Hvað er þá að Viðreisn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2023 11:00 „Ég á erfitt með að sjá að Samfylkingin hafi breytt um stefnu [gagnvart Evrópusambandinu]. Helzta breytingin er sú að við myndun næstu stjórnar verður Viðreisn eini flokkurinn, sem setur aðild á dagskrá slíkra viðræðna. Til að styrkja þá málefnastöðu bjóðum við Evrópusinna í öllum flokkum velkomna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein í Fréttablaðinu 10. nóvember á síðasta ári. Kristrún Frostadóttir hafði þá tæpum tveimur vikum áður verið kjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins og lýst því yfir af því tilefni að stefna hans um inngöngu í Evrópusambandið yrði sett á ís. Nokkuð sem hún hafði raunar ítrekað boðað frá því að hún lýsti yfir framboði sínu í ágúst sama ár. Þess í stað yrði lögð áherzla á málefni sem væru til þess fallin að sameina vinstrimenn fremur en að sundra þeim. Fróðlegt er að skoða hvernig fylgi flokkanna tveggja hefur þróast á því rúma ári sem liðið er síðan Þorgerður hvatti Evrópusambandssinna í Samfylkingunni til þess að styðja Viðreisn. Fyrir ári mældist fylgi Viðreisnar 8,4% samkvæmt Gallup, hliðstætt og flokkurinn hlaut í síðustu kosningum. Í síðustu könnun fyrirtækisins mældist það hins vegar 7,5%. Á sama tíma hefur fylgi Samfylkingarinnar farið úr 16,6% í rúm 29%. Fygisaukingin yrði aðeins einnota Miðað við niðurstöður skoðanakannana síðasta árið er ein helzta ástæða fylgisaukningar Samfylkingarinnar sú ákvörðun forystu flokksins að leggja ekki lengur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið. Kannanir sýna þannig að fylgi Samfylkingarinnar hefur aukizt verulega í röðum þeirra sem andvígir eru því að gengið verði í sambandið. Margir andstæðingar inngöngu í það telja nú greinilega óhætt að styðja flokkinn. Hins vegar er það rétt hjá Þorgerði Katrínu að ekki er um stefnubreytingu að ræða hjá Samfylkingunni. Einungis áherzlubreytingu sem fyrr segir. Stefnan er óbreytt og þó Kristrún hafi sagt að innganga í Evrópusambandið sé ekki á dagskrá hefur hún líka sagt að það gæti breytzt ef aðstæður kölluðu á það. Með öðrum orðum gæti það allt eins gerzt strax eftir kosningar í krafti atkvæða andstæðinga inngöngu í sambandið. Mikil pólitísk áhættu fælist hins vegar í því enda myndu umræddir kjósendur líklega seint treysta Kristrúnu og Samfylkingunni aftur fyrir atkvæðum sínum. Fygisaukingin yrði einnota. Eins gæti slík framganga hæglega leitt til aukinnar andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið en hafa verður í huga í því sambandi að ekki væri nóg að koma málinu af stað heldur þyrfti einnig að lenda því sem er ferli sem tekur mörg ár. Fátt sem bendir til háværrar kröfu Fullyrt er gjarnan í röðum Viðreisnar að hávær krafa sé uppi um það að tekin verði skref í átt að inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Fátt ef eitthvað bendir þó til þess að svo sé í raun. Fylgi Viðreisnar, sem ekki aðeins er eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið heldur var beinlínis stofnaður í kringum það, sýnir það ágætlega. Væri slík krafa raunverulega fyrir hendi ætti það að sýna sig í stórauknum stuðningi við flokkinn. Miðað við niðurstöður skoðanakannana hafa þeir, sem segjast mjög hlynntir inngöngu í Evrópusambandið og kunna því að láta málið ráða atkvæði sínu í þingkosningum, einungis verið um 22%. Fyrir fylgisaukningu Samfylkingarinnar mældist samanlagt fylgi flokkanna tveggja að sama skapi um 22% en skref í átt að inngöngu í sambandið verða eðli málsins samkvæmt ekki tekin nema þingmeirihluti verði fyrir því. Telji forystumenn Viðeisnar engu að síður að hávær krafa sé til staðar í þjóðfélaginu um að stefnt verði að inngöngu í Evrópusambandið stendur vitanlega upp á þá að útskýra hvers vegna það hafi ekki skilað sér í stórauknum stuðningi við eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið? Ekki sízt eftir hvatningu flokksformannsins fyrir ári síðan til Evrópusambandssinna um að styðja hann. Hvað sé þá að flokknum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Viðreisn Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Ég á erfitt með að sjá að Samfylkingin hafi breytt um stefnu [gagnvart Evrópusambandinu]. Helzta breytingin er sú að við myndun næstu stjórnar verður Viðreisn eini flokkurinn, sem setur aðild á dagskrá slíkra viðræðna. Til að styrkja þá málefnastöðu bjóðum við Evrópusinna í öllum flokkum velkomna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein í Fréttablaðinu 10. nóvember á síðasta ári. Kristrún Frostadóttir hafði þá tæpum tveimur vikum áður verið kjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins og lýst því yfir af því tilefni að stefna hans um inngöngu í Evrópusambandið yrði sett á ís. Nokkuð sem hún hafði raunar ítrekað boðað frá því að hún lýsti yfir framboði sínu í ágúst sama ár. Þess í stað yrði lögð áherzla á málefni sem væru til þess fallin að sameina vinstrimenn fremur en að sundra þeim. Fróðlegt er að skoða hvernig fylgi flokkanna tveggja hefur þróast á því rúma ári sem liðið er síðan Þorgerður hvatti Evrópusambandssinna í Samfylkingunni til þess að styðja Viðreisn. Fyrir ári mældist fylgi Viðreisnar 8,4% samkvæmt Gallup, hliðstætt og flokkurinn hlaut í síðustu kosningum. Í síðustu könnun fyrirtækisins mældist það hins vegar 7,5%. Á sama tíma hefur fylgi Samfylkingarinnar farið úr 16,6% í rúm 29%. Fygisaukingin yrði aðeins einnota Miðað við niðurstöður skoðanakannana síðasta árið er ein helzta ástæða fylgisaukningar Samfylkingarinnar sú ákvörðun forystu flokksins að leggja ekki lengur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið. Kannanir sýna þannig að fylgi Samfylkingarinnar hefur aukizt verulega í röðum þeirra sem andvígir eru því að gengið verði í sambandið. Margir andstæðingar inngöngu í það telja nú greinilega óhætt að styðja flokkinn. Hins vegar er það rétt hjá Þorgerði Katrínu að ekki er um stefnubreytingu að ræða hjá Samfylkingunni. Einungis áherzlubreytingu sem fyrr segir. Stefnan er óbreytt og þó Kristrún hafi sagt að innganga í Evrópusambandið sé ekki á dagskrá hefur hún líka sagt að það gæti breytzt ef aðstæður kölluðu á það. Með öðrum orðum gæti það allt eins gerzt strax eftir kosningar í krafti atkvæða andstæðinga inngöngu í sambandið. Mikil pólitísk áhættu fælist hins vegar í því enda myndu umræddir kjósendur líklega seint treysta Kristrúnu og Samfylkingunni aftur fyrir atkvæðum sínum. Fygisaukingin yrði einnota. Eins gæti slík framganga hæglega leitt til aukinnar andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið en hafa verður í huga í því sambandi að ekki væri nóg að koma málinu af stað heldur þyrfti einnig að lenda því sem er ferli sem tekur mörg ár. Fátt sem bendir til háværrar kröfu Fullyrt er gjarnan í röðum Viðreisnar að hávær krafa sé uppi um það að tekin verði skref í átt að inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Fátt ef eitthvað bendir þó til þess að svo sé í raun. Fylgi Viðreisnar, sem ekki aðeins er eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið heldur var beinlínis stofnaður í kringum það, sýnir það ágætlega. Væri slík krafa raunverulega fyrir hendi ætti það að sýna sig í stórauknum stuðningi við flokkinn. Miðað við niðurstöður skoðanakannana hafa þeir, sem segjast mjög hlynntir inngöngu í Evrópusambandið og kunna því að láta málið ráða atkvæði sínu í þingkosningum, einungis verið um 22%. Fyrir fylgisaukningu Samfylkingarinnar mældist samanlagt fylgi flokkanna tveggja að sama skapi um 22% en skref í átt að inngöngu í sambandið verða eðli málsins samkvæmt ekki tekin nema þingmeirihluti verði fyrir því. Telji forystumenn Viðeisnar engu að síður að hávær krafa sé til staðar í þjóðfélaginu um að stefnt verði að inngöngu í Evrópusambandið stendur vitanlega upp á þá að útskýra hvers vegna það hafi ekki skilað sér í stórauknum stuðningi við eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið? Ekki sízt eftir hvatningu flokksformannsins fyrir ári síðan til Evrópusambandssinna um að styðja hann. Hvað sé þá að flokknum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun