Búið að sleppa tuttugu og fjórum gíslum Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2023 14:49 Palestínumenn flýja frá norðuhluta Gasastrandinnar undir eftirliti ísraelskra hermanna. AP/Mohammed Dahman Hamas-liðar hafa sleppt fyrstu gíslunum úr haldi í fangaskiptum á Gasaströndinni. Um er að ræða tíu Taílendinga, einn Filippseying og þrettán Ísraela sem sleppt var í skiptum fyrir 39 Palestínumenn í haldi Ísraela. Vopnahléið sem hófst í morgun hefur að mestu haldið og neyðarbirgðir berast íbúa Gasastrandarinnar. Srettha Thavisin, forsætisráðherra Taílands, sagði á X í dag að búið væri að sleppa Taílendingunum ellefu og þeir yrðu sóttir af starfsmönnum utanríkisráðuneytisins eins fljótt og auðið væri. Uppfært: Rauði krosinn tilkynnti að einungis 24 gíslum hefði verið sleppt. Blaðamenn ytra segja að tíu Taílendingum og einum frá Filippseyjum hafi verið sleppt en ekki tólf Taílendingum, eins og upprunalega kom fram. Tölur eru á einhverju reiki en talsmaður utanríkisráðuneytis Katar segjir Taílendingunum hafa verið sleppt utan þessa formlega vopnahléssamkomulags. We are relieved to confirm the safe release of 24 hostages. We have facilitated this release by transporting them from Gaza to the Rafah border, marking the real-life impact of our role as a neutral intermediary between the parties.— ICRC in Israel & OT (@ICRC_ilot) November 24, 2023 Í frétt New York Times segir að einnig sé búið að frelsa þrettán konur og börn frá Ísrael sem hafa verið í haldi Hamas frá 7. október. Talið er að Hamas-liðar og vígamenn íslamsks jíhads hafi haldið um 240 manns í gíslingu. Í heildina verður fimmtíu gíslum, konum og börnum, sleppt á næstu fjórum dögum, haldi vopnahléið. Það er í skiptum fyrir 150 konur og börn frá Palestínu sem Ísraelar hafa handsamað. Fangaskiptin fóru fram við Rafah-landamærastöðina milli Gasastrandarinnar og Egyptalands. Fylgjast má með beinni útsendingu frá svæðinu í spilaranum hér að neðan. Vopnahléið felur einnig í sér að engar flugvélar Ísraela megi vera á lofti yfir suðurhluta Gasastrandarinnar og það sama eigi við norðurhlutann milli tíu og fjögur að degi til. Samkomulagið felur einnig í sér að tvö hundruð flutningabílar með matvælum, lyfjum og öðrum nauðsynjum verði hleypt inn á Gasaströndina og sömuleiðis verði fjórum olíu- og gasflutningabílum hleypt inn á degi hverjum. Bæði Ísraelar og leiðtogar Hamas-samtakanna hafa gefið í skyn að stríðinu þeirra á milli, sem hefur komið gífurlega niður á óbreyttum íbúum Gasastrandarinnar, sé ekki lokið enn. Ísraelar og leiðtogar Hamas hafa átt í viðræðum um nokkuð skeið, með aðkomu yfirvalda í Katar og Bandaríkjunum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Katar sagði í gær að vonast væri til þess að vopnahléið tímabundna gæti leitt til stríðsloka. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51 Vopnahléið hefst í fyrramálið og þrettán gíslum sleppt Vopnahlé milli ísraelska hersins og Hamas-samtakanna hefst klukkan fimm í fyrramálið, að íslenskum tíma. Það er klukkan sjö að staðartíma. Þá verður fyrstu gíslunum sleppt fyrir fólk í haldi Ísraela klukkan sex seinni partinn á morgun. 23. nóvember 2023 15:05 Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57 Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. 22. nóvember 2023 06:25 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Srettha Thavisin, forsætisráðherra Taílands, sagði á X í dag að búið væri að sleppa Taílendingunum ellefu og þeir yrðu sóttir af starfsmönnum utanríkisráðuneytisins eins fljótt og auðið væri. Uppfært: Rauði krosinn tilkynnti að einungis 24 gíslum hefði verið sleppt. Blaðamenn ytra segja að tíu Taílendingum og einum frá Filippseyjum hafi verið sleppt en ekki tólf Taílendingum, eins og upprunalega kom fram. Tölur eru á einhverju reiki en talsmaður utanríkisráðuneytis Katar segjir Taílendingunum hafa verið sleppt utan þessa formlega vopnahléssamkomulags. We are relieved to confirm the safe release of 24 hostages. We have facilitated this release by transporting them from Gaza to the Rafah border, marking the real-life impact of our role as a neutral intermediary between the parties.— ICRC in Israel & OT (@ICRC_ilot) November 24, 2023 Í frétt New York Times segir að einnig sé búið að frelsa þrettán konur og börn frá Ísrael sem hafa verið í haldi Hamas frá 7. október. Talið er að Hamas-liðar og vígamenn íslamsks jíhads hafi haldið um 240 manns í gíslingu. Í heildina verður fimmtíu gíslum, konum og börnum, sleppt á næstu fjórum dögum, haldi vopnahléið. Það er í skiptum fyrir 150 konur og börn frá Palestínu sem Ísraelar hafa handsamað. Fangaskiptin fóru fram við Rafah-landamærastöðina milli Gasastrandarinnar og Egyptalands. Fylgjast má með beinni útsendingu frá svæðinu í spilaranum hér að neðan. Vopnahléið felur einnig í sér að engar flugvélar Ísraela megi vera á lofti yfir suðurhluta Gasastrandarinnar og það sama eigi við norðurhlutann milli tíu og fjögur að degi til. Samkomulagið felur einnig í sér að tvö hundruð flutningabílar með matvælum, lyfjum og öðrum nauðsynjum verði hleypt inn á Gasaströndina og sömuleiðis verði fjórum olíu- og gasflutningabílum hleypt inn á degi hverjum. Bæði Ísraelar og leiðtogar Hamas-samtakanna hafa gefið í skyn að stríðinu þeirra á milli, sem hefur komið gífurlega niður á óbreyttum íbúum Gasastrandarinnar, sé ekki lokið enn. Ísraelar og leiðtogar Hamas hafa átt í viðræðum um nokkuð skeið, með aðkomu yfirvalda í Katar og Bandaríkjunum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Katar sagði í gær að vonast væri til þess að vopnahléið tímabundna gæti leitt til stríðsloka.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51 Vopnahléið hefst í fyrramálið og þrettán gíslum sleppt Vopnahlé milli ísraelska hersins og Hamas-samtakanna hefst klukkan fimm í fyrramálið, að íslenskum tíma. Það er klukkan sjö að staðartíma. Þá verður fyrstu gíslunum sleppt fyrir fólk í haldi Ísraela klukkan sex seinni partinn á morgun. 23. nóvember 2023 15:05 Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57 Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. 22. nóvember 2023 06:25 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51
Vopnahléið hefst í fyrramálið og þrettán gíslum sleppt Vopnahlé milli ísraelska hersins og Hamas-samtakanna hefst klukkan fimm í fyrramálið, að íslenskum tíma. Það er klukkan sjö að staðartíma. Þá verður fyrstu gíslunum sleppt fyrir fólk í haldi Ísraela klukkan sex seinni partinn á morgun. 23. nóvember 2023 15:05
Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57
Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. 22. nóvember 2023 06:25