Hvað er þá að Viðreisn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2023 11:00 „Ég á erfitt með að sjá að Samfylkingin hafi breytt um stefnu [gagnvart Evrópusambandinu]. Helzta breytingin er sú að við myndun næstu stjórnar verður Viðreisn eini flokkurinn, sem setur aðild á dagskrá slíkra viðræðna. Til að styrkja þá málefnastöðu bjóðum við Evrópusinna í öllum flokkum velkomna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein í Fréttablaðinu 10. nóvember á síðasta ári. Kristrún Frostadóttir hafði þá tæpum tveimur vikum áður verið kjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins og lýst því yfir af því tilefni að stefna hans um inngöngu í Evrópusambandið yrði sett á ís. Nokkuð sem hún hafði raunar ítrekað boðað frá því að hún lýsti yfir framboði sínu í ágúst sama ár. Þess í stað yrði lögð áherzla á málefni sem væru til þess fallin að sameina vinstrimenn fremur en að sundra þeim. Fróðlegt er að skoða hvernig fylgi flokkanna tveggja hefur þróast á því rúma ári sem liðið er síðan Þorgerður hvatti Evrópusambandssinna í Samfylkingunni til þess að styðja Viðreisn. Fyrir ári mældist fylgi Viðreisnar 8,4% samkvæmt Gallup, hliðstætt og flokkurinn hlaut í síðustu kosningum. Í síðustu könnun fyrirtækisins mældist það hins vegar 7,5%. Á sama tíma hefur fylgi Samfylkingarinnar farið úr 16,6% í rúm 29%. Fygisaukingin yrði aðeins einnota Miðað við niðurstöður skoðanakannana síðasta árið er ein helzta ástæða fylgisaukningar Samfylkingarinnar sú ákvörðun forystu flokksins að leggja ekki lengur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið. Kannanir sýna þannig að fylgi Samfylkingarinnar hefur aukizt verulega í röðum þeirra sem andvígir eru því að gengið verði í sambandið. Margir andstæðingar inngöngu í það telja nú greinilega óhætt að styðja flokkinn. Hins vegar er það rétt hjá Þorgerði Katrínu að ekki er um stefnubreytingu að ræða hjá Samfylkingunni. Einungis áherzlubreytingu sem fyrr segir. Stefnan er óbreytt og þó Kristrún hafi sagt að innganga í Evrópusambandið sé ekki á dagskrá hefur hún líka sagt að það gæti breytzt ef aðstæður kölluðu á það. Með öðrum orðum gæti það allt eins gerzt strax eftir kosningar í krafti atkvæða andstæðinga inngöngu í sambandið. Mikil pólitísk áhættu fælist hins vegar í því enda myndu umræddir kjósendur líklega seint treysta Kristrúnu og Samfylkingunni aftur fyrir atkvæðum sínum. Fygisaukingin yrði einnota. Eins gæti slík framganga hæglega leitt til aukinnar andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið en hafa verður í huga í því sambandi að ekki væri nóg að koma málinu af stað heldur þyrfti einnig að lenda því sem er ferli sem tekur mörg ár. Fátt sem bendir til háværrar kröfu Fullyrt er gjarnan í röðum Viðreisnar að hávær krafa sé uppi um það að tekin verði skref í átt að inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Fátt ef eitthvað bendir þó til þess að svo sé í raun. Fylgi Viðreisnar, sem ekki aðeins er eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið heldur var beinlínis stofnaður í kringum það, sýnir það ágætlega. Væri slík krafa raunverulega fyrir hendi ætti það að sýna sig í stórauknum stuðningi við flokkinn. Miðað við niðurstöður skoðanakannana hafa þeir, sem segjast mjög hlynntir inngöngu í Evrópusambandið og kunna því að láta málið ráða atkvæði sínu í þingkosningum, einungis verið um 22%. Fyrir fylgisaukningu Samfylkingarinnar mældist samanlagt fylgi flokkanna tveggja að sama skapi um 22% en skref í átt að inngöngu í sambandið verða eðli málsins samkvæmt ekki tekin nema þingmeirihluti verði fyrir því. Telji forystumenn Viðeisnar engu að síður að hávær krafa sé til staðar í þjóðfélaginu um að stefnt verði að inngöngu í Evrópusambandið stendur vitanlega upp á þá að útskýra hvers vegna það hafi ekki skilað sér í stórauknum stuðningi við eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið? Ekki sízt eftir hvatningu flokksformannsins fyrir ári síðan til Evrópusambandssinna um að styðja hann. Hvað sé þá að flokknum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Viðreisn Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Sjá meira
„Ég á erfitt með að sjá að Samfylkingin hafi breytt um stefnu [gagnvart Evrópusambandinu]. Helzta breytingin er sú að við myndun næstu stjórnar verður Viðreisn eini flokkurinn, sem setur aðild á dagskrá slíkra viðræðna. Til að styrkja þá málefnastöðu bjóðum við Evrópusinna í öllum flokkum velkomna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein í Fréttablaðinu 10. nóvember á síðasta ári. Kristrún Frostadóttir hafði þá tæpum tveimur vikum áður verið kjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins og lýst því yfir af því tilefni að stefna hans um inngöngu í Evrópusambandið yrði sett á ís. Nokkuð sem hún hafði raunar ítrekað boðað frá því að hún lýsti yfir framboði sínu í ágúst sama ár. Þess í stað yrði lögð áherzla á málefni sem væru til þess fallin að sameina vinstrimenn fremur en að sundra þeim. Fróðlegt er að skoða hvernig fylgi flokkanna tveggja hefur þróast á því rúma ári sem liðið er síðan Þorgerður hvatti Evrópusambandssinna í Samfylkingunni til þess að styðja Viðreisn. Fyrir ári mældist fylgi Viðreisnar 8,4% samkvæmt Gallup, hliðstætt og flokkurinn hlaut í síðustu kosningum. Í síðustu könnun fyrirtækisins mældist það hins vegar 7,5%. Á sama tíma hefur fylgi Samfylkingarinnar farið úr 16,6% í rúm 29%. Fygisaukingin yrði aðeins einnota Miðað við niðurstöður skoðanakannana síðasta árið er ein helzta ástæða fylgisaukningar Samfylkingarinnar sú ákvörðun forystu flokksins að leggja ekki lengur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið. Kannanir sýna þannig að fylgi Samfylkingarinnar hefur aukizt verulega í röðum þeirra sem andvígir eru því að gengið verði í sambandið. Margir andstæðingar inngöngu í það telja nú greinilega óhætt að styðja flokkinn. Hins vegar er það rétt hjá Þorgerði Katrínu að ekki er um stefnubreytingu að ræða hjá Samfylkingunni. Einungis áherzlubreytingu sem fyrr segir. Stefnan er óbreytt og þó Kristrún hafi sagt að innganga í Evrópusambandið sé ekki á dagskrá hefur hún líka sagt að það gæti breytzt ef aðstæður kölluðu á það. Með öðrum orðum gæti það allt eins gerzt strax eftir kosningar í krafti atkvæða andstæðinga inngöngu í sambandið. Mikil pólitísk áhættu fælist hins vegar í því enda myndu umræddir kjósendur líklega seint treysta Kristrúnu og Samfylkingunni aftur fyrir atkvæðum sínum. Fygisaukingin yrði einnota. Eins gæti slík framganga hæglega leitt til aukinnar andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið en hafa verður í huga í því sambandi að ekki væri nóg að koma málinu af stað heldur þyrfti einnig að lenda því sem er ferli sem tekur mörg ár. Fátt sem bendir til háværrar kröfu Fullyrt er gjarnan í röðum Viðreisnar að hávær krafa sé uppi um það að tekin verði skref í átt að inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Fátt ef eitthvað bendir þó til þess að svo sé í raun. Fylgi Viðreisnar, sem ekki aðeins er eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið heldur var beinlínis stofnaður í kringum það, sýnir það ágætlega. Væri slík krafa raunverulega fyrir hendi ætti það að sýna sig í stórauknum stuðningi við flokkinn. Miðað við niðurstöður skoðanakannana hafa þeir, sem segjast mjög hlynntir inngöngu í Evrópusambandið og kunna því að láta málið ráða atkvæði sínu í þingkosningum, einungis verið um 22%. Fyrir fylgisaukningu Samfylkingarinnar mældist samanlagt fylgi flokkanna tveggja að sama skapi um 22% en skref í átt að inngöngu í sambandið verða eðli málsins samkvæmt ekki tekin nema þingmeirihluti verði fyrir því. Telji forystumenn Viðeisnar engu að síður að hávær krafa sé til staðar í þjóðfélaginu um að stefnt verði að inngöngu í Evrópusambandið stendur vitanlega upp á þá að útskýra hvers vegna það hafi ekki skilað sér í stórauknum stuðningi við eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið? Ekki sízt eftir hvatningu flokksformannsins fyrir ári síðan til Evrópusambandssinna um að styðja hann. Hvað sé þá að flokknum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun