Nýja skrifstofubyggingin nefnd Smiðja Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 14:35 Nýbygging Alþingis verður hin glæsilegasta þegar hún er tilbúin. Vísir/Vilhelm Ný skrifstofubygging Alþingis hefur hlotið heitið Smiðja. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tilkynnti niðurstöðu nafnasamkeppni rétt í þessu í nýja húsinu við Tjarnargötu 9 og veitti höfundi tillögunnar, Gísla Hrannari Sverrissyni, viðurkenningu. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Alþingi. Þar segir að dómnefnd, sem skipuð var Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, Líneik Önnu Sævarsdóttur, 2. varaforseta, Andrési Inga Jónssyni, 5. varaforseta, og Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, hafi verið einhuga um niðurstöðuna. Fréttastofa leit nýverið við í nýbyggingunni, sem var teiknuð af Studio Granda, en um er að ræða stærstu framkvæmd Alþingis síðan Alþingishúsið sjálft var reist á árunum 1880 til 1881. Við tilefnið gerði forseti Alþingis grein fyrir vali dómnefndar og sagði meðal annars: „Að mati dómnefndar er nafnið Smiðja bæði stutt og þjált og hefur tengingu við starfsemi fyrri alda á Alþingisreitnum, sem og fyrirhugaða starfsemi í húsinu. Þá kallast Smiðja vel á við Skála en bæði heitin hafa augljósa skírskotun í húsakost fyrri alda. Við fornleifarannsóknir á Alþingisreit á árunum 2008–2010 og 2012–2013 komu í ljós mannvistarleifar frá upphafi Íslandsbyggðar til nútíma.“ Meðal þess sem fannst hafi verið ummerki járnvinnslu og smiðju samkvæmt upplýsingum frá Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, sem stýrði rannsóknum. Einnig hafi komið í ljós við fornleifauppgröft á horni Kirkjustrætis og Tjarnargötu leifar af smiðju Innréttinganna; fyrsta iðnfyrirtækis sem komst á legg hérlendis upp úr miðri 18. öld. Smiðja hafi því skýra tilvísun í sögu þessa svæðis á liðnum öldum. Mikil og góð þátttaka í nafnakeppninni „Dómnefnd tekur heilshugar undir rökstuðning vinningshafa þar sem segir um Smiðju að hún sé staður „þar sem þekkingin og efniviðurinn koma saman. Þekkingin hamrar á efniviðnum og mótar viðfangsefnið. Í smiðjunni eru öll tæki og tól til að skila góðu dagsverki.“ Nýbygging Alþingis mun meðal annars hýsa fastanefndir þingsins þar sem þekking á málefnasviðum er til staðar. Sú þekking ásamt umsögnum og ábendingum almennings og hagaðila mótar efnivið lagafrumvarpa með tækjum og tólum sérfræðinga til að skila góðu dagsverki landi og lýð til heilla.“ Í tilkynningu segir að góð þátttaka hafi verið í samkeppni um nafn nýbyggingar en 750 einstaklingar hafi sent inn alls 826 tillögur, þar sem hafi verið að finna 502 mismunandi nöfn. Dómnefnd hafi því verið vandi á höndum, enda væru afar margar tillögur góðar og vel rökstuddar, og allir tillöguhöfundar eigi þakkir skildar fyrir framlag sitt til samkeppninnar. Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Leita hugmynda að nafni nýs húsnæðis Alþingis Alþingi hefur boðað til samkeppni um nafn á nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Samkeppnin er opin almenningi og verður tilkynnt um niðurstöðuna á fullveldisdaginn, 1. desember næstkomandi, en ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun á næstu vikum. 18. október 2023 14:51 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Alþingi. Þar segir að dómnefnd, sem skipuð var Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, Líneik Önnu Sævarsdóttur, 2. varaforseta, Andrési Inga Jónssyni, 5. varaforseta, og Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, hafi verið einhuga um niðurstöðuna. Fréttastofa leit nýverið við í nýbyggingunni, sem var teiknuð af Studio Granda, en um er að ræða stærstu framkvæmd Alþingis síðan Alþingishúsið sjálft var reist á árunum 1880 til 1881. Við tilefnið gerði forseti Alþingis grein fyrir vali dómnefndar og sagði meðal annars: „Að mati dómnefndar er nafnið Smiðja bæði stutt og þjált og hefur tengingu við starfsemi fyrri alda á Alþingisreitnum, sem og fyrirhugaða starfsemi í húsinu. Þá kallast Smiðja vel á við Skála en bæði heitin hafa augljósa skírskotun í húsakost fyrri alda. Við fornleifarannsóknir á Alþingisreit á árunum 2008–2010 og 2012–2013 komu í ljós mannvistarleifar frá upphafi Íslandsbyggðar til nútíma.“ Meðal þess sem fannst hafi verið ummerki járnvinnslu og smiðju samkvæmt upplýsingum frá Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, sem stýrði rannsóknum. Einnig hafi komið í ljós við fornleifauppgröft á horni Kirkjustrætis og Tjarnargötu leifar af smiðju Innréttinganna; fyrsta iðnfyrirtækis sem komst á legg hérlendis upp úr miðri 18. öld. Smiðja hafi því skýra tilvísun í sögu þessa svæðis á liðnum öldum. Mikil og góð þátttaka í nafnakeppninni „Dómnefnd tekur heilshugar undir rökstuðning vinningshafa þar sem segir um Smiðju að hún sé staður „þar sem þekkingin og efniviðurinn koma saman. Þekkingin hamrar á efniviðnum og mótar viðfangsefnið. Í smiðjunni eru öll tæki og tól til að skila góðu dagsverki.“ Nýbygging Alþingis mun meðal annars hýsa fastanefndir þingsins þar sem þekking á málefnasviðum er til staðar. Sú þekking ásamt umsögnum og ábendingum almennings og hagaðila mótar efnivið lagafrumvarpa með tækjum og tólum sérfræðinga til að skila góðu dagsverki landi og lýð til heilla.“ Í tilkynningu segir að góð þátttaka hafi verið í samkeppni um nafn nýbyggingar en 750 einstaklingar hafi sent inn alls 826 tillögur, þar sem hafi verið að finna 502 mismunandi nöfn. Dómnefnd hafi því verið vandi á höndum, enda væru afar margar tillögur góðar og vel rökstuddar, og allir tillöguhöfundar eigi þakkir skildar fyrir framlag sitt til samkeppninnar.
Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Leita hugmynda að nafni nýs húsnæðis Alþingis Alþingi hefur boðað til samkeppni um nafn á nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Samkeppnin er opin almenningi og verður tilkynnt um niðurstöðuna á fullveldisdaginn, 1. desember næstkomandi, en ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun á næstu vikum. 18. október 2023 14:51 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Sjá meira
Leita hugmynda að nafni nýs húsnæðis Alþingis Alþingi hefur boðað til samkeppni um nafn á nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Samkeppnin er opin almenningi og verður tilkynnt um niðurstöðuna á fullveldisdaginn, 1. desember næstkomandi, en ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun á næstu vikum. 18. október 2023 14:51