Dr. Ásgeir Daníelsson afhjúpar Seðlabankann Örn Karlsson skrifar 16. nóvember 2023 11:00 Skrif Dr. Ásgeirs Daníelssonar á visi.is þann 13. nóvember sl. eru til marks um að fræðasamfélagið íslenska sé nú risið upp til varnar sértrú sinni á verðtryggingu. Löngum hefur Ásgeir verið einn prédikara. Skrif Ásgeirs afhjúpa ekki bara lítt skiljanlega trú þessa samfélags heldur ekki síður hvernig sértrúin hefur gengsýrt starfsemi helstu peningastofnunar Íslendinga, Seðlabanka Íslands. Ásger Daníelsson fór nefnilega fyrir hagrannsóknum Seðlabankans þar til nýverið sem forstöðumaður á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabankans. Alla jafnan setur mann hljóðan þegar lesin eru skrif íslenska fræðasamfélagsins til varnar verðtryggingunni. Og maður spyr sig hvernig það hafi mögulega gerst að við Íslendingar leyfðum sértrúarsöfnuði að vaða uppi og taka stjórn á lífi okkar? Hvernig gat það gerst? Sértrú er réttnefni því hvergi í bestu hagfræðiháskólum hins vestræna heims eru fræðin um verðtrygginguna kennd því hún fyrirfinnst ekki í þróuðum löndum, hvar hagstjórn er með fremsta móti. Íslenska fræðasamfélagið hefur því haft nokkuð frítt spil með þvælu sína. Í þessum síðasta vaðli sínum miðar Ásgeir við að vísitala neysluverðs sé bær um að vera til grundvallar lögskiptum í verðtryggðum lánasamningum. Þetta leyfir Ásgeir sér þótt allir alþjóðlega viðurkenndir peningahagfræðingar séu sammála um að sú vísitala nái bara alls ekki að vera mælikvarði á rýrnun innra virðis greiðslumyntar, því atvik óháð virði peninga hafi alltaf áhrif og oft mikil áhrif á vísitöluna. Einmitt þess vegna leggur peningahagfræðin áherslu á að nálgast mat á kjarna verðbólgu (Core Inflation) sem er sá hluti verðbólgunnar sem tengist peningaþætti verðbreytinganna. Nánar tiltekið, þeim þætti verðbreytinganna sem tengist breyttu innra virði innlendrar greiðslumyntar. Ásgeir virðist enga hugmynd hafa um að svona sé í pottinn búið, eða að hér sé um að ræða grundvallaratriði. Hvað ætli að hann haldi að peningahagfræðin meini með áherslu sinni á mismunandi aðferðir til nálgunar kjarnaverðbólgunni? Áhugavert væri að fá svar við því. Ætli vanþekking höfundar sé meginástæðan fyrir því að mat Seðlabanka Íslands á kjarnaverðbólgu er í skötulíki? Tilgangur laga um verðtryggingu er að leiðrétta fyrir rýrnun greiðslumyntarinnar. Það er harmþrungið að verða vitni að því að Dr. Ásgeir Daníelsson hafi engan grun um að vísitala neysluverðs sé óbær vegna hönnunarforsendna til að ákvarða þau lögskipti. Og engan grun um að framkvæmd verðtryggingarinnar stangist ekki bara á tilgang laga um vexti og verðtryggingu heldur líka Stjórnarskránna.Í öðru lagi virðist Ásgeir vera áttavilltur þegar kemur að áhrifum verðtryggingar á heildrænan hag samfélagsins. Til að mynda um þá staðreynd að verðtrygging vinnur gegn aðlögun sem þarf að eiga sér stað í verðbólgu. Hún stuðlar því að lengra verðbólgutímabili og meiri rýrnun greiðslumyntarinnar en ef hún væri ekki til staðar. Verðbólguþrýstingur birtist gjarnan þegar peningingamagnið er meira en passar undirliggjandi raunhagkerfi. Náttúruleg afleiðing þess misgengis er verðbólga sem rýrir innra virði greiðslumyntarinnar þar til peningamagnið og undirliggjandi raunhagkerfi eru samstiga. Ef allt peningamagnið er hins vegar verðtryggt nær þessi aðlögun ekki fram að ganga því verðtryggingin vinnur gegn henni með framleiðslu fleiri peningaeininga til að mæta rýrnuninni sem verðbólgan framkallar. Verðbólgan gengur því ekki niður. Sé hluti peningamagnsins verðtryggður er handhöfum peningamagnsins mismunað. Handhafar verðtryggðra eigna missa ekkert en handhafar óverðtryggðra eigna sitja uppi með rýrðar eignir og hlutfallslega meira eftir því sem verðtryggðar eignir eru stærra hlutfall heildareignanna (peningamagnsins). Hér er gengið nærri jafnræðinu og hér er ein skýring á hröðum kaupmáttarskerðingum launafólks með afleiddri ólgu á vinnumarkaði. Orðaleikir Dr. Ásgeirs eru bersýnilega án tengingar við traustan hagfræðilegan grundvöll og án tengingar við þann veruleika að verðtrygging spillir stöðugleika peningakerfisins og alls hagkerfisins. Greinin er því lítið annað en ómálefnaleg varðstaða, að hætti hússins, við sérsmíðaðar villukenningar og ítrekuð stjórnarskrárbrot. Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Örn Karlsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Skrif Dr. Ásgeirs Daníelssonar á visi.is þann 13. nóvember sl. eru til marks um að fræðasamfélagið íslenska sé nú risið upp til varnar sértrú sinni á verðtryggingu. Löngum hefur Ásgeir verið einn prédikara. Skrif Ásgeirs afhjúpa ekki bara lítt skiljanlega trú þessa samfélags heldur ekki síður hvernig sértrúin hefur gengsýrt starfsemi helstu peningastofnunar Íslendinga, Seðlabanka Íslands. Ásger Daníelsson fór nefnilega fyrir hagrannsóknum Seðlabankans þar til nýverið sem forstöðumaður á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabankans. Alla jafnan setur mann hljóðan þegar lesin eru skrif íslenska fræðasamfélagsins til varnar verðtryggingunni. Og maður spyr sig hvernig það hafi mögulega gerst að við Íslendingar leyfðum sértrúarsöfnuði að vaða uppi og taka stjórn á lífi okkar? Hvernig gat það gerst? Sértrú er réttnefni því hvergi í bestu hagfræðiháskólum hins vestræna heims eru fræðin um verðtrygginguna kennd því hún fyrirfinnst ekki í þróuðum löndum, hvar hagstjórn er með fremsta móti. Íslenska fræðasamfélagið hefur því haft nokkuð frítt spil með þvælu sína. Í þessum síðasta vaðli sínum miðar Ásgeir við að vísitala neysluverðs sé bær um að vera til grundvallar lögskiptum í verðtryggðum lánasamningum. Þetta leyfir Ásgeir sér þótt allir alþjóðlega viðurkenndir peningahagfræðingar séu sammála um að sú vísitala nái bara alls ekki að vera mælikvarði á rýrnun innra virðis greiðslumyntar, því atvik óháð virði peninga hafi alltaf áhrif og oft mikil áhrif á vísitöluna. Einmitt þess vegna leggur peningahagfræðin áherslu á að nálgast mat á kjarna verðbólgu (Core Inflation) sem er sá hluti verðbólgunnar sem tengist peningaþætti verðbreytinganna. Nánar tiltekið, þeim þætti verðbreytinganna sem tengist breyttu innra virði innlendrar greiðslumyntar. Ásgeir virðist enga hugmynd hafa um að svona sé í pottinn búið, eða að hér sé um að ræða grundvallaratriði. Hvað ætli að hann haldi að peningahagfræðin meini með áherslu sinni á mismunandi aðferðir til nálgunar kjarnaverðbólgunni? Áhugavert væri að fá svar við því. Ætli vanþekking höfundar sé meginástæðan fyrir því að mat Seðlabanka Íslands á kjarnaverðbólgu er í skötulíki? Tilgangur laga um verðtryggingu er að leiðrétta fyrir rýrnun greiðslumyntarinnar. Það er harmþrungið að verða vitni að því að Dr. Ásgeir Daníelsson hafi engan grun um að vísitala neysluverðs sé óbær vegna hönnunarforsendna til að ákvarða þau lögskipti. Og engan grun um að framkvæmd verðtryggingarinnar stangist ekki bara á tilgang laga um vexti og verðtryggingu heldur líka Stjórnarskránna.Í öðru lagi virðist Ásgeir vera áttavilltur þegar kemur að áhrifum verðtryggingar á heildrænan hag samfélagsins. Til að mynda um þá staðreynd að verðtrygging vinnur gegn aðlögun sem þarf að eiga sér stað í verðbólgu. Hún stuðlar því að lengra verðbólgutímabili og meiri rýrnun greiðslumyntarinnar en ef hún væri ekki til staðar. Verðbólguþrýstingur birtist gjarnan þegar peningingamagnið er meira en passar undirliggjandi raunhagkerfi. Náttúruleg afleiðing þess misgengis er verðbólga sem rýrir innra virði greiðslumyntarinnar þar til peningamagnið og undirliggjandi raunhagkerfi eru samstiga. Ef allt peningamagnið er hins vegar verðtryggt nær þessi aðlögun ekki fram að ganga því verðtryggingin vinnur gegn henni með framleiðslu fleiri peningaeininga til að mæta rýrnuninni sem verðbólgan framkallar. Verðbólgan gengur því ekki niður. Sé hluti peningamagnsins verðtryggður er handhöfum peningamagnsins mismunað. Handhafar verðtryggðra eigna missa ekkert en handhafar óverðtryggðra eigna sitja uppi með rýrðar eignir og hlutfallslega meira eftir því sem verðtryggðar eignir eru stærra hlutfall heildareignanna (peningamagnsins). Hér er gengið nærri jafnræðinu og hér er ein skýring á hröðum kaupmáttarskerðingum launafólks með afleiddri ólgu á vinnumarkaði. Orðaleikir Dr. Ásgeirs eru bersýnilega án tengingar við traustan hagfræðilegan grundvöll og án tengingar við þann veruleika að verðtrygging spillir stöðugleika peningakerfisins og alls hagkerfisins. Greinin er því lítið annað en ómálefnaleg varðstaða, að hætti hússins, við sérsmíðaðar villukenningar og ítrekuð stjórnarskrárbrot. Höfundur er vélaverkfræðingur.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar