Gott að geta gefið til baka: „Grindvíkingar tóku afskaplega vel á móti skrýtnum strák“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2023 23:01 Jón Páll Haraldsson er skólastjóri Laugalækjarskóla. Vísir/Egill Skólastjóri Laugarlækjaskóla segir gott að geta gefið til baka til Grindvíkinga, en hann bjó sjálfur í Grindavík sem unglingur. Elstu bekkir grunnskólanemenda úr bænum fá aðstöðu til náms í skólanum. Nemendur ætla að taka vel á móti jafnöldrum sínum í Grindavík. „Við erum svona að reyna að átta okkur á því. Það sér auðvitað enginn langt fram í tímann á þessari stundu, en við erum svo heppin að við eigum hér tvær stofur sem eru að koma úr viðgerð. Þær fá Grindvíkingarnir og við vonum að þau rýmist sem mest þar, og svo ætlum við að reyna að rýma aðeins meira til,“ segir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, en 9. og 10. bekkur úr Grindavík fá aðstöðu í skólanum. Rætt var við Jón Pál í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir þá að kennarar og annað starfsfólk komi til með að fylgja nemendahópunum áfram og sinna störfum sínum innan skólans. Þá hefur aðstaða einnig verið tryggð fyrir aðra árganga grunnskólabarna úr Grindavík, en 1. og 2. bekkur mun fá inn í Hvassaleitisskóla, 3. og 4. bekkur í Tónabæ og kennsla 5. til 8. bekkjar fer fram í Ármúla 30. Taka vel á móti jafnöldrum sínum Saga Davíðsdóttir, formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla, segir aðstæður eðlilega erfiðar fyrir unglinga frá Grindavík. Þeir muni fá hlýlegar móttökur í skólanum. „Við erum með rosalega gott skólastarf hérna og ég veit að allir nemendur eru rosalega undirbúnir í að taka vel á móti þeim. Bjóða þau velkomin í skólastarfið og félagslífið,“ sagði Saga. Ari Ólafsson varaformaður tók í sama streng. „Síðan er jólaball sem þau mega auðvitað mæta á. Við ætlum bara að láta þeim líða vel,“ sagði Ari. Gott að geta gefið til baka Jón Páll segir skólastarfið að mestu munu fara fram með hefðbundnum hætti. „Allavega hjá okkar krökkum, og svo eru þau að átta sig á því, skilst mér, hvað þau gera. Ég held að fyrstu dagarnir verði svolítið meira uppbrot hjá þeim, bara að sjá hvernig þetta gengur.“ Jón Páll segir sérstaklega ánægjulegt fyrir sig persónulega að vera í aðstöðu til að rétta Grindvíkingum hjálparhönd. „Það var nefnilega þannig að þegar ég var á þeirra aldri [unglinganna] þá flutti ég til Grindavíkur, og Grindvíkingar tóku afskaplega vel á móti skrýtnum strák. Þannig að það er gott að geta tekið eitthvað til baka,“ sagði Jón Páll. Grindavík Reykjavík Skóla - og menntamál Eldgos og jarðhræringar Grunnskólar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Sjá meira
„Við erum svona að reyna að átta okkur á því. Það sér auðvitað enginn langt fram í tímann á þessari stundu, en við erum svo heppin að við eigum hér tvær stofur sem eru að koma úr viðgerð. Þær fá Grindvíkingarnir og við vonum að þau rýmist sem mest þar, og svo ætlum við að reyna að rýma aðeins meira til,“ segir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, en 9. og 10. bekkur úr Grindavík fá aðstöðu í skólanum. Rætt var við Jón Pál í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir þá að kennarar og annað starfsfólk komi til með að fylgja nemendahópunum áfram og sinna störfum sínum innan skólans. Þá hefur aðstaða einnig verið tryggð fyrir aðra árganga grunnskólabarna úr Grindavík, en 1. og 2. bekkur mun fá inn í Hvassaleitisskóla, 3. og 4. bekkur í Tónabæ og kennsla 5. til 8. bekkjar fer fram í Ármúla 30. Taka vel á móti jafnöldrum sínum Saga Davíðsdóttir, formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla, segir aðstæður eðlilega erfiðar fyrir unglinga frá Grindavík. Þeir muni fá hlýlegar móttökur í skólanum. „Við erum með rosalega gott skólastarf hérna og ég veit að allir nemendur eru rosalega undirbúnir í að taka vel á móti þeim. Bjóða þau velkomin í skólastarfið og félagslífið,“ sagði Saga. Ari Ólafsson varaformaður tók í sama streng. „Síðan er jólaball sem þau mega auðvitað mæta á. Við ætlum bara að láta þeim líða vel,“ sagði Ari. Gott að geta gefið til baka Jón Páll segir skólastarfið að mestu munu fara fram með hefðbundnum hætti. „Allavega hjá okkar krökkum, og svo eru þau að átta sig á því, skilst mér, hvað þau gera. Ég held að fyrstu dagarnir verði svolítið meira uppbrot hjá þeim, bara að sjá hvernig þetta gengur.“ Jón Páll segir sérstaklega ánægjulegt fyrir sig persónulega að vera í aðstöðu til að rétta Grindvíkingum hjálparhönd. „Það var nefnilega þannig að þegar ég var á þeirra aldri [unglinganna] þá flutti ég til Grindavíkur, og Grindvíkingar tóku afskaplega vel á móti skrýtnum strák. Þannig að það er gott að geta tekið eitthvað til baka,“ sagði Jón Páll.
Grindavík Reykjavík Skóla - og menntamál Eldgos og jarðhræringar Grunnskólar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Sjá meira