„Þetta er bara rétt að byrja“ Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 24. nóvember 2023 20:05 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu. vísir/vilhelm Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. Fjórir voru handteknir í tengslum við hnífaárás sem framin var snemma í morgun í Grafarholti í Reykjavík. Árásin er talin tengjast annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. Hvorugur mannanna er í lífshættu en ljóst er að báðar árásir voru mjög alvarlegar. Sá sem varð fyrir árásinni á Litla-Hrauni var stunginn ítrekað og gekkst undir aðgerð við komu á sjúkrahús. Minna er vitað um líðan mannsins sem varð fyrir árásinni í Grafarholti í morgun. Búist er við ákvörðun lögreglu um gæsluvarðhaldskröfu yfir hinum handteknu í kvöld. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann sagði að ljóst væri að nýr veruleiki væri runninn upp í fangelsismálum. „Þetta kemur okkur ekki á óvart, almennt séð. En þó þetta komi okkur ekki á óvart þá bregður okkur alltaf þegar svona hlutir gerast. Ég held að það sé alveg ljóst að það þarf að kanna hvað fór úrskeiðis, hvað hefði átt að gera og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona eigi sér stað,“ segir Guðmundur. „Rétt að byrja“ Til stendur að byggja nýtt fangelsi á Litla-Hrauni til að bæta öryggi fanga og starfsfólks. Guðmundur segir ýmislegt hægt að gera til bóta, áður en nýtt fangelsi rís. „Við getum farið í vinnu við ný lög um fullnustu [refsinga], það er eitthvað sem var gefið út fyrir mörgum vikum en það hefur ekkert gerst í því enn þá. Ég tel að dómsmálaráðherra hafi gert alveg rétt í að hætta við breytingar á Litla-Hrauni og byggja nýtt. Við þurfum að fara í það miklu fyrr, það er sá veruleiki sem við búum við. Þessir hlutir sem hafa verið að gerast eru hlutir sem við höfum varað við.“ Spurður hvort það megi búast við fleiri sambærilegum atvikum segir Guðmundur: „Við höfum sloppið mjög vel síðustu ár. Þannig ég er alveg viss um að þetta sé bara rétt að byrja. Við þurfum að skoða hverjir það eru sem eru að fara í fangelsi. Eiga sjúklingar að vera í fangelsum? Er fangelsi betri heilbrigðisstofnun en aðrar heilbrigðisstofnanir?“ segir Guðmundur að lokum. Varað við torginu Vísir fjallaði um það fyrr í dag að árásin á Litla-Hrauni hafi átt sér stað á alræmdu torgi fangelsisins, sem fangelsismálayfirvöld hafa gert grein fyrir árum saman. Fjallað var um torgið í kvöldfréttum fyrr á þessu ári. „Þetta er staðurinn þar sem allir fangar geta hist,“ sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri. „Þetta torg er staðurinn sem er hættulegastur, þannig að það komi til árekstra. Það gerist reglulega.“ Heimildir fréttastofu herma að árásármaðurinn á Litla hrauni sé Ingólfur Kjartansson, rúmlega tvítugur maður sem hlaut átta ára fangelsisdóm í lok síðasta árs vegna skotárásar í miðbæ Reykjavíkur. Fangelsismál Lögreglumál Reykjavík Árborg Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við líkamsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Í einu tilvikinu voru fjórir handteknir og málið í rannsókn fram eftir kvöldi og nóttu. Kært fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna, segir í yfirliti lögreglu. 13. júní 2023 06:38 Fjórir handteknir í tengslum við hnífaárás Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við hnífaárás í Reykjavík í nótt. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri árás á Litla hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. 24. nóvember 2023 11:32 Hnífstunguárás í nótt sögð tengjast árásinni á Litla-Hrauni Hnífstunguárás sem framin var í nótt tengist annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Eggvopni var sömuleiðis beitt í árásinni á Litla-Hrauni og sú árás er sögð tengjast skotárásinni í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. 24. nóvember 2023 09:21 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Fjórir voru handteknir í tengslum við hnífaárás sem framin var snemma í morgun í Grafarholti í Reykjavík. Árásin er talin tengjast annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. Hvorugur mannanna er í lífshættu en ljóst er að báðar árásir voru mjög alvarlegar. Sá sem varð fyrir árásinni á Litla-Hrauni var stunginn ítrekað og gekkst undir aðgerð við komu á sjúkrahús. Minna er vitað um líðan mannsins sem varð fyrir árásinni í Grafarholti í morgun. Búist er við ákvörðun lögreglu um gæsluvarðhaldskröfu yfir hinum handteknu í kvöld. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann sagði að ljóst væri að nýr veruleiki væri runninn upp í fangelsismálum. „Þetta kemur okkur ekki á óvart, almennt séð. En þó þetta komi okkur ekki á óvart þá bregður okkur alltaf þegar svona hlutir gerast. Ég held að það sé alveg ljóst að það þarf að kanna hvað fór úrskeiðis, hvað hefði átt að gera og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona eigi sér stað,“ segir Guðmundur. „Rétt að byrja“ Til stendur að byggja nýtt fangelsi á Litla-Hrauni til að bæta öryggi fanga og starfsfólks. Guðmundur segir ýmislegt hægt að gera til bóta, áður en nýtt fangelsi rís. „Við getum farið í vinnu við ný lög um fullnustu [refsinga], það er eitthvað sem var gefið út fyrir mörgum vikum en það hefur ekkert gerst í því enn þá. Ég tel að dómsmálaráðherra hafi gert alveg rétt í að hætta við breytingar á Litla-Hrauni og byggja nýtt. Við þurfum að fara í það miklu fyrr, það er sá veruleiki sem við búum við. Þessir hlutir sem hafa verið að gerast eru hlutir sem við höfum varað við.“ Spurður hvort það megi búast við fleiri sambærilegum atvikum segir Guðmundur: „Við höfum sloppið mjög vel síðustu ár. Þannig ég er alveg viss um að þetta sé bara rétt að byrja. Við þurfum að skoða hverjir það eru sem eru að fara í fangelsi. Eiga sjúklingar að vera í fangelsum? Er fangelsi betri heilbrigðisstofnun en aðrar heilbrigðisstofnanir?“ segir Guðmundur að lokum. Varað við torginu Vísir fjallaði um það fyrr í dag að árásin á Litla-Hrauni hafi átt sér stað á alræmdu torgi fangelsisins, sem fangelsismálayfirvöld hafa gert grein fyrir árum saman. Fjallað var um torgið í kvöldfréttum fyrr á þessu ári. „Þetta er staðurinn þar sem allir fangar geta hist,“ sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri. „Þetta torg er staðurinn sem er hættulegastur, þannig að það komi til árekstra. Það gerist reglulega.“ Heimildir fréttastofu herma að árásármaðurinn á Litla hrauni sé Ingólfur Kjartansson, rúmlega tvítugur maður sem hlaut átta ára fangelsisdóm í lok síðasta árs vegna skotárásar í miðbæ Reykjavíkur.
Fangelsismál Lögreglumál Reykjavík Árborg Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við líkamsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Í einu tilvikinu voru fjórir handteknir og málið í rannsókn fram eftir kvöldi og nóttu. Kært fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna, segir í yfirliti lögreglu. 13. júní 2023 06:38 Fjórir handteknir í tengslum við hnífaárás Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við hnífaárás í Reykjavík í nótt. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri árás á Litla hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. 24. nóvember 2023 11:32 Hnífstunguárás í nótt sögð tengjast árásinni á Litla-Hrauni Hnífstunguárás sem framin var í nótt tengist annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Eggvopni var sömuleiðis beitt í árásinni á Litla-Hrauni og sú árás er sögð tengjast skotárásinni í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. 24. nóvember 2023 09:21 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Fjórir handteknir í tengslum við líkamsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Í einu tilvikinu voru fjórir handteknir og málið í rannsókn fram eftir kvöldi og nóttu. Kært fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna, segir í yfirliti lögreglu. 13. júní 2023 06:38
Fjórir handteknir í tengslum við hnífaárás Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við hnífaárás í Reykjavík í nótt. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri árás á Litla hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. 24. nóvember 2023 11:32
Hnífstunguárás í nótt sögð tengjast árásinni á Litla-Hrauni Hnífstunguárás sem framin var í nótt tengist annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Eggvopni var sömuleiðis beitt í árásinni á Litla-Hrauni og sú árás er sögð tengjast skotárásinni í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. 24. nóvember 2023 09:21