk grunað um hryðjuverk til bana, hvort sem hætta stafi af þeim eður ei. Þingmaður í Knesset, löggjafarþingi Ísraels, birti mynd af einum hermanninum á samfélagsmiðla og kallaði hann hetju. Hann tók færsluna niður stuttu seinna þegar ljóst var að sá sem hann hefði skotið væri Ísraeli. Þingmaðurinn er öfgamaður og hefur verið bendlaður við árásir á palestínska borgara.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira