Komu höndum yfir ætlanir Hamas fyrir ári Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2023 14:33 Áætlað er að um þrjú þúsund manns hafi tekið þátt í árásum Hamas þann 7. október. Ísraelar voru sannfærðir um að leiðtogar samtakanna hefðu ekki getu né vilja til að gera þessar árásir. Ísraelskir embættismenn komu höndum yfir árásaráætlanir Hamas fyrir árásirnar þann 7. október fyrir meira en ári síðan. Áætlunin var þó flokkuð sem óraunhæf, miðað við getu Hamas, og hunsuð. Áætlunin, sem fékk heitið „Jericho Wall“ hjá yfirvöldum í Ísrael lýsti, samkvæmt blaðamönnum New York Times sem hafa séð hana, nákvæmlega hvernig árásir Hamas-liða voru gerðar í október og leiddu til dauða um 1.200 manns. Í umræddu skjali, sem telur fjörutíu blaðsíður, er lýst hvernig hægt væri að brjóta leið gegnum varnir Ísraela kringum Gasaströndina í skyndiáhlaupi, taka stjórn á ísraelskum borgum og gera áhlaup á mikilvægar herstöðvar Ísraelshers á svæðinu. Í grein NYT segir að Hamas-liðar hafi fylgt þessari áætlun eftir þann 7. október. Árásirnar hafi byrjað á umfangsmiklum eldflaugaárásum á Ísrael, svo hermenn leituðu skjóls í byrgjum, og drónaárásum á varðstöðvar á landamærunum sem ætlað var að granda öryggismyndavélum og fjarstýrðum vélbyssum. Eftir það segir áætlunin að vígamenn eigi að streyma inn í Ísrael í gegnum göt á landamæragirðingunum, á svifdrekum mótorhjólum og annarskonar farartækjum. Þetta gerðist allt þann 7. október en talið er að um þrjú þúsund manns hafi tekið þátt í árásunum. Óljóst er hve margir þeirra voru meðlimir Hamas eða annarra vígahópa. Blaðamenn NYT segja að skjalið innihaldi upplýsingar um varnir Ísraela á svæðinu, mikilvæga innviði og aðrar viðkvæmar upplýsingar. Það veki spurningar um hvernig leiðtogar Hamas-öfluðu þessara upplýsingar og hvort einhverju hafi verið lekið til þeirra. Skjalinu var dreift milli leiðtoga í ísraelska hernum og innan leyniþjónusta landsins. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að Hamas hefði ekki burði til að gera árásir sem þessar. Í grein NYT segir að óljóst sé hvort Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og aðrir af æðstu leiðtogum ríkisins hafi séð skjalið. Varaði við æfingu Hamas Í sumar varaði reyndur greinandi í einni af leyniþjónustum Ísrael við því að Hamas-liðar virtust hafa gert umfangsmikla æfingu sem líktist áætlunum í umræddu skjali. Æfingin hefði tekið heilan dag og verið í samræmi við Jericho Wall. „Þetta er áætlun um að hefja stríð. Ekki til að ráðast á eitt þorp.“ Þessi viðvörun greinandans var einnig hunsuð. Í einrúmi segja embættismenn að hefði verið brugðist við viðvöruninni og áðurnefndu skjali og hefði herinn sent liðsauka til suðurs, hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir árásina. Innan stjórnkerfis Ísrael ríkti sú staðfasta trú að leiðtogar Hamas hefðu hvorki getu né vilja til að gera árásir eins og þær sem gerðar voru í október. Þessi trú hefði verið svo rótgróin að vísbendingar um annað hefðu verið hunsaðar. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Vopnahlé runnið út í sandinn á Gasa Friðurinn á Gasa er úti eftir að ísraelsher gerði loftárásir á Rafah borg í suðurhluta Gasa strandarinnar í morgun. 1. desember 2023 06:44 Mannskæð skotárás í Jerúsalem Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum. 30. nóvember 2023 23:03 Þrír ísraelskir gíslar taldir af eftir sprengingar Ísraelshers Samningaviðræður Ísraels og Hamas um framlengingu vopnahlés leystust upp í dag þegar Hamas tilkynnti að fjölskylda ísraelskra gísla hafi látið lífið í sprengingu Ísraelshers á Gasaströndina í morgun. Tíu mánaða barn sé þar á meðal. 29. nóvember 2023 18:36 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Áætlunin, sem fékk heitið „Jericho Wall“ hjá yfirvöldum í Ísrael lýsti, samkvæmt blaðamönnum New York Times sem hafa séð hana, nákvæmlega hvernig árásir Hamas-liða voru gerðar í október og leiddu til dauða um 1.200 manns. Í umræddu skjali, sem telur fjörutíu blaðsíður, er lýst hvernig hægt væri að brjóta leið gegnum varnir Ísraela kringum Gasaströndina í skyndiáhlaupi, taka stjórn á ísraelskum borgum og gera áhlaup á mikilvægar herstöðvar Ísraelshers á svæðinu. Í grein NYT segir að Hamas-liðar hafi fylgt þessari áætlun eftir þann 7. október. Árásirnar hafi byrjað á umfangsmiklum eldflaugaárásum á Ísrael, svo hermenn leituðu skjóls í byrgjum, og drónaárásum á varðstöðvar á landamærunum sem ætlað var að granda öryggismyndavélum og fjarstýrðum vélbyssum. Eftir það segir áætlunin að vígamenn eigi að streyma inn í Ísrael í gegnum göt á landamæragirðingunum, á svifdrekum mótorhjólum og annarskonar farartækjum. Þetta gerðist allt þann 7. október en talið er að um þrjú þúsund manns hafi tekið þátt í árásunum. Óljóst er hve margir þeirra voru meðlimir Hamas eða annarra vígahópa. Blaðamenn NYT segja að skjalið innihaldi upplýsingar um varnir Ísraela á svæðinu, mikilvæga innviði og aðrar viðkvæmar upplýsingar. Það veki spurningar um hvernig leiðtogar Hamas-öfluðu þessara upplýsingar og hvort einhverju hafi verið lekið til þeirra. Skjalinu var dreift milli leiðtoga í ísraelska hernum og innan leyniþjónusta landsins. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að Hamas hefði ekki burði til að gera árásir sem þessar. Í grein NYT segir að óljóst sé hvort Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og aðrir af æðstu leiðtogum ríkisins hafi séð skjalið. Varaði við æfingu Hamas Í sumar varaði reyndur greinandi í einni af leyniþjónustum Ísrael við því að Hamas-liðar virtust hafa gert umfangsmikla æfingu sem líktist áætlunum í umræddu skjali. Æfingin hefði tekið heilan dag og verið í samræmi við Jericho Wall. „Þetta er áætlun um að hefja stríð. Ekki til að ráðast á eitt þorp.“ Þessi viðvörun greinandans var einnig hunsuð. Í einrúmi segja embættismenn að hefði verið brugðist við viðvöruninni og áðurnefndu skjali og hefði herinn sent liðsauka til suðurs, hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir árásina. Innan stjórnkerfis Ísrael ríkti sú staðfasta trú að leiðtogar Hamas hefðu hvorki getu né vilja til að gera árásir eins og þær sem gerðar voru í október. Þessi trú hefði verið svo rótgróin að vísbendingar um annað hefðu verið hunsaðar.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Vopnahlé runnið út í sandinn á Gasa Friðurinn á Gasa er úti eftir að ísraelsher gerði loftárásir á Rafah borg í suðurhluta Gasa strandarinnar í morgun. 1. desember 2023 06:44 Mannskæð skotárás í Jerúsalem Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum. 30. nóvember 2023 23:03 Þrír ísraelskir gíslar taldir af eftir sprengingar Ísraelshers Samningaviðræður Ísraels og Hamas um framlengingu vopnahlés leystust upp í dag þegar Hamas tilkynnti að fjölskylda ísraelskra gísla hafi látið lífið í sprengingu Ísraelshers á Gasaströndina í morgun. Tíu mánaða barn sé þar á meðal. 29. nóvember 2023 18:36 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Vopnahlé runnið út í sandinn á Gasa Friðurinn á Gasa er úti eftir að ísraelsher gerði loftárásir á Rafah borg í suðurhluta Gasa strandarinnar í morgun. 1. desember 2023 06:44
Mannskæð skotárás í Jerúsalem Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum. 30. nóvember 2023 23:03
Þrír ísraelskir gíslar taldir af eftir sprengingar Ísraelshers Samningaviðræður Ísraels og Hamas um framlengingu vopnahlés leystust upp í dag þegar Hamas tilkynnti að fjölskylda ísraelskra gísla hafi látið lífið í sprengingu Ísraelshers á Gasaströndina í morgun. Tíu mánaða barn sé þar á meðal. 29. nóvember 2023 18:36