Venesúelska samsærið Eva Hauksdóttir skrifar 17. nóvember 2023 09:31 Til er fólk sem trúir því að jörðin sé flöt. Það fólk er almennt álitið kjánar. Það er samt ekki órökrétt ályktun í huga þess sem kann lítið í eðlisfræði. Ef lögun jarðar það væri umdeild meðal vísindamanna væri ég mögulega opin fyrir flatjarðarkenningum. Sú hugmynd að ríkisstjórnir veraldar og vísindasamfélagið hafi sameinast um að ljúga upp heimsmynd sem á sér enga stoð, er að mínu viti töluvert ótrúlegri en það að jörðin sé flöt. Jafnvel þótt einhver trúverðugur hvati væri fyrir hendi er útilokað að hægt væri að leyna svo víðtæku samsæri. Kannski ætti það ekki að koma á óvart að illa upplýstir einstaklingar trúi á samsæri stjórnvalda en það er áhugavert að slíkar hugmyndir skuli þrífast á okkar dögum. Enn meiri furðu vekur að stjórnvöld skuli trúa á víðtækt samsæri almennra borgara. Ekkert að óttast Útlendingastofnun er merkilegt fyrirbæri. Að því leyti er hún ennþá áhugaverðari en flatjarðarsinnar að forsvarsmenn hennar trúa á samsæri. Þeir trúa því að milljónir manns hafi yfirgefið Venesúela og sótt um alþjóðlega vernd án þess að vera í neinni hættu. Útlendingastofnun trúir því að allt þetta fólk sé í rauninni bara að flýja verðbólguna. Þau hafi sameinast um að ljúga því að í Venesúela starfi glæpagengi í skjóli stjórnvalda. Þau hafi bundist samtökum um að ljúga því að það sé í besta falli tilgangslaust fyrir þolendur afbrota að leita til lögreglu og að það geti jafnvel sett kærendur í stórkostlega hættu. Í stöðluðu bréfi sem Útlendingastofnun sendir fólki frá Venesúela þegar því er synjað um alþjóðlega vernd, kemur m.a. fram að upp á síðkastið hafi verið dregið úr manndrápum og að 86% landsmanna segist ekki hafa orðið fyrir afbrotum á síðustu 12 mánuðum. Hin 14% þarf víst ekkert að ræða, hvað þá þessar milljónir sem hafa flúið land og eru því ekki til frásagnar. Útlendingastofnun telur það að lögreglan hafi ekki brugðist við kærum vegna vopnaðra rána, húsbrota, frelsissviptingu og fjárkúgun, ekki vera neina sönnun fyrir því að þessi brot verði ekki rannsökuð með tíð og tíma enda munu víst vera einhver dæmi um það í Venesúela að lögreglan taki kærur alvarlega. Farsæl útlendingastefna Fyrr í vikunni stuðluðu íslensk stjórnvöld að farsælli heimför brottrekinna samsærismanna til Venesúela. Þegar allt kemur til alls hefur dregið úr kerfisbundnum mannréttindabrotum og þar með engin ástæða fyrir þetta fólk að þvælast úr landi. Íslenska ríkið kostaði flugið og gaf samsærisfólkinu meira að segja pening svo þau þyrftu ekki að fara beint á götuna. Þetta farsæla fólk mun hafa yfirgefið landið "sjálfviljugt". Það merkir í raun að þau biðu ekki eftir því að vera flutt burt með valdi, heldur sýndu samstarfsvilja í von um að eiga afturkvæmt inn á Schengen svæðið. Við komuna til Venesúela beið þeirra meðferð sem þarf ekki að koma neinum á óvart, nema auðvitað stjórnvöldum sem trúa á venesúelska samsærið. Samkvæmt frásögn fólks sem hlaut þessa farsælu heimför í boði Íslenska ríkisins, en hefur tekist að koma boðum til aðstandenda sinna, gerðist eftirfarandi: Þegar þau lentu á flugvellinum í Caracas voru þau svipt frelsi sínu og rekin upp í rútur. Þeim var ekki sagt hvað væri að gerast og aðstandendur sem voru mættir í flugstöðina fengu heldur engar upplýsingar. Þau voru flutt í miðstöð þar sem þau undirgengust læknisskoðun án þess að hafa neitt um það að segja. Allt fé sem þau höfðu handbært var gert upptækt. Vegabréfin voru tekin af þeim. Það voru teknar af þeim lögreglumyndir og persónuupplýsingar skráðar, þetta á líka við um börnin sem voru með í för. Þeim var gert að undirrita yfirlýsingar þar sem þau játa það á sig að vera "óvinir ríkisins". Ég veit ekki hvort það er túlkað sem landráð eða eitthvað vægara. Einu upplýsingarnar sem þau hafa fengið eru þær að þeim verði sleppt fljótlega, þegar yfirvöld hafi aflað nægra upplýsinga. Afleiðingarnar af þessari farsældarstefnu Íslenska ríkisins er sú að fólkið er nú án vegabréfa og kemst ekki burt nema mögulega með smyglurum. Þar sem þau hafa játað á sig einhverskonar andstöðu eða svik við föðurlandið er hægt að kippa þeim úr umferð hvenær sem er. Líklegt er að einhverjir úr þessum 180 manna hóps lendi í fangelsi fyrir það eitt að hafa sótt um alþjóðlega vernd. Ég spái því að Útlendingastofnun taki þá afstöðu að þessar frásagnir séu ómarktækar og bara enn einn þátturinn í venesúelska samsærinu. Næstu umsækjendur sem fá tilkynningu um brottvísun fá væntanlega þær skýringar að engar sannanir séu fyrir því að fleiri en 180 manns hafi hlotið „farsæla heimför“. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Hælisleitendur Venesúela Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Til er fólk sem trúir því að jörðin sé flöt. Það fólk er almennt álitið kjánar. Það er samt ekki órökrétt ályktun í huga þess sem kann lítið í eðlisfræði. Ef lögun jarðar það væri umdeild meðal vísindamanna væri ég mögulega opin fyrir flatjarðarkenningum. Sú hugmynd að ríkisstjórnir veraldar og vísindasamfélagið hafi sameinast um að ljúga upp heimsmynd sem á sér enga stoð, er að mínu viti töluvert ótrúlegri en það að jörðin sé flöt. Jafnvel þótt einhver trúverðugur hvati væri fyrir hendi er útilokað að hægt væri að leyna svo víðtæku samsæri. Kannski ætti það ekki að koma á óvart að illa upplýstir einstaklingar trúi á samsæri stjórnvalda en það er áhugavert að slíkar hugmyndir skuli þrífast á okkar dögum. Enn meiri furðu vekur að stjórnvöld skuli trúa á víðtækt samsæri almennra borgara. Ekkert að óttast Útlendingastofnun er merkilegt fyrirbæri. Að því leyti er hún ennþá áhugaverðari en flatjarðarsinnar að forsvarsmenn hennar trúa á samsæri. Þeir trúa því að milljónir manns hafi yfirgefið Venesúela og sótt um alþjóðlega vernd án þess að vera í neinni hættu. Útlendingastofnun trúir því að allt þetta fólk sé í rauninni bara að flýja verðbólguna. Þau hafi sameinast um að ljúga því að í Venesúela starfi glæpagengi í skjóli stjórnvalda. Þau hafi bundist samtökum um að ljúga því að það sé í besta falli tilgangslaust fyrir þolendur afbrota að leita til lögreglu og að það geti jafnvel sett kærendur í stórkostlega hættu. Í stöðluðu bréfi sem Útlendingastofnun sendir fólki frá Venesúela þegar því er synjað um alþjóðlega vernd, kemur m.a. fram að upp á síðkastið hafi verið dregið úr manndrápum og að 86% landsmanna segist ekki hafa orðið fyrir afbrotum á síðustu 12 mánuðum. Hin 14% þarf víst ekkert að ræða, hvað þá þessar milljónir sem hafa flúið land og eru því ekki til frásagnar. Útlendingastofnun telur það að lögreglan hafi ekki brugðist við kærum vegna vopnaðra rána, húsbrota, frelsissviptingu og fjárkúgun, ekki vera neina sönnun fyrir því að þessi brot verði ekki rannsökuð með tíð og tíma enda munu víst vera einhver dæmi um það í Venesúela að lögreglan taki kærur alvarlega. Farsæl útlendingastefna Fyrr í vikunni stuðluðu íslensk stjórnvöld að farsælli heimför brottrekinna samsærismanna til Venesúela. Þegar allt kemur til alls hefur dregið úr kerfisbundnum mannréttindabrotum og þar með engin ástæða fyrir þetta fólk að þvælast úr landi. Íslenska ríkið kostaði flugið og gaf samsærisfólkinu meira að segja pening svo þau þyrftu ekki að fara beint á götuna. Þetta farsæla fólk mun hafa yfirgefið landið "sjálfviljugt". Það merkir í raun að þau biðu ekki eftir því að vera flutt burt með valdi, heldur sýndu samstarfsvilja í von um að eiga afturkvæmt inn á Schengen svæðið. Við komuna til Venesúela beið þeirra meðferð sem þarf ekki að koma neinum á óvart, nema auðvitað stjórnvöldum sem trúa á venesúelska samsærið. Samkvæmt frásögn fólks sem hlaut þessa farsælu heimför í boði Íslenska ríkisins, en hefur tekist að koma boðum til aðstandenda sinna, gerðist eftirfarandi: Þegar þau lentu á flugvellinum í Caracas voru þau svipt frelsi sínu og rekin upp í rútur. Þeim var ekki sagt hvað væri að gerast og aðstandendur sem voru mættir í flugstöðina fengu heldur engar upplýsingar. Þau voru flutt í miðstöð þar sem þau undirgengust læknisskoðun án þess að hafa neitt um það að segja. Allt fé sem þau höfðu handbært var gert upptækt. Vegabréfin voru tekin af þeim. Það voru teknar af þeim lögreglumyndir og persónuupplýsingar skráðar, þetta á líka við um börnin sem voru með í för. Þeim var gert að undirrita yfirlýsingar þar sem þau játa það á sig að vera "óvinir ríkisins". Ég veit ekki hvort það er túlkað sem landráð eða eitthvað vægara. Einu upplýsingarnar sem þau hafa fengið eru þær að þeim verði sleppt fljótlega, þegar yfirvöld hafi aflað nægra upplýsinga. Afleiðingarnar af þessari farsældarstefnu Íslenska ríkisins er sú að fólkið er nú án vegabréfa og kemst ekki burt nema mögulega með smyglurum. Þar sem þau hafa játað á sig einhverskonar andstöðu eða svik við föðurlandið er hægt að kippa þeim úr umferð hvenær sem er. Líklegt er að einhverjir úr þessum 180 manna hóps lendi í fangelsi fyrir það eitt að hafa sótt um alþjóðlega vernd. Ég spái því að Útlendingastofnun taki þá afstöðu að þessar frásagnir séu ómarktækar og bara enn einn þátturinn í venesúelska samsærinu. Næstu umsækjendur sem fá tilkynningu um brottvísun fá væntanlega þær skýringar að engar sannanir séu fyrir því að fleiri en 180 manns hafi hlotið „farsæla heimför“. Höfundur er lögmaður.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun