Ný og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar 30. nóvember 2023 08:31 Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á morgun, föstudaginn 1. desember. Dagurinn markar einnig önnur tónlistartengd tímamót því á morgun fær Tónlistarmiðstöð Íslands afhent framtíðarheimili sitt við Austurstræti 5, í miðborg Reykjavíkur. Um áramót tekur Tónlistarmiðstöðin svo formlega til starfa en þar sameinast m.a. starfsemi Útón, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og Tónverkamiðtöðvar Íslands. Með stofnun Tónlistarmiðstöðvar er stigið stórt skref í átt að því að veita listgreininni aukið vægi auk þess að hámarka framgang og sýnileika íslenskrar tónlistar, innan lands sem utan. Tónlistarmiðstöðin mun sinna fræðslu og stuðningi við tónlistarfólk og tónlistartengd fyrirtæki, styðja við uppbyggingu tónlistariðnaðarins, kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk á heimsvísu og verða nútímaleg nótnaveita fyrir notendur íslenskra tónverka. Tónlistarmiðstöð mun jafnframt styðja við uppbyggingu sprotafyrirtækja í tónlist og hlúa að ferlum listafólks. Sérstök áherslaverður verður lögð á að tryggja fjölbreytni og grósku og að starfsumhverfið verði í senn nútímalegt og hvetjandi fyrir íslenskt tónlistarlíf, en hér er um að ræða atvinnugrein sem þúsundir starfa við. Frá því um sl. aldamót, er undirritaður hóf þátttöku í félagsstarfi og hagsmunabaráttu á vettvangi tónlistarinnar, hefur verið barist fyrir því að stofnun sem þessi yrði að veruleika. Það var sá öflugi núverandi Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir sem ákvað að stíga þetta þýðingarmikla skref og sl. vor voru lög um Tónlistarmiðstöð samþykkt og samningur um stofnun hennar undirritaður í ágúst sl. með samhljóma stuðningi ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Jafnframt var þá undirbúin og samþykkt ný tónlistarstefna sem nú hefur tekið gildi. Tónlistarmiðstöð er stofnuð með það að markmiði að verða einn af helstu hornsteinum íslensks tónlistarlífs. Á árunum 2023-2025 er ráðgert að samtals 600 milljónir renni af fjárlögum til stofnunar Tónlistarmiðstöðvar og til eflingar sjóða tónlistarlífsins. Tónlistarmiðstöð er sjálfseignarstofnun sem rekin er á einkaréttarlegum grunni með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð og starfar samkvæmt sérstakri skipulagsskrá sem stjórn setur og staðfestir. Á morgun stígum við inn í nýja og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar, listgreinar sem borið hefur hefur hróður Íslands um víða veröld undanfarna áratugi. Vert er að óska íslensku tónlistarþjóðinni hjartanlega til hamingju með daginn! Höfundur er stjórnarformaður Tónlistarmiðstöðvar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á morgun, föstudaginn 1. desember. Dagurinn markar einnig önnur tónlistartengd tímamót því á morgun fær Tónlistarmiðstöð Íslands afhent framtíðarheimili sitt við Austurstræti 5, í miðborg Reykjavíkur. Um áramót tekur Tónlistarmiðstöðin svo formlega til starfa en þar sameinast m.a. starfsemi Útón, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og Tónverkamiðtöðvar Íslands. Með stofnun Tónlistarmiðstöðvar er stigið stórt skref í átt að því að veita listgreininni aukið vægi auk þess að hámarka framgang og sýnileika íslenskrar tónlistar, innan lands sem utan. Tónlistarmiðstöðin mun sinna fræðslu og stuðningi við tónlistarfólk og tónlistartengd fyrirtæki, styðja við uppbyggingu tónlistariðnaðarins, kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk á heimsvísu og verða nútímaleg nótnaveita fyrir notendur íslenskra tónverka. Tónlistarmiðstöð mun jafnframt styðja við uppbyggingu sprotafyrirtækja í tónlist og hlúa að ferlum listafólks. Sérstök áherslaverður verður lögð á að tryggja fjölbreytni og grósku og að starfsumhverfið verði í senn nútímalegt og hvetjandi fyrir íslenskt tónlistarlíf, en hér er um að ræða atvinnugrein sem þúsundir starfa við. Frá því um sl. aldamót, er undirritaður hóf þátttöku í félagsstarfi og hagsmunabaráttu á vettvangi tónlistarinnar, hefur verið barist fyrir því að stofnun sem þessi yrði að veruleika. Það var sá öflugi núverandi Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir sem ákvað að stíga þetta þýðingarmikla skref og sl. vor voru lög um Tónlistarmiðstöð samþykkt og samningur um stofnun hennar undirritaður í ágúst sl. með samhljóma stuðningi ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Jafnframt var þá undirbúin og samþykkt ný tónlistarstefna sem nú hefur tekið gildi. Tónlistarmiðstöð er stofnuð með það að markmiði að verða einn af helstu hornsteinum íslensks tónlistarlífs. Á árunum 2023-2025 er ráðgert að samtals 600 milljónir renni af fjárlögum til stofnunar Tónlistarmiðstöðvar og til eflingar sjóða tónlistarlífsins. Tónlistarmiðstöð er sjálfseignarstofnun sem rekin er á einkaréttarlegum grunni með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð og starfar samkvæmt sérstakri skipulagsskrá sem stjórn setur og staðfestir. Á morgun stígum við inn í nýja og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar, listgreinar sem borið hefur hefur hróður Íslands um víða veröld undanfarna áratugi. Vert er að óska íslensku tónlistarþjóðinni hjartanlega til hamingju með daginn! Höfundur er stjórnarformaður Tónlistarmiðstöðvar Íslands.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun