Innlent

Þremur sleppt en gæslu­varð­hald tveggja fram­lengt

Árni Sæberg skrifar
Frá vettvangi í Silfratjörn þann 2. nóvember.
Frá vettvangi í Silfratjörn þann 2. nóvember. Stöð 2/Arnar

Tveir hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í tengslum við skotárásina í Silfratjörn í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. Þremur var sleppt úr haldi.

Í fréttatilkynningu þess efnis segir að mennirnir tveir hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 6. desember. Það hafi verið gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skotárásinni.

Fimm voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram til dagsins í dag á föstudag í síðustu viku.

Í tilkynningu segir að ekki hafi verið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim þremur sem nú eru lausir. Þá segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir öllum fimm

Gæsluvarðhald yfir fimm mönnum, sem grunaðir eru um aðild að skotárásinni að Silfratjörn í Úlfarsárdal þann 2. nóvember síðastliðinn, rennur út í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir öllum fimm.

Slepptu einum úr haldi en vilja halda fimm lengur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sleppti einum, sem handtekinn var í tengslum við skotárás í Úlfarsárdal, úr gæsluvarðhaldi í gær. Eftir hádegi verður gerð krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fimm sem grunaðir eru um aðild að árásinni.

Áhyggjufullur nágranni lýsir stöðugu partýstandi

Íbúi í fjölbýlishúsi við Silfratjörn í Úlfarsárdal segir mikið partýstand hafa verið í íbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss þar sem maður var skotinn um fimmleytið í nótt. Íbúðin er í eigu Félagsbústaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×