Gjörðir okkar hafa veruleg áhrif á tilfinningar okkar Ingrid Kuhlman skrifar 28. nóvember 2023 08:01 Í bók sinni, The Happiness Project, setur Gretchen Rubin fram hugmynd sem byggir m.a. á hugrænni atferlismeðferð um að tilfinningar hafa áhrif á hegðun okkar en gjörðir okkar móta aftur á móti líka tilfinningar okkar og viðhorf. Þetta virkar á eftirfarandi hátt: Hegðun okkar hefur áhrif á tilfinningar okkar: Með því að breyta hegðun okkar getum við haft áhrif á tilfinningalegt ástand okkar. Ef við viljum til dæmis vera hamingjusamari getur það að taka þátt í athöfnum sem stuðla að hamingju, eins og að verja tíma með öðru fólki, stunda hreyfingu úti í náttúrunni eða iðka þakklæti, aukið vellíðan. Jafnvel að þvinga fram bros eða hlátur getur kallað fram aukna vellíðan. Að snúa við neikvæðri atburðarás: Þegar við finnum fyrir kvíða höfum við oft tilhneigingu til að sýna hegðun sem styrkir kvíðatilfinningarnar, eins og t.d. eins og að draga okkur í hlé eða sýna aðgerðaleysi. Að bregðast við á þann hátt sem stangast á við þessar tilfinningar, eins og að vera virkur eða sækjast eftir félagsskap, getur hjálpað til við að snúa þessari neikvæðu atburðarás við. Að skapa jákvæða upplifun: Að taka þátt í einhverju jákvæðu, jafnvel þó að manni finnist það ekki skemmtilegt í upphafi, getur skapað jákvæða reynslu, sem getur síðan dregið úr neikvæðu hugsunarmynstri og leitt til jákvæðra tilfinninga. Með tímanum getur þessi jákvæða reynsla stuðlað að varanlegri breytingum á líðan. Dæmi um þetta er að þegar við upplifum okkur einmana að hafa samband við einhvern sem okkur langar að hitta eða tala við. Að breyta sjónarhorninu: Að bregðast við á annan hátt en líðan okkur gefur til kynna getur breytt sjónarhorni okkar. Það er hægt að nota þessa aðferð við hversdagslegar athafnir og markmið, hvort sem það er að vilja vera skipulagðari, félagslyndari, virkari eða öruggari. Með því að haga okkur eins og við séum nú þegar með þessa eiginleika er líklegra að við tileinkum okkur þá í raun og veru. Líkamlegar breytingar leiða til tilfinningalegra breytinga: Líkamlegar athafnir eins og að brosa eða sitja uppréttur geta leitt til breytinga á líðan vegna þess að mikil tengsl eru milli líkamlegs og tilfinningalegs ástands. Að byggja upp nýjar venjur: Að hegða sér stöðugt í takt við æskilega líðan getur með tímanum stuðlað að nýjum og heilbrigðari venjum. Í stuttu máli snýst þetta sem sagt um að velja meðvitað hegðun sem samræmist æskilegu hugarástandi og nota hana sem tæki til að hafa áhrif á og bæta líðan. Aðferðin snýst ekki um að þykjast vera hamingjusamur allan tímann eða bæla niður neikvæðar tilfinningar heldur um að stýra hegðun sinni vísvitandi í átt að þeim tilfinningum sem við viljum upplifa. Það er mikilvægt að hafa í huga að þótt þessi aðferð geti verið árangursrík er hún ekki lausn fyrir alla. Ef um er að ræða alvarlegt þunglyndi, kvíða eða önnur geðheilbrigðisvandamál getur fagleg aðstoð eins og meðferð eða lyf verið nauðsynleg. Nokkur fleiri dæmi Hér fyrir neðan eru fleiri dæmi um hvernig er hægt að nota þessi áhrif: Ef þú finnur fyrir feimni skaltu reyna að koma fram á sjálfsöruggan hátt. Ef þú nennir ekki fram úr rúminu skaltu hegða þér eins og þú sér nú þegar full/ur orku t.d. með því að kveikja á hvetjandi tónlist, taka þátt í jákvæðu sjálfsspjalli og nálgast verkefni þín af eldmóði. Þegar þú upplifir sjálfsefasemdir skaltu standa upprétt/ur, halda augnsambandi og tala af ákveðni. Þegar þú finnur fyrir reiði skaltu gera hlé og velja yfirvegað svar. Þegar þér líður illa skaltu taka þátt í athöfnum sem hafa glatt þig áður. Þegar þú finnur fyrir þreytu á göngu skaltu ganga á kraftmikinn hátt. Þegar þú finnur fyrir stressi skaltu koma þér fyrir í slakri líkamsstöðu og æfa djúpöndun eða slökun. Til að byrja með geta þessar aðgerðir virkað óeðlilegar eða ónáttúrulegar en með reglulegri æfingu byrja þær að móta tilfinningar okkar og verða hluti af persónu okkar og lífsviðhorfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í bók sinni, The Happiness Project, setur Gretchen Rubin fram hugmynd sem byggir m.a. á hugrænni atferlismeðferð um að tilfinningar hafa áhrif á hegðun okkar en gjörðir okkar móta aftur á móti líka tilfinningar okkar og viðhorf. Þetta virkar á eftirfarandi hátt: Hegðun okkar hefur áhrif á tilfinningar okkar: Með því að breyta hegðun okkar getum við haft áhrif á tilfinningalegt ástand okkar. Ef við viljum til dæmis vera hamingjusamari getur það að taka þátt í athöfnum sem stuðla að hamingju, eins og að verja tíma með öðru fólki, stunda hreyfingu úti í náttúrunni eða iðka þakklæti, aukið vellíðan. Jafnvel að þvinga fram bros eða hlátur getur kallað fram aukna vellíðan. Að snúa við neikvæðri atburðarás: Þegar við finnum fyrir kvíða höfum við oft tilhneigingu til að sýna hegðun sem styrkir kvíðatilfinningarnar, eins og t.d. eins og að draga okkur í hlé eða sýna aðgerðaleysi. Að bregðast við á þann hátt sem stangast á við þessar tilfinningar, eins og að vera virkur eða sækjast eftir félagsskap, getur hjálpað til við að snúa þessari neikvæðu atburðarás við. Að skapa jákvæða upplifun: Að taka þátt í einhverju jákvæðu, jafnvel þó að manni finnist það ekki skemmtilegt í upphafi, getur skapað jákvæða reynslu, sem getur síðan dregið úr neikvæðu hugsunarmynstri og leitt til jákvæðra tilfinninga. Með tímanum getur þessi jákvæða reynsla stuðlað að varanlegri breytingum á líðan. Dæmi um þetta er að þegar við upplifum okkur einmana að hafa samband við einhvern sem okkur langar að hitta eða tala við. Að breyta sjónarhorninu: Að bregðast við á annan hátt en líðan okkur gefur til kynna getur breytt sjónarhorni okkar. Það er hægt að nota þessa aðferð við hversdagslegar athafnir og markmið, hvort sem það er að vilja vera skipulagðari, félagslyndari, virkari eða öruggari. Með því að haga okkur eins og við séum nú þegar með þessa eiginleika er líklegra að við tileinkum okkur þá í raun og veru. Líkamlegar breytingar leiða til tilfinningalegra breytinga: Líkamlegar athafnir eins og að brosa eða sitja uppréttur geta leitt til breytinga á líðan vegna þess að mikil tengsl eru milli líkamlegs og tilfinningalegs ástands. Að byggja upp nýjar venjur: Að hegða sér stöðugt í takt við æskilega líðan getur með tímanum stuðlað að nýjum og heilbrigðari venjum. Í stuttu máli snýst þetta sem sagt um að velja meðvitað hegðun sem samræmist æskilegu hugarástandi og nota hana sem tæki til að hafa áhrif á og bæta líðan. Aðferðin snýst ekki um að þykjast vera hamingjusamur allan tímann eða bæla niður neikvæðar tilfinningar heldur um að stýra hegðun sinni vísvitandi í átt að þeim tilfinningum sem við viljum upplifa. Það er mikilvægt að hafa í huga að þótt þessi aðferð geti verið árangursrík er hún ekki lausn fyrir alla. Ef um er að ræða alvarlegt þunglyndi, kvíða eða önnur geðheilbrigðisvandamál getur fagleg aðstoð eins og meðferð eða lyf verið nauðsynleg. Nokkur fleiri dæmi Hér fyrir neðan eru fleiri dæmi um hvernig er hægt að nota þessi áhrif: Ef þú finnur fyrir feimni skaltu reyna að koma fram á sjálfsöruggan hátt. Ef þú nennir ekki fram úr rúminu skaltu hegða þér eins og þú sér nú þegar full/ur orku t.d. með því að kveikja á hvetjandi tónlist, taka þátt í jákvæðu sjálfsspjalli og nálgast verkefni þín af eldmóði. Þegar þú upplifir sjálfsefasemdir skaltu standa upprétt/ur, halda augnsambandi og tala af ákveðni. Þegar þú finnur fyrir reiði skaltu gera hlé og velja yfirvegað svar. Þegar þér líður illa skaltu taka þátt í athöfnum sem hafa glatt þig áður. Þegar þú finnur fyrir þreytu á göngu skaltu ganga á kraftmikinn hátt. Þegar þú finnur fyrir stressi skaltu koma þér fyrir í slakri líkamsstöðu og æfa djúpöndun eða slökun. Til að byrja með geta þessar aðgerðir virkað óeðlilegar eða ónáttúrulegar en með reglulegri æfingu byrja þær að móta tilfinningar okkar og verða hluti af persónu okkar og lífsviðhorfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun