Dr. Ásgeir Daníelsson afhjúpar Seðlabankann Örn Karlsson skrifar 16. nóvember 2023 11:00 Skrif Dr. Ásgeirs Daníelssonar á visi.is þann 13. nóvember sl. eru til marks um að fræðasamfélagið íslenska sé nú risið upp til varnar sértrú sinni á verðtryggingu. Löngum hefur Ásgeir verið einn prédikara. Skrif Ásgeirs afhjúpa ekki bara lítt skiljanlega trú þessa samfélags heldur ekki síður hvernig sértrúin hefur gengsýrt starfsemi helstu peningastofnunar Íslendinga, Seðlabanka Íslands. Ásger Daníelsson fór nefnilega fyrir hagrannsóknum Seðlabankans þar til nýverið sem forstöðumaður á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabankans. Alla jafnan setur mann hljóðan þegar lesin eru skrif íslenska fræðasamfélagsins til varnar verðtryggingunni. Og maður spyr sig hvernig það hafi mögulega gerst að við Íslendingar leyfðum sértrúarsöfnuði að vaða uppi og taka stjórn á lífi okkar? Hvernig gat það gerst? Sértrú er réttnefni því hvergi í bestu hagfræðiháskólum hins vestræna heims eru fræðin um verðtrygginguna kennd því hún fyrirfinnst ekki í þróuðum löndum, hvar hagstjórn er með fremsta móti. Íslenska fræðasamfélagið hefur því haft nokkuð frítt spil með þvælu sína. Í þessum síðasta vaðli sínum miðar Ásgeir við að vísitala neysluverðs sé bær um að vera til grundvallar lögskiptum í verðtryggðum lánasamningum. Þetta leyfir Ásgeir sér þótt allir alþjóðlega viðurkenndir peningahagfræðingar séu sammála um að sú vísitala nái bara alls ekki að vera mælikvarði á rýrnun innra virðis greiðslumyntar, því atvik óháð virði peninga hafi alltaf áhrif og oft mikil áhrif á vísitöluna. Einmitt þess vegna leggur peningahagfræðin áherslu á að nálgast mat á kjarna verðbólgu (Core Inflation) sem er sá hluti verðbólgunnar sem tengist peningaþætti verðbreytinganna. Nánar tiltekið, þeim þætti verðbreytinganna sem tengist breyttu innra virði innlendrar greiðslumyntar. Ásgeir virðist enga hugmynd hafa um að svona sé í pottinn búið, eða að hér sé um að ræða grundvallaratriði. Hvað ætli að hann haldi að peningahagfræðin meini með áherslu sinni á mismunandi aðferðir til nálgunar kjarnaverðbólgunni? Áhugavert væri að fá svar við því. Ætli vanþekking höfundar sé meginástæðan fyrir því að mat Seðlabanka Íslands á kjarnaverðbólgu er í skötulíki? Tilgangur laga um verðtryggingu er að leiðrétta fyrir rýrnun greiðslumyntarinnar. Það er harmþrungið að verða vitni að því að Dr. Ásgeir Daníelsson hafi engan grun um að vísitala neysluverðs sé óbær vegna hönnunarforsendna til að ákvarða þau lögskipti. Og engan grun um að framkvæmd verðtryggingarinnar stangist ekki bara á tilgang laga um vexti og verðtryggingu heldur líka Stjórnarskránna.Í öðru lagi virðist Ásgeir vera áttavilltur þegar kemur að áhrifum verðtryggingar á heildrænan hag samfélagsins. Til að mynda um þá staðreynd að verðtrygging vinnur gegn aðlögun sem þarf að eiga sér stað í verðbólgu. Hún stuðlar því að lengra verðbólgutímabili og meiri rýrnun greiðslumyntarinnar en ef hún væri ekki til staðar. Verðbólguþrýstingur birtist gjarnan þegar peningingamagnið er meira en passar undirliggjandi raunhagkerfi. Náttúruleg afleiðing þess misgengis er verðbólga sem rýrir innra virði greiðslumyntarinnar þar til peningamagnið og undirliggjandi raunhagkerfi eru samstiga. Ef allt peningamagnið er hins vegar verðtryggt nær þessi aðlögun ekki fram að ganga því verðtryggingin vinnur gegn henni með framleiðslu fleiri peningaeininga til að mæta rýrnuninni sem verðbólgan framkallar. Verðbólgan gengur því ekki niður. Sé hluti peningamagnsins verðtryggður er handhöfum peningamagnsins mismunað. Handhafar verðtryggðra eigna missa ekkert en handhafar óverðtryggðra eigna sitja uppi með rýrðar eignir og hlutfallslega meira eftir því sem verðtryggðar eignir eru stærra hlutfall heildareignanna (peningamagnsins). Hér er gengið nærri jafnræðinu og hér er ein skýring á hröðum kaupmáttarskerðingum launafólks með afleiddri ólgu á vinnumarkaði. Orðaleikir Dr. Ásgeirs eru bersýnilega án tengingar við traustan hagfræðilegan grundvöll og án tengingar við þann veruleika að verðtrygging spillir stöðugleika peningakerfisins og alls hagkerfisins. Greinin er því lítið annað en ómálefnaleg varðstaða, að hætti hússins, við sérsmíðaðar villukenningar og ítrekuð stjórnarskrárbrot. Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Örn Karlsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Skrif Dr. Ásgeirs Daníelssonar á visi.is þann 13. nóvember sl. eru til marks um að fræðasamfélagið íslenska sé nú risið upp til varnar sértrú sinni á verðtryggingu. Löngum hefur Ásgeir verið einn prédikara. Skrif Ásgeirs afhjúpa ekki bara lítt skiljanlega trú þessa samfélags heldur ekki síður hvernig sértrúin hefur gengsýrt starfsemi helstu peningastofnunar Íslendinga, Seðlabanka Íslands. Ásger Daníelsson fór nefnilega fyrir hagrannsóknum Seðlabankans þar til nýverið sem forstöðumaður á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabankans. Alla jafnan setur mann hljóðan þegar lesin eru skrif íslenska fræðasamfélagsins til varnar verðtryggingunni. Og maður spyr sig hvernig það hafi mögulega gerst að við Íslendingar leyfðum sértrúarsöfnuði að vaða uppi og taka stjórn á lífi okkar? Hvernig gat það gerst? Sértrú er réttnefni því hvergi í bestu hagfræðiháskólum hins vestræna heims eru fræðin um verðtrygginguna kennd því hún fyrirfinnst ekki í þróuðum löndum, hvar hagstjórn er með fremsta móti. Íslenska fræðasamfélagið hefur því haft nokkuð frítt spil með þvælu sína. Í þessum síðasta vaðli sínum miðar Ásgeir við að vísitala neysluverðs sé bær um að vera til grundvallar lögskiptum í verðtryggðum lánasamningum. Þetta leyfir Ásgeir sér þótt allir alþjóðlega viðurkenndir peningahagfræðingar séu sammála um að sú vísitala nái bara alls ekki að vera mælikvarði á rýrnun innra virðis greiðslumyntar, því atvik óháð virði peninga hafi alltaf áhrif og oft mikil áhrif á vísitöluna. Einmitt þess vegna leggur peningahagfræðin áherslu á að nálgast mat á kjarna verðbólgu (Core Inflation) sem er sá hluti verðbólgunnar sem tengist peningaþætti verðbreytinganna. Nánar tiltekið, þeim þætti verðbreytinganna sem tengist breyttu innra virði innlendrar greiðslumyntar. Ásgeir virðist enga hugmynd hafa um að svona sé í pottinn búið, eða að hér sé um að ræða grundvallaratriði. Hvað ætli að hann haldi að peningahagfræðin meini með áherslu sinni á mismunandi aðferðir til nálgunar kjarnaverðbólgunni? Áhugavert væri að fá svar við því. Ætli vanþekking höfundar sé meginástæðan fyrir því að mat Seðlabanka Íslands á kjarnaverðbólgu er í skötulíki? Tilgangur laga um verðtryggingu er að leiðrétta fyrir rýrnun greiðslumyntarinnar. Það er harmþrungið að verða vitni að því að Dr. Ásgeir Daníelsson hafi engan grun um að vísitala neysluverðs sé óbær vegna hönnunarforsendna til að ákvarða þau lögskipti. Og engan grun um að framkvæmd verðtryggingarinnar stangist ekki bara á tilgang laga um vexti og verðtryggingu heldur líka Stjórnarskránna.Í öðru lagi virðist Ásgeir vera áttavilltur þegar kemur að áhrifum verðtryggingar á heildrænan hag samfélagsins. Til að mynda um þá staðreynd að verðtrygging vinnur gegn aðlögun sem þarf að eiga sér stað í verðbólgu. Hún stuðlar því að lengra verðbólgutímabili og meiri rýrnun greiðslumyntarinnar en ef hún væri ekki til staðar. Verðbólguþrýstingur birtist gjarnan þegar peningingamagnið er meira en passar undirliggjandi raunhagkerfi. Náttúruleg afleiðing þess misgengis er verðbólga sem rýrir innra virði greiðslumyntarinnar þar til peningamagnið og undirliggjandi raunhagkerfi eru samstiga. Ef allt peningamagnið er hins vegar verðtryggt nær þessi aðlögun ekki fram að ganga því verðtryggingin vinnur gegn henni með framleiðslu fleiri peningaeininga til að mæta rýrnuninni sem verðbólgan framkallar. Verðbólgan gengur því ekki niður. Sé hluti peningamagnsins verðtryggður er handhöfum peningamagnsins mismunað. Handhafar verðtryggðra eigna missa ekkert en handhafar óverðtryggðra eigna sitja uppi með rýrðar eignir og hlutfallslega meira eftir því sem verðtryggðar eignir eru stærra hlutfall heildareignanna (peningamagnsins). Hér er gengið nærri jafnræðinu og hér er ein skýring á hröðum kaupmáttarskerðingum launafólks með afleiddri ólgu á vinnumarkaði. Orðaleikir Dr. Ásgeirs eru bersýnilega án tengingar við traustan hagfræðilegan grundvöll og án tengingar við þann veruleika að verðtrygging spillir stöðugleika peningakerfisins og alls hagkerfisins. Greinin er því lítið annað en ómálefnaleg varðstaða, að hætti hússins, við sérsmíðaðar villukenningar og ítrekuð stjórnarskrárbrot. Höfundur er vélaverkfræðingur.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun