Mannskæð skotárás í Jerúsalem Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. nóvember 2023 23:03 Þrír eru látnir og fjölmargir særðir eftir skotárás Hamas-liða í Jerúsalemborg í dag. EPA/Abir Sultan Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum. Myndefni frá vettvangi sýnir árásarmennina stíga út úr bifreið á hraðbraut og skjóta inn í mannmergðina með riffli og skammbyssu. Hermenn og einn óbreyttur borgari sem voru á svæðinu þegar skothríðin hófst skutu árásarmennina til bana stuttu seinna. Lögregluyfirvöld segja að mennirnir hafi komið úr Austur-Jerúsalem sem er um þessar mundir hernumin af Ísraelsher. Vopnahlé er á átökum Hamas og Ísrael og óljóst er hve lengi það mun vara. Ísraelsk yfirvöld hafa þó sagt að Ísraelsher myndi halda áfram aðgerðum sínum að hléinu loknu en yfirlýst markmið stjórnvalda eru að útrýma Hamas. Mennirnir úr röðum Hamas Hamas lýstu því yfir að árásarmennirnir væru úr þeirra röðum og sögðu árásina vera svar við glæpum Ísraela í Gasa og annars staðar. Meira en fimmtán þúsund manns hafa látið lífið í árásum Ísraels á Gasasvæðið, þar á meðal yfir sex þúsund börn, síðan stríð hófst í október. Samkvæmt lögregluyfirvöldum í Ísrael bárust fréttir af skotárás við hraðbrautina milli Tel Avív og Jerúsalem um sexleytið í morgun á íslenskum tíma. „Eðlileg viðbrögð við glæpum Ísraels“ „Bíll kom á vettvang og tveir vopnaðir hryðjuverkamenn sátu í honum. Annar var vopnaður M16-riffli og hinn skammbyssu,“ segir lögreglustjórinn í Jerúsalem Doron Turgeman við fréttamenn BBC á svæðinu. „Þeir hófu skothríð á fólkið sem beið við biðskýlið. Snögg viðbrögð tveggja hermanna og óbreytts borgara, sem voru nálægt, gerðu út um árásarmennna,“ bætti hann við. Mikið magn skotfæra fannst í bíl árásarmannanna. Talsmenn Hamas staðfestu seinna í dag að mennirnir tveir væru úr þeirra röðum og lýstu árasinni sem „eðlilegum viðbrögðum við fordæmalausum glæpum hernáms Ísraels.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Framlengt um sólarhring á síðustu stundu Ísraelsher greindi frá því í morgun að framhald yrði á hléi á átökum á Gasa vegna viðleitni sáttasemjara í málinu til að halda áfram að vinna að lausn gísla í haldi Hamas. 30. nóvember 2023 06:36 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Myndefni frá vettvangi sýnir árásarmennina stíga út úr bifreið á hraðbraut og skjóta inn í mannmergðina með riffli og skammbyssu. Hermenn og einn óbreyttur borgari sem voru á svæðinu þegar skothríðin hófst skutu árásarmennina til bana stuttu seinna. Lögregluyfirvöld segja að mennirnir hafi komið úr Austur-Jerúsalem sem er um þessar mundir hernumin af Ísraelsher. Vopnahlé er á átökum Hamas og Ísrael og óljóst er hve lengi það mun vara. Ísraelsk yfirvöld hafa þó sagt að Ísraelsher myndi halda áfram aðgerðum sínum að hléinu loknu en yfirlýst markmið stjórnvalda eru að útrýma Hamas. Mennirnir úr röðum Hamas Hamas lýstu því yfir að árásarmennirnir væru úr þeirra röðum og sögðu árásina vera svar við glæpum Ísraela í Gasa og annars staðar. Meira en fimmtán þúsund manns hafa látið lífið í árásum Ísraels á Gasasvæðið, þar á meðal yfir sex þúsund börn, síðan stríð hófst í október. Samkvæmt lögregluyfirvöldum í Ísrael bárust fréttir af skotárás við hraðbrautina milli Tel Avív og Jerúsalem um sexleytið í morgun á íslenskum tíma. „Eðlileg viðbrögð við glæpum Ísraels“ „Bíll kom á vettvang og tveir vopnaðir hryðjuverkamenn sátu í honum. Annar var vopnaður M16-riffli og hinn skammbyssu,“ segir lögreglustjórinn í Jerúsalem Doron Turgeman við fréttamenn BBC á svæðinu. „Þeir hófu skothríð á fólkið sem beið við biðskýlið. Snögg viðbrögð tveggja hermanna og óbreytts borgara, sem voru nálægt, gerðu út um árásarmennna,“ bætti hann við. Mikið magn skotfæra fannst í bíl árásarmannanna. Talsmenn Hamas staðfestu seinna í dag að mennirnir tveir væru úr þeirra röðum og lýstu árasinni sem „eðlilegum viðbrögðum við fordæmalausum glæpum hernáms Ísraels.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Framlengt um sólarhring á síðustu stundu Ísraelsher greindi frá því í morgun að framhald yrði á hléi á átökum á Gasa vegna viðleitni sáttasemjara í málinu til að halda áfram að vinna að lausn gísla í haldi Hamas. 30. nóvember 2023 06:36 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Framlengt um sólarhring á síðustu stundu Ísraelsher greindi frá því í morgun að framhald yrði á hléi á átökum á Gasa vegna viðleitni sáttasemjara í málinu til að halda áfram að vinna að lausn gísla í haldi Hamas. 30. nóvember 2023 06:36
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“