Erlent

Mögu­legt að hléið verði fram­lengt gegn lausn fleiri gísla

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ísraelar fagna er þyrla með gísla innanborðs lendir á Schneider barnasjúkrahúsinu í Petah Tikva í Ísrael.
Ísraelar fagna er þyrla með gísla innanborðs lendir á Schneider barnasjúkrahúsinu í Petah Tikva í Ísrael. AP/Leo Correa

Nú þegar sólarhringur er eftir af umsömdu vopnahléi á Gasa ströndinni eykst þrýstingur á Ísraela að hléið verði framlengt.

Hamas samtökin hafa þegar sagt að vilji sé til að framlengja og Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að markmiðið sé að lengja tímann, til þess að hægt verði að frelsa fleiri gísla og koma hjálpargögnum inn á Gasa. 

Frá því á föstudag hefur tugum gísla verið sleppt og um hundrað Palestínumönnum einnig verið sleppt úr fangelsum í Ísrael. Hjálpargögn hafa einnig streymt inn á svæðið. 

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist hafa tjáð Biden að hann myndi samþykkja áframhaldandi vopnahlé, ef það þýddi að á hverjum degi yrði tíu ísraelskum gíslum sleppt líkt og var raunar samið um í upphafi. 

Hann ítrekaði þó að um leið og hléið rennur sitt skeið þá muni hernaðaraðgerðir Ísraela á Gasa hefjast á nýjan leik með fullum þunga. 

Á meðal gísla sem sleppt var í gær var Abigail Edan, en foreldrar hennar voru bæði myrt í árás Hamas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×