Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Lovísa Arnardóttir skrifar 28. nóvember 2023 09:21 Lögreglan lýsti eftir Eddu í vikunni. Framselja á hana til Noregs þar sem hún þarf að svara fyrir þær sakir að hafa flutt syni sína til Íslands. Faðir þeirra hafði þá verið úrskurðuð forsjá þeirra. Forsjárdómurinn kveður á um 16 klukkustunda umgengni Eddu við syni sína á hverju ári. Sú umgengni á að fara fram undir eftirliti. Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu vegna þess að hún vilji að íslensk yfirvöld gæti meðalhófs í afhendingu hennar til norskra yfirvalda. Það segir Edda Björk í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Í Noregi á hún að mæta fyrir dómstóla en barnsfaðir hennar kærði hana til norskra dómstóla þegar hún flutti syni þeirra til Íslands í fyrra þrátt fyrir staðfestan úrskurð um forsjá hans á drengjunum. Úrskurðurinn er frá árinu 2020. Lögregla lýsti eftir Eddu Björk í gær vegna norrænnar handtökuskipunar. Landsréttur staðfesti á föstudag úrskurð héraðsdóms þar sem fallist var á að framselja hana til Noregs. Norsk yfirvöld lýstu því yfir í sumar að þau vildu að hún yrði framseld. Lögmanni ekki tilkynnt um nýja dagsetningu Edda Björk segir í yfirlýsingu sinni að hún vilji ekki láta framselja sig til Noregs fyrr en búið sé að gefa út nýja dagsetningu á þinghöld í dómsmáli sem varða hana. Fram kemur í yfirlýsingunni að lögmanni hennar í Noregi hafi ekki verið tilkynnt um nýja dagsetningu. „Yfirvöldum á Íslandi er í lófa lagt að samþykkja framsal mitt á þeim forsendum að dagsetning réttarhalda liggi fyrir en framselji mig ekki til að sitja í gæsluvarðhaldi í óskilgreindan tíma,“ segir Edda. Á öðrum stað í yfirlýsingunni segir að hún vilji sem íslenskur ríkisborgari fá að njóta vafans „þegar kemur að óljósum framsalsbeiðnum sem engin gögn styðja og eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum.“ Edda Björk segir að hún hafi aldrei ætlað að koma sér undan réttvísinni og alltaf ætlað að mæta fyrir rétt í Noregi. Leigði leiguflugvél Reglulega hefur verið fjallað um mál Eddu Bjarkar og barna hennar í fjölmiðlum. Hún leigði leiguflugvél til að flytja tvo syni sína frá föður þeirra í Noregi til Íslands í mars árið 2022. Frá þeim tíma hafa synir hennar og dætur búið með henni og sambýlismanni hennar á Íslandi. Í október átti að framkvæmda aðfaraaðgerð að beiðni sýslumanns og flytja syni hennar til Noregs en hætt var við aðgerðina eftir þrjár klukkustundir. Fjölmennt lögreglulið var fyrir utan heimili hennar í um þrjár klukkustundir og voru bæði Edda og sambýlismaður hennar handtekin. Edda telur aðgerðir norskra yfirvalda núna tengjast þessum fyrri aðgerðum er varða syni hennar. Landsréttur staðfesti fyrr á árinu úrskurð héraðsdóms um að synir hennar skyldu færðir úr umsjá hennar og til föður síns í Noregi. Edda hefur kært niðurstöðuna til Mannréttindadómstóls Evrópu. Handtökuskipun gefin út í sumar Í yfirlýsingu sinni fer Edda yfir forsögu málsins og segir að fyrst hafi verið gefin út handtökubeiðni á hana í Noregi síðasta sumar þar sem vísað var til þess að hún hefði ekki mætt til réttarhalda yfir henni í ágúst á síðata ári. „Þann 28. júlí eða 12 dögum FYRIR áætlaða aðalmeðferð var óskað eftir því að ég yrði handtekin og framseld,“ segir í yfirlýsingu Eddu. Ekkert í gögnum málsins hafi bent til þess að hún myndi ekki mæta. Lögmaður hennar hafi verið búinn að staðfesta dagsetningarnar við dómstólinn. „Ég fékk því ekki einu sinni tækifæri til að framkvæma þann „glæp“ sem norsk yfirvöld vilja nú láta handtaka mig fyrir og framselja gegn mínum vilja til Noregs til að sitja þar í gæsluvarðhaldi. Norsk yfirvöld hafa enga ástæðu til að ætla að ég muni ekki mæta fyrir réttinn en það hef ég alltaf ætlað mér. Einnig er því haldið fram í beiðninni að ég muni reyna að komast undan afplánun refsidóms sem er alrangt. Ég er að afplána norskan refsidóm með samfélagsþjónustu nú þegar,“ segir Edda Björk. Noregur Fjölskyldumál Lögreglumál Dómsmál Íslendingar erlendis Réttindi barna Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Kölluðu eftir liðsauka einkennisklæddra þegar mannfjölda dreif að Talsmaður Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að fjórir óeinkennisklæddir lögregluþjónar hafi verið sendir á vettvang þar sem sækja átti þrjá drengi, sem senda átti til Noregs, í gærkvöldi. 26. október 2023 15:53 Flutningi þriggja íslenskra drengja til Noregs frestað Flytja átti þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi í kvöld. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Fjölmennt lögreglulið var á vettvangi í kvöld á vegum sýslumanns og nokkuð umstang. Móðir drengjanna var handtekin en síðar sleppt og aðgerðinni frestað. 25. október 2023 20:11 Norsk yfirvöld krefjast handtöku og framsals Eddu Bjarkar Norsk yfirvöld hafa krafist þess að Edda Björk Arnardóttir, sem hefur staðið í forræðisdeilu þar í landi, verði handtekin af íslenskri lögreglu og framseld til Noregs til að vera viðstödd réttarhöld í málinu. 26. júlí 2023 06:42 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu vegna þess að hún vilji að íslensk yfirvöld gæti meðalhófs í afhendingu hennar til norskra yfirvalda. Það segir Edda Björk í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Í Noregi á hún að mæta fyrir dómstóla en barnsfaðir hennar kærði hana til norskra dómstóla þegar hún flutti syni þeirra til Íslands í fyrra þrátt fyrir staðfestan úrskurð um forsjá hans á drengjunum. Úrskurðurinn er frá árinu 2020. Lögregla lýsti eftir Eddu Björk í gær vegna norrænnar handtökuskipunar. Landsréttur staðfesti á föstudag úrskurð héraðsdóms þar sem fallist var á að framselja hana til Noregs. Norsk yfirvöld lýstu því yfir í sumar að þau vildu að hún yrði framseld. Lögmanni ekki tilkynnt um nýja dagsetningu Edda Björk segir í yfirlýsingu sinni að hún vilji ekki láta framselja sig til Noregs fyrr en búið sé að gefa út nýja dagsetningu á þinghöld í dómsmáli sem varða hana. Fram kemur í yfirlýsingunni að lögmanni hennar í Noregi hafi ekki verið tilkynnt um nýja dagsetningu. „Yfirvöldum á Íslandi er í lófa lagt að samþykkja framsal mitt á þeim forsendum að dagsetning réttarhalda liggi fyrir en framselji mig ekki til að sitja í gæsluvarðhaldi í óskilgreindan tíma,“ segir Edda. Á öðrum stað í yfirlýsingunni segir að hún vilji sem íslenskur ríkisborgari fá að njóta vafans „þegar kemur að óljósum framsalsbeiðnum sem engin gögn styðja og eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum.“ Edda Björk segir að hún hafi aldrei ætlað að koma sér undan réttvísinni og alltaf ætlað að mæta fyrir rétt í Noregi. Leigði leiguflugvél Reglulega hefur verið fjallað um mál Eddu Bjarkar og barna hennar í fjölmiðlum. Hún leigði leiguflugvél til að flytja tvo syni sína frá föður þeirra í Noregi til Íslands í mars árið 2022. Frá þeim tíma hafa synir hennar og dætur búið með henni og sambýlismanni hennar á Íslandi. Í október átti að framkvæmda aðfaraaðgerð að beiðni sýslumanns og flytja syni hennar til Noregs en hætt var við aðgerðina eftir þrjár klukkustundir. Fjölmennt lögreglulið var fyrir utan heimili hennar í um þrjár klukkustundir og voru bæði Edda og sambýlismaður hennar handtekin. Edda telur aðgerðir norskra yfirvalda núna tengjast þessum fyrri aðgerðum er varða syni hennar. Landsréttur staðfesti fyrr á árinu úrskurð héraðsdóms um að synir hennar skyldu færðir úr umsjá hennar og til föður síns í Noregi. Edda hefur kært niðurstöðuna til Mannréttindadómstóls Evrópu. Handtökuskipun gefin út í sumar Í yfirlýsingu sinni fer Edda yfir forsögu málsins og segir að fyrst hafi verið gefin út handtökubeiðni á hana í Noregi síðasta sumar þar sem vísað var til þess að hún hefði ekki mætt til réttarhalda yfir henni í ágúst á síðata ári. „Þann 28. júlí eða 12 dögum FYRIR áætlaða aðalmeðferð var óskað eftir því að ég yrði handtekin og framseld,“ segir í yfirlýsingu Eddu. Ekkert í gögnum málsins hafi bent til þess að hún myndi ekki mæta. Lögmaður hennar hafi verið búinn að staðfesta dagsetningarnar við dómstólinn. „Ég fékk því ekki einu sinni tækifæri til að framkvæma þann „glæp“ sem norsk yfirvöld vilja nú láta handtaka mig fyrir og framselja gegn mínum vilja til Noregs til að sitja þar í gæsluvarðhaldi. Norsk yfirvöld hafa enga ástæðu til að ætla að ég muni ekki mæta fyrir réttinn en það hef ég alltaf ætlað mér. Einnig er því haldið fram í beiðninni að ég muni reyna að komast undan afplánun refsidóms sem er alrangt. Ég er að afplána norskan refsidóm með samfélagsþjónustu nú þegar,“ segir Edda Björk.
Noregur Fjölskyldumál Lögreglumál Dómsmál Íslendingar erlendis Réttindi barna Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Kölluðu eftir liðsauka einkennisklæddra þegar mannfjölda dreif að Talsmaður Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að fjórir óeinkennisklæddir lögregluþjónar hafi verið sendir á vettvang þar sem sækja átti þrjá drengi, sem senda átti til Noregs, í gærkvöldi. 26. október 2023 15:53 Flutningi þriggja íslenskra drengja til Noregs frestað Flytja átti þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi í kvöld. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Fjölmennt lögreglulið var á vettvangi í kvöld á vegum sýslumanns og nokkuð umstang. Móðir drengjanna var handtekin en síðar sleppt og aðgerðinni frestað. 25. október 2023 20:11 Norsk yfirvöld krefjast handtöku og framsals Eddu Bjarkar Norsk yfirvöld hafa krafist þess að Edda Björk Arnardóttir, sem hefur staðið í forræðisdeilu þar í landi, verði handtekin af íslenskri lögreglu og framseld til Noregs til að vera viðstödd réttarhöld í málinu. 26. júlí 2023 06:42 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Kölluðu eftir liðsauka einkennisklæddra þegar mannfjölda dreif að Talsmaður Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að fjórir óeinkennisklæddir lögregluþjónar hafi verið sendir á vettvang þar sem sækja átti þrjá drengi, sem senda átti til Noregs, í gærkvöldi. 26. október 2023 15:53
Flutningi þriggja íslenskra drengja til Noregs frestað Flytja átti þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi í kvöld. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Fjölmennt lögreglulið var á vettvangi í kvöld á vegum sýslumanns og nokkuð umstang. Móðir drengjanna var handtekin en síðar sleppt og aðgerðinni frestað. 25. október 2023 20:11
Norsk yfirvöld krefjast handtöku og framsals Eddu Bjarkar Norsk yfirvöld hafa krafist þess að Edda Björk Arnardóttir, sem hefur staðið í forræðisdeilu þar í landi, verði handtekin af íslenskri lögreglu og framseld til Noregs til að vera viðstödd réttarhöld í málinu. 26. júlí 2023 06:42