Gunnar Bragi ráðgjafi Miðflokksins en ekki kominn aftur í pólitík Jón Þór Stefánsson skrifar 21. nóvember 2023 13:17 Gunnar Bragi sat á Alþingi í rúman áratug, en hann segist ekki vera að snúa aftur í pólitík. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hefur verið skráður sem starfsmaður þingflokks Miðflokksins. Sjálfur vill hann meina að hann sé í raun ekki snúinn aftur í pólitíkina. Um sé að ræða tímabundið verkefni fyrir flokkinn. „Ég er ráðinn þarna inn í þrjá mánuði í ákveðið verkefni,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi, en hann starfar nú sem sjálfstæður ráðgjafi. Gunnar segir verkefnið hjá Miðflokknum ekki vera fullt starf. Hann muni sinna ráðgjöf varðandi ýmis mál, þar á meðal þingmál. Þetta sé þó að einhverju leiti óljóst að svo stöddu og sé að miklu leyti í höndum þingmanna Miðflokksins: Bergþóri Ólasyni þingflokksformanni, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins. Ferill Gunnars sem þingmanns spannaði um það bil tólf ár. Hann byrjaði hjá Framsóknarflokknum árið 2009 og var þar til ársins 2017. Á meðan hann var í Framsókn gegndi Gunnar embætti utanríkisráðherra, og varð síðan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Árið 2017 færði Gunnar sig yfir í Miðflokkinn og sat á þingi fyrir hann. Hann ákvað árið 2021 að bjóða sig ekki aftur fram. Í kjölfarið var greint frá því að Gunnar hefði verið tímabundin ráðin í starf sérstaks ráðgjafa framkvæmdastjóra stofnunar Sameinuðu þjóðanna um samning stofnunarinnar um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Í samtali við Kjarnann í byrjun síðasta árs um lífið eftir pólitík sagði Gunnar Bragi það „æðislegt“. Aðspurður um hvort það eigi enn við svaraði Gunnar játandi. Miðflokkurinn Alþingi Vistaskipti Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Sjálfur vill hann meina að hann sé í raun ekki snúinn aftur í pólitíkina. Um sé að ræða tímabundið verkefni fyrir flokkinn. „Ég er ráðinn þarna inn í þrjá mánuði í ákveðið verkefni,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi, en hann starfar nú sem sjálfstæður ráðgjafi. Gunnar segir verkefnið hjá Miðflokknum ekki vera fullt starf. Hann muni sinna ráðgjöf varðandi ýmis mál, þar á meðal þingmál. Þetta sé þó að einhverju leiti óljóst að svo stöddu og sé að miklu leyti í höndum þingmanna Miðflokksins: Bergþóri Ólasyni þingflokksformanni, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins. Ferill Gunnars sem þingmanns spannaði um það bil tólf ár. Hann byrjaði hjá Framsóknarflokknum árið 2009 og var þar til ársins 2017. Á meðan hann var í Framsókn gegndi Gunnar embætti utanríkisráðherra, og varð síðan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Árið 2017 færði Gunnar sig yfir í Miðflokkinn og sat á þingi fyrir hann. Hann ákvað árið 2021 að bjóða sig ekki aftur fram. Í kjölfarið var greint frá því að Gunnar hefði verið tímabundin ráðin í starf sérstaks ráðgjafa framkvæmdastjóra stofnunar Sameinuðu þjóðanna um samning stofnunarinnar um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Í samtali við Kjarnann í byrjun síðasta árs um lífið eftir pólitík sagði Gunnar Bragi það „æðislegt“. Aðspurður um hvort það eigi enn við svaraði Gunnar játandi.
Miðflokkurinn Alþingi Vistaskipti Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira