Musk fundar um gyðingaandúð með ráðamönnum í Ísrael Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. nóvember 2023 08:20 Elon Musk fer ótroðnar slóðir og hefur gaman að því að storka mönnum og ögra. AP/Kirsty Wigglesworth Frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk mun funda í dag með Isaac Herzog, forseta Ísrael, og aðstandendum hverra ástvinir eru og hafa verið í haldi Hamas. Fjöldi mannréttindasamtaka hefur sakað Musk um að ýta undir gyðingaandúð á samskiptamiðlinum X/Twitter, sem mógúllinn á og stjórnar. Skrifstofa Herzog tilkynnti um fundinn í gærkvöldi og sagði forsetann munu leggja áherslu á þörfina á því að berjast gegn gyðingaandúð á netinu. Samkvæmt Guardian hefur Musk ekki tjáð sig um fundinn en miðlar í Ísrael greina frá því að hann muni einnig funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Netanyahu og Musk funduðu síðast í september, þar sem ráðherrann hvatti Musk til að leita jafnvægis á milli málfrelsisins og hatursorðræðu. Musk svaraði á þann veg að hann væri á móti gyðingaandúð og öllu sem ýtti undir hatur og átök. Ekki eru allir á einu máli um að framganga Musk endurspegli þetta viðhorf en hann hefur ítrekað ögrað og storkað mönnum með færslum á X/Twitter. Þá eru tæpar tvær vikur liðnar frá því að Musk tók undir færslu þar sem því var haldið fram að gyðingar væru að ýta undir hatur gegn hvítu fólki. Musk hefur komið sér í nokkur vandræði með tístum sínum en fyrirtæki á borð við Walt Disney, Warner Bros Discovery og Comcast, eigandi NBCUniversal, hafa hætt að auglýsa á X/Twitter. Árásir og ógnanir gegn gyðingum hafa aukist til muna í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum í kjölfar átakanna á Gasa. X (Twitter) Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Elon Musk Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Fjöldi mannréttindasamtaka hefur sakað Musk um að ýta undir gyðingaandúð á samskiptamiðlinum X/Twitter, sem mógúllinn á og stjórnar. Skrifstofa Herzog tilkynnti um fundinn í gærkvöldi og sagði forsetann munu leggja áherslu á þörfina á því að berjast gegn gyðingaandúð á netinu. Samkvæmt Guardian hefur Musk ekki tjáð sig um fundinn en miðlar í Ísrael greina frá því að hann muni einnig funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Netanyahu og Musk funduðu síðast í september, þar sem ráðherrann hvatti Musk til að leita jafnvægis á milli málfrelsisins og hatursorðræðu. Musk svaraði á þann veg að hann væri á móti gyðingaandúð og öllu sem ýtti undir hatur og átök. Ekki eru allir á einu máli um að framganga Musk endurspegli þetta viðhorf en hann hefur ítrekað ögrað og storkað mönnum með færslum á X/Twitter. Þá eru tæpar tvær vikur liðnar frá því að Musk tók undir færslu þar sem því var haldið fram að gyðingar væru að ýta undir hatur gegn hvítu fólki. Musk hefur komið sér í nokkur vandræði með tístum sínum en fyrirtæki á borð við Walt Disney, Warner Bros Discovery og Comcast, eigandi NBCUniversal, hafa hætt að auglýsa á X/Twitter. Árásir og ógnanir gegn gyðingum hafa aukist til muna í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum í kjölfar átakanna á Gasa.
X (Twitter) Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Elon Musk Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira