Taka fram að hægt sé að nota eldri treyjur í ljósi Facebook-umræðu Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2023 15:20 Úr leik karlaliðs Stjörnunnar í Bestu deildinni í sumar. Leikmennirnir sjást þarna í Puma-treyjum sem bráðum verða ekki þær nýjustu af nálinni. Vísir/Anton Brink Stjarnan hefur sent frá sér tilkynningu vegna nýrra keppnisbúninga hjá knattspyrnudeild félagsins. Þar er tekið fram að þeir sem hafi nýlega keypt gamla búninga muni mega að nota þá áfram þegar þeir nýju komi í febrúar á þessu ári. Í Facebook-hóp ætluðum íbúum Garðabæjar hefur þetta verið til umræðu síðan í gærkvöldi. Færsla Hildar Steinþórsdóttur, móður iðkenda Stjörnunnar, sem birtist þar hefur vakið upp mikið umtal, en þegar þetta er skrifað hafa hátt í áttatíu manns lagt orð í belg, og rétt tæplega fimmhundruð manns brugðist við færslunni. Gagnrýnt er að fólks sé hvatt til að kaupa nýja búninga á börnin, þegar að tiltölulega stutt er síðan það keypti núverandi búninga. Bæði sé kostnaðurinn mikill og börnunum gefið það fordæmi að nýtt sé best. „En bíddu við erum ný búin að kaupa nýja búninginn og tókum meira að segja stærðina fyrir ofan svo hægt væri að nýta sem lengst. Svo var ákveðið að skrifa „Ómarsson“ aftaná búninginn en ekki nafnið svo að litli bróðir gæti notað í framhaldinu.“ Tugir þúsunda í nýjan búning „Við getum rætt hvað er rétt og rangt í þessu en þarna eru börn sem læra það sem fyrir þeim er haft. Efnishyggja og það sem er nýtt er betra, jafnvel þó hitt virki alveg jafn vel,“ segir í færslunni. Þar er bent á að keppnisbúningurinn kosti rúmlega fimmtánþúsund. Og ef síðbuxur og peysa bætast við þá eykst kostnaðurinn um tæplega nítján þúsund. Flestir þeirra sem hafa tjáð sig um málið á Facebook virðast styðja við innleggið. Innlegg Hildar á Facebook.Skjáskot/Facebook Munu „að sjálfsögðu“ geta nýtt gamlan varning áfram „Vegna umræðu um keppnisbúninga knattspyrnudeildar vill UMF Stjarnan koma eftirfarandi á framfæri,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar um málið. „Árið 2022 skrifuðu Stjarnan og Margt Smátt undir samning til 4 ára um notkun íþróttafatnaðar frá Puma fyrir iðkendur, keppnisfólk & starfsmenn Stjörnunnar. Í samningnum, líkt og fyrri samningum sem félagið hefur gert við íþróttavöruframleiðanda hefur verið tekið fram að líftími keppnisbúninga félagsins sé tvö ár og að þeim tíma loknum þá komi nýr keppnisbúningur.“ Stjörnukonur urðu meistarar meistaranna í Puma-treyjum í apríl á þessu ári.Vísir/Hulda Margrét Þá er bent á að nú sé tveimur keppnistímabilum í Puma lokið og að nú taki nýr búningur við fyrir næstu tvö. Þá er því haldið fram að búningurinn hafi verið gerður eins líkur fyrri búningi og mögulegt hafi verið. „Við val á nýjum keppnistreyjum var lagt allt kapp á það í samstarfi við Margt Smátt að hafa þær eins líkar og fyrri treyjur svo hægt væri að nýta eldri búninga áfram. Stuttbuxur og sokkar við nýjan búning verða þær sömu og áður. Iðkendur sem hafa nýlega endurnýjað keppnisbúning og annan varning frá Puma munu að sjálfsögðu geta nýtt hann áfram.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Íþróttir barna Tíska og hönnun Börn og uppeldi Fótbolti Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Í Facebook-hóp ætluðum íbúum Garðabæjar hefur þetta verið til umræðu síðan í gærkvöldi. Færsla Hildar Steinþórsdóttur, móður iðkenda Stjörnunnar, sem birtist þar hefur vakið upp mikið umtal, en þegar þetta er skrifað hafa hátt í áttatíu manns lagt orð í belg, og rétt tæplega fimmhundruð manns brugðist við færslunni. Gagnrýnt er að fólks sé hvatt til að kaupa nýja búninga á börnin, þegar að tiltölulega stutt er síðan það keypti núverandi búninga. Bæði sé kostnaðurinn mikill og börnunum gefið það fordæmi að nýtt sé best. „En bíddu við erum ný búin að kaupa nýja búninginn og tókum meira að segja stærðina fyrir ofan svo hægt væri að nýta sem lengst. Svo var ákveðið að skrifa „Ómarsson“ aftaná búninginn en ekki nafnið svo að litli bróðir gæti notað í framhaldinu.“ Tugir þúsunda í nýjan búning „Við getum rætt hvað er rétt og rangt í þessu en þarna eru börn sem læra það sem fyrir þeim er haft. Efnishyggja og það sem er nýtt er betra, jafnvel þó hitt virki alveg jafn vel,“ segir í færslunni. Þar er bent á að keppnisbúningurinn kosti rúmlega fimmtánþúsund. Og ef síðbuxur og peysa bætast við þá eykst kostnaðurinn um tæplega nítján þúsund. Flestir þeirra sem hafa tjáð sig um málið á Facebook virðast styðja við innleggið. Innlegg Hildar á Facebook.Skjáskot/Facebook Munu „að sjálfsögðu“ geta nýtt gamlan varning áfram „Vegna umræðu um keppnisbúninga knattspyrnudeildar vill UMF Stjarnan koma eftirfarandi á framfæri,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar um málið. „Árið 2022 skrifuðu Stjarnan og Margt Smátt undir samning til 4 ára um notkun íþróttafatnaðar frá Puma fyrir iðkendur, keppnisfólk & starfsmenn Stjörnunnar. Í samningnum, líkt og fyrri samningum sem félagið hefur gert við íþróttavöruframleiðanda hefur verið tekið fram að líftími keppnisbúninga félagsins sé tvö ár og að þeim tíma loknum þá komi nýr keppnisbúningur.“ Stjörnukonur urðu meistarar meistaranna í Puma-treyjum í apríl á þessu ári.Vísir/Hulda Margrét Þá er bent á að nú sé tveimur keppnistímabilum í Puma lokið og að nú taki nýr búningur við fyrir næstu tvö. Þá er því haldið fram að búningurinn hafi verið gerður eins líkur fyrri búningi og mögulegt hafi verið. „Við val á nýjum keppnistreyjum var lagt allt kapp á það í samstarfi við Margt Smátt að hafa þær eins líkar og fyrri treyjur svo hægt væri að nýta eldri búninga áfram. Stuttbuxur og sokkar við nýjan búning verða þær sömu og áður. Iðkendur sem hafa nýlega endurnýjað keppnisbúning og annan varning frá Puma munu að sjálfsögðu geta nýtt hann áfram.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Íþróttir barna Tíska og hönnun Börn og uppeldi Fótbolti Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda