Flokkur fólksins leggur til auknar álögur á skuldsetta Kristófer Már Maronsson skrifar 22. nóvember 2023 09:30 Í dag mælir formaður Flokks fólksins, fyrir hönd alls þingflokksins, fyrir tæplega sexföldun bankaskatts. Samkvæmt greinargerð er áætlað að aðgerðin skili 30 þúsund milljónum í ríkissjóð á ársgrundvelli. Hvaðan ætli þessir peningar komi? Svarið er einfalt, ef frumvarpið nær fram að ganga koma milljarðarnir þrjátíu frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum. Bankaskattur hefur bein áhrif á álagningu á útlán banka Það þarf að hafa í huga að við lifum í dýnamísku samfélagi. Ef bankaskattur hækkar, þá hækkar vaxtamunur banka. Bankarnir bregðast hratt við - eins og þeir lækkuðu vexti á lánum þegar bankaskatturinn var lækkaður (1,2). Hækkun bankaskatts þýðir að vextir verða hærri en ellegar - m.a. á húsnæðislánum og fyrirtækjalánum. Ef Flokkur fólksins vill gera eitthvað fyrir skuldsett heimili og fyrirtæki þá ætti flokkurinn að tala fyrir afnámi bankaskattsins og annarra sértækra skatta á fjármálafyrirtæki sem ekki þekkjast annars staðar í heiminum. Afleiðingarnar yrðu lægri vextir á húsnæðislánum og lægri vextir til fyrirtækja - sem stuðlar að lægra verðlagi að öðru óbreyttu. Hvað stendur í skýrslu starfshópsins? Í greinargerð frumvarpsins er vitnað í það að meðalvaxtamunur íslenskra banka var 2,7% árið 2022. Það sem ekki kemur fram í greinargerðinni er orðréttur fylgifiskur í skýrslunni: „Þessar niðurstöður verður þó að skoða í því ljósi að um er að ræða stutt tímabil sem einkennist af verulegum sveiflum í efnahagsumhverfinu vegna heimsfaraldursins og mikillar verðbólgu í kjölfar þeirra víða um heim.” Þessi vaxtamunur er svo í greinargerðinni borinn saman við banka af sambærilegri stærð á Norðurlöndunum þar sem meðalvaxtamunur var 1,6% árið 2022. Hér er verið að bera saman epli og appelsínur. Mér þætti gaman að sjá meðalvaxtamun sambærilegra banka á Norðurlöndunum ef þeir þyrftu að borga bankaskatt af útlánasafninu, 5,5% fjársýsluskatt á laun starfsmanna og 6% sérstakan fjársýsluskatt af stærstum hluta hagnaðar auk þess að vera með í kringum 21% eigið fé bundið í stað 12%. Íslenskir bankar búa við allt annað og strangara regluverk og skattaumhverfi heldur en bankar á Norðurlöndunum. Það bitnar ekki á neinum öðrum en viðskiptavinunum. Einstaklingar greiða skatta fyrirtækja Það að hækka skatta á fyrirtæki er lausn margra stjórnmálamanna við ýmsum vandamálum. Fyrirtækin eru oft sögð vond og jafnvel sökuð um glæpastarfsemi. Það er þó þannig að fyrirtæki greiða ekki skatta. Það eru viðskiptavinirnir sem greiða skattana. Viðskiptavinirnir eru stundum fyrirtæki en á endanum eru alltaf einstaklingar sem kaupa vöru eða þjónustu sem er búið að verðleggja m.t.t. skattlagningar. Eigendur fyrirtækja eru einnig alltaf á endanum einstaklingar, sem stundum þurfa að bera skattlagninguna. Jafnvel þótt lífeyrissjóðirnir eigi hlut í fyrirtækjunum, þá eru lífeyrissjóðirnir einnig í eigu einstaklinga. Skattahækkanir á fyrirtæki er skattahækkun á viðskiptavini þess fyrirtækis. Skattahækkun á banka er m.a. skattahækkun á skuldsett heimili, en óskuldsett taka ekki þátt í skattgreiðslunni. Það er vonandi að stjórnmálamenn nútímans fari að átta sig á þessu samhengi. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Flokkur fólksins Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í dag mælir formaður Flokks fólksins, fyrir hönd alls þingflokksins, fyrir tæplega sexföldun bankaskatts. Samkvæmt greinargerð er áætlað að aðgerðin skili 30 þúsund milljónum í ríkissjóð á ársgrundvelli. Hvaðan ætli þessir peningar komi? Svarið er einfalt, ef frumvarpið nær fram að ganga koma milljarðarnir þrjátíu frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum. Bankaskattur hefur bein áhrif á álagningu á útlán banka Það þarf að hafa í huga að við lifum í dýnamísku samfélagi. Ef bankaskattur hækkar, þá hækkar vaxtamunur banka. Bankarnir bregðast hratt við - eins og þeir lækkuðu vexti á lánum þegar bankaskatturinn var lækkaður (1,2). Hækkun bankaskatts þýðir að vextir verða hærri en ellegar - m.a. á húsnæðislánum og fyrirtækjalánum. Ef Flokkur fólksins vill gera eitthvað fyrir skuldsett heimili og fyrirtæki þá ætti flokkurinn að tala fyrir afnámi bankaskattsins og annarra sértækra skatta á fjármálafyrirtæki sem ekki þekkjast annars staðar í heiminum. Afleiðingarnar yrðu lægri vextir á húsnæðislánum og lægri vextir til fyrirtækja - sem stuðlar að lægra verðlagi að öðru óbreyttu. Hvað stendur í skýrslu starfshópsins? Í greinargerð frumvarpsins er vitnað í það að meðalvaxtamunur íslenskra banka var 2,7% árið 2022. Það sem ekki kemur fram í greinargerðinni er orðréttur fylgifiskur í skýrslunni: „Þessar niðurstöður verður þó að skoða í því ljósi að um er að ræða stutt tímabil sem einkennist af verulegum sveiflum í efnahagsumhverfinu vegna heimsfaraldursins og mikillar verðbólgu í kjölfar þeirra víða um heim.” Þessi vaxtamunur er svo í greinargerðinni borinn saman við banka af sambærilegri stærð á Norðurlöndunum þar sem meðalvaxtamunur var 1,6% árið 2022. Hér er verið að bera saman epli og appelsínur. Mér þætti gaman að sjá meðalvaxtamun sambærilegra banka á Norðurlöndunum ef þeir þyrftu að borga bankaskatt af útlánasafninu, 5,5% fjársýsluskatt á laun starfsmanna og 6% sérstakan fjársýsluskatt af stærstum hluta hagnaðar auk þess að vera með í kringum 21% eigið fé bundið í stað 12%. Íslenskir bankar búa við allt annað og strangara regluverk og skattaumhverfi heldur en bankar á Norðurlöndunum. Það bitnar ekki á neinum öðrum en viðskiptavinunum. Einstaklingar greiða skatta fyrirtækja Það að hækka skatta á fyrirtæki er lausn margra stjórnmálamanna við ýmsum vandamálum. Fyrirtækin eru oft sögð vond og jafnvel sökuð um glæpastarfsemi. Það er þó þannig að fyrirtæki greiða ekki skatta. Það eru viðskiptavinirnir sem greiða skattana. Viðskiptavinirnir eru stundum fyrirtæki en á endanum eru alltaf einstaklingar sem kaupa vöru eða þjónustu sem er búið að verðleggja m.t.t. skattlagningar. Eigendur fyrirtækja eru einnig alltaf á endanum einstaklingar, sem stundum þurfa að bera skattlagninguna. Jafnvel þótt lífeyrissjóðirnir eigi hlut í fyrirtækjunum, þá eru lífeyrissjóðirnir einnig í eigu einstaklinga. Skattahækkanir á fyrirtæki er skattahækkun á viðskiptavini þess fyrirtækis. Skattahækkun á banka er m.a. skattahækkun á skuldsett heimili, en óskuldsett taka ekki þátt í skattgreiðslunni. Það er vonandi að stjórnmálamenn nútímans fari að átta sig á þessu samhengi. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun