Hvernig hefur aukin fræðsla áhrif á ungmenni? Vigdis Kristin Rohleder skrifar 2. desember 2023 09:01 Fræðsla getur þjónað sem öflugt tæki í baráttu gegn ofbeldi, einkum kynbundnu ofbeldi hjá ungmennum. Með aukinni fræðslu er hægt að efla vitund, stuðla að jafnrétti, þróa gagnrýna hugsun og miðla þekkingu og tilheyrandi verkfærum sem þarf til að skapa öruggara samfélag. Fræðsla getur veitt ungmennum þekkingu og upplýsingar um mikilvægi jafnréttis kynjanna þar sem öll kyn njóta góðs af kynjajafnrétti. Skólar geta staðið að herferðum til að hjálpa nemendum að skilja og gera grein fyrir mismunandi tegundum kynbundins ofbeldis. Nemendur sem skilja og skynja valdbeitingu geta betur staðið gegn henni. Fræðsla ýtir undir gagnrýna hugsun sem gerir einstaklingum kleift að efast um samfélagsleg viðmið og ögra skaðlegum viðhorfum sem viðhalda kynbundnu ofbeldi. Gagnrýnin hugsun getur gert nemendum kleift að greina og fyrirbyggja grunnorsakir kynbundins ofbeldis og stuðlað að upplýstara samfélagi þar sem samkennd er ríkjandi. Með aukinni kynfræðslu geta nemendur lært um samþykki og grundvallaratriði heilbrigðra samskipta. Með því að efla jákvæð gildi í samböndum hjálpar fræðsla að skapa menningu sem hafnar neikvæðri hegðun og ýtir undir virðingu og skilning. Með aukinni þjálfun kennara og starfsfólks getum við bætt stuðningsnet þolenda. Með bættum viðbrögðum kennara og starfsmanna þegar tilkynning um ofbeldi á sér stað geta ungmenni frekar treyst á að þau fái þá aðstoð sem þau þurfa. Ungmenni sem fá fræðslu um virðingarfull sambönd eru líklegri til að bera þessi gildi inn í sín fullorðinsár og slíta vítahring ofbeldis sem hefur fylgt kynslóð eftir kynslóð. Með því að kenna ágreinings- og samskiptafærni stuðlar fræðsla að því að skapa samfélag sem metur athafnir án ofbeldis til að leysa deilur. Í samfélaginu í dag eru í gangi ýmis átök og herferðir sem miða að því að binda enda á kyndbundið ofbeldi en til að skilaboðin nái til allra ungmenna þarf að miðla þeim á stærra sviði. Við krefjumst aukinnar fræðslu í skólum, aukinna (virðingarfullra) umræðna og að stofnanir samfélagsins grípi til frekari aðgerða til að binda enda á ofbeldi, einkum kynbundið ofbeldi. Látum fræðslu ekki vera val heldur skyldu til að byggja upp öruggt umhverfi. Með bættri fræðslu getur komandi kynslóð stuðlað að bættu samfélagi. Höfundur er varaforseti ungmennaráðs UN Women á Íslandi. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fræðsla getur þjónað sem öflugt tæki í baráttu gegn ofbeldi, einkum kynbundnu ofbeldi hjá ungmennum. Með aukinni fræðslu er hægt að efla vitund, stuðla að jafnrétti, þróa gagnrýna hugsun og miðla þekkingu og tilheyrandi verkfærum sem þarf til að skapa öruggara samfélag. Fræðsla getur veitt ungmennum þekkingu og upplýsingar um mikilvægi jafnréttis kynjanna þar sem öll kyn njóta góðs af kynjajafnrétti. Skólar geta staðið að herferðum til að hjálpa nemendum að skilja og gera grein fyrir mismunandi tegundum kynbundins ofbeldis. Nemendur sem skilja og skynja valdbeitingu geta betur staðið gegn henni. Fræðsla ýtir undir gagnrýna hugsun sem gerir einstaklingum kleift að efast um samfélagsleg viðmið og ögra skaðlegum viðhorfum sem viðhalda kynbundnu ofbeldi. Gagnrýnin hugsun getur gert nemendum kleift að greina og fyrirbyggja grunnorsakir kynbundins ofbeldis og stuðlað að upplýstara samfélagi þar sem samkennd er ríkjandi. Með aukinni kynfræðslu geta nemendur lært um samþykki og grundvallaratriði heilbrigðra samskipta. Með því að efla jákvæð gildi í samböndum hjálpar fræðsla að skapa menningu sem hafnar neikvæðri hegðun og ýtir undir virðingu og skilning. Með aukinni þjálfun kennara og starfsfólks getum við bætt stuðningsnet þolenda. Með bættum viðbrögðum kennara og starfsmanna þegar tilkynning um ofbeldi á sér stað geta ungmenni frekar treyst á að þau fái þá aðstoð sem þau þurfa. Ungmenni sem fá fræðslu um virðingarfull sambönd eru líklegri til að bera þessi gildi inn í sín fullorðinsár og slíta vítahring ofbeldis sem hefur fylgt kynslóð eftir kynslóð. Með því að kenna ágreinings- og samskiptafærni stuðlar fræðsla að því að skapa samfélag sem metur athafnir án ofbeldis til að leysa deilur. Í samfélaginu í dag eru í gangi ýmis átök og herferðir sem miða að því að binda enda á kyndbundið ofbeldi en til að skilaboðin nái til allra ungmenna þarf að miðla þeim á stærra sviði. Við krefjumst aukinnar fræðslu í skólum, aukinna (virðingarfullra) umræðna og að stofnanir samfélagsins grípi til frekari aðgerða til að binda enda á ofbeldi, einkum kynbundið ofbeldi. Látum fræðslu ekki vera val heldur skyldu til að byggja upp öruggt umhverfi. Með bættri fræðslu getur komandi kynslóð stuðlað að bættu samfélagi. Höfundur er varaforseti ungmennaráðs UN Women á Íslandi. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar