„Þetta er bara rétt að byrja“ Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 24. nóvember 2023 20:05 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu. vísir/vilhelm Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. Fjórir voru handteknir í tengslum við hnífaárás sem framin var snemma í morgun í Grafarholti í Reykjavík. Árásin er talin tengjast annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. Hvorugur mannanna er í lífshættu en ljóst er að báðar árásir voru mjög alvarlegar. Sá sem varð fyrir árásinni á Litla-Hrauni var stunginn ítrekað og gekkst undir aðgerð við komu á sjúkrahús. Minna er vitað um líðan mannsins sem varð fyrir árásinni í Grafarholti í morgun. Búist er við ákvörðun lögreglu um gæsluvarðhaldskröfu yfir hinum handteknu í kvöld. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann sagði að ljóst væri að nýr veruleiki væri runninn upp í fangelsismálum. „Þetta kemur okkur ekki á óvart, almennt séð. En þó þetta komi okkur ekki á óvart þá bregður okkur alltaf þegar svona hlutir gerast. Ég held að það sé alveg ljóst að það þarf að kanna hvað fór úrskeiðis, hvað hefði átt að gera og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona eigi sér stað,“ segir Guðmundur. „Rétt að byrja“ Til stendur að byggja nýtt fangelsi á Litla-Hrauni til að bæta öryggi fanga og starfsfólks. Guðmundur segir ýmislegt hægt að gera til bóta, áður en nýtt fangelsi rís. „Við getum farið í vinnu við ný lög um fullnustu [refsinga], það er eitthvað sem var gefið út fyrir mörgum vikum en það hefur ekkert gerst í því enn þá. Ég tel að dómsmálaráðherra hafi gert alveg rétt í að hætta við breytingar á Litla-Hrauni og byggja nýtt. Við þurfum að fara í það miklu fyrr, það er sá veruleiki sem við búum við. Þessir hlutir sem hafa verið að gerast eru hlutir sem við höfum varað við.“ Spurður hvort það megi búast við fleiri sambærilegum atvikum segir Guðmundur: „Við höfum sloppið mjög vel síðustu ár. Þannig ég er alveg viss um að þetta sé bara rétt að byrja. Við þurfum að skoða hverjir það eru sem eru að fara í fangelsi. Eiga sjúklingar að vera í fangelsum? Er fangelsi betri heilbrigðisstofnun en aðrar heilbrigðisstofnanir?“ segir Guðmundur að lokum. Varað við torginu Vísir fjallaði um það fyrr í dag að árásin á Litla-Hrauni hafi átt sér stað á alræmdu torgi fangelsisins, sem fangelsismálayfirvöld hafa gert grein fyrir árum saman. Fjallað var um torgið í kvöldfréttum fyrr á þessu ári. „Þetta er staðurinn þar sem allir fangar geta hist,“ sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri. „Þetta torg er staðurinn sem er hættulegastur, þannig að það komi til árekstra. Það gerist reglulega.“ Heimildir fréttastofu herma að árásármaðurinn á Litla hrauni sé Ingólfur Kjartansson, rúmlega tvítugur maður sem hlaut átta ára fangelsisdóm í lok síðasta árs vegna skotárásar í miðbæ Reykjavíkur. Fangelsismál Lögreglumál Reykjavík Árborg Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við líkamsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Í einu tilvikinu voru fjórir handteknir og málið í rannsókn fram eftir kvöldi og nóttu. Kært fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna, segir í yfirliti lögreglu. 13. júní 2023 06:38 Fjórir handteknir í tengslum við hnífaárás Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við hnífaárás í Reykjavík í nótt. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri árás á Litla hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. 24. nóvember 2023 11:32 Hnífstunguárás í nótt sögð tengjast árásinni á Litla-Hrauni Hnífstunguárás sem framin var í nótt tengist annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Eggvopni var sömuleiðis beitt í árásinni á Litla-Hrauni og sú árás er sögð tengjast skotárásinni í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. 24. nóvember 2023 09:21 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Fjórir voru handteknir í tengslum við hnífaárás sem framin var snemma í morgun í Grafarholti í Reykjavík. Árásin er talin tengjast annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. Hvorugur mannanna er í lífshættu en ljóst er að báðar árásir voru mjög alvarlegar. Sá sem varð fyrir árásinni á Litla-Hrauni var stunginn ítrekað og gekkst undir aðgerð við komu á sjúkrahús. Minna er vitað um líðan mannsins sem varð fyrir árásinni í Grafarholti í morgun. Búist er við ákvörðun lögreglu um gæsluvarðhaldskröfu yfir hinum handteknu í kvöld. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann sagði að ljóst væri að nýr veruleiki væri runninn upp í fangelsismálum. „Þetta kemur okkur ekki á óvart, almennt séð. En þó þetta komi okkur ekki á óvart þá bregður okkur alltaf þegar svona hlutir gerast. Ég held að það sé alveg ljóst að það þarf að kanna hvað fór úrskeiðis, hvað hefði átt að gera og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona eigi sér stað,“ segir Guðmundur. „Rétt að byrja“ Til stendur að byggja nýtt fangelsi á Litla-Hrauni til að bæta öryggi fanga og starfsfólks. Guðmundur segir ýmislegt hægt að gera til bóta, áður en nýtt fangelsi rís. „Við getum farið í vinnu við ný lög um fullnustu [refsinga], það er eitthvað sem var gefið út fyrir mörgum vikum en það hefur ekkert gerst í því enn þá. Ég tel að dómsmálaráðherra hafi gert alveg rétt í að hætta við breytingar á Litla-Hrauni og byggja nýtt. Við þurfum að fara í það miklu fyrr, það er sá veruleiki sem við búum við. Þessir hlutir sem hafa verið að gerast eru hlutir sem við höfum varað við.“ Spurður hvort það megi búast við fleiri sambærilegum atvikum segir Guðmundur: „Við höfum sloppið mjög vel síðustu ár. Þannig ég er alveg viss um að þetta sé bara rétt að byrja. Við þurfum að skoða hverjir það eru sem eru að fara í fangelsi. Eiga sjúklingar að vera í fangelsum? Er fangelsi betri heilbrigðisstofnun en aðrar heilbrigðisstofnanir?“ segir Guðmundur að lokum. Varað við torginu Vísir fjallaði um það fyrr í dag að árásin á Litla-Hrauni hafi átt sér stað á alræmdu torgi fangelsisins, sem fangelsismálayfirvöld hafa gert grein fyrir árum saman. Fjallað var um torgið í kvöldfréttum fyrr á þessu ári. „Þetta er staðurinn þar sem allir fangar geta hist,“ sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri. „Þetta torg er staðurinn sem er hættulegastur, þannig að það komi til árekstra. Það gerist reglulega.“ Heimildir fréttastofu herma að árásármaðurinn á Litla hrauni sé Ingólfur Kjartansson, rúmlega tvítugur maður sem hlaut átta ára fangelsisdóm í lok síðasta árs vegna skotárásar í miðbæ Reykjavíkur.
Fangelsismál Lögreglumál Reykjavík Árborg Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við líkamsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Í einu tilvikinu voru fjórir handteknir og málið í rannsókn fram eftir kvöldi og nóttu. Kært fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna, segir í yfirliti lögreglu. 13. júní 2023 06:38 Fjórir handteknir í tengslum við hnífaárás Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við hnífaárás í Reykjavík í nótt. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri árás á Litla hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. 24. nóvember 2023 11:32 Hnífstunguárás í nótt sögð tengjast árásinni á Litla-Hrauni Hnífstunguárás sem framin var í nótt tengist annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Eggvopni var sömuleiðis beitt í árásinni á Litla-Hrauni og sú árás er sögð tengjast skotárásinni í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. 24. nóvember 2023 09:21 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Fjórir handteknir í tengslum við líkamsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Í einu tilvikinu voru fjórir handteknir og málið í rannsókn fram eftir kvöldi og nóttu. Kært fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna, segir í yfirliti lögreglu. 13. júní 2023 06:38
Fjórir handteknir í tengslum við hnífaárás Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við hnífaárás í Reykjavík í nótt. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri árás á Litla hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. 24. nóvember 2023 11:32
Hnífstunguárás í nótt sögð tengjast árásinni á Litla-Hrauni Hnífstunguárás sem framin var í nótt tengist annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Eggvopni var sömuleiðis beitt í árásinni á Litla-Hrauni og sú árás er sögð tengjast skotárásinni í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. 24. nóvember 2023 09:21