Eru mannréttindi einungis orð á blaði? Una María Óðinsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 09:30 Við þekkjum flest orðið mannréttindi, og getum við flest verið sammála um að grundvallar mannréttindi eru hornsteinn góðra lífskjara. Orðið mannréttindi er skilgreint í íslenskri orðabók á eftirfarandi hátt; tiltekin grundvallarréttindi hverrar manneskju, óháð þjóðerni, kyni, kynhneigð, trú og skoðana. Grundvallar mannréttindi fela meðal annar í sér rétt til lífs, frelsis, og þeirra lífskjara sem að nauðsynleg eru til þess að tryggja heilsu hvers og eins. Árið 2011 varð Ísland fyrsta vestræna ríkið til þess að viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Pelstínu. Og var það einróma samþykkt á Alþingi. Á Gaza ströndinni hafa 11.þúsund almennra borgara, þar af er tæplega helmingur barna tapað lífi sínu á rúmum mánuði. Ólíkt þeim hamförum sem að dynja yfir okkur á Íslandi, eru þær aðgerðir sem herja yfir á Gaza ströndinni af mannavöldum. Í sögulegu samhengi eru þetta einn skelfilegasti atburður samtíma okkar. Íslensk stjórnvöld hafa takmarkað beitt sér á alþjóðavettvangi til þess að hafa áhrif á þessa stöðu. Mannréttindaryfirlýsing Sameinuðu þjóðana var samþykkt þann 10.desember 1948. Ísland var á meðal þeirra þjóða sem að samþykkti yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er umfangsmikil og stendur hún saman af 30.greinum er varða grundvallarréttindi. Fyrsta grein sáttmálans, vitnar í þau réttindi að allir fæðist frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Í 25.grein er snert á réttindum er varða lífskjör. Allir einstaklingar, óháð þjóðerni, trú, samfélags stöðu, hafa rétt á lífskjörum sem að nauðsynleg eru til þess að viðhalda heilsu og vellíðan þeirra og fjölskyldu þeirra. Það er ekki boðlegt að alþjóðalög, mannréttindi, borgaraleg réttindi og réttur til grunnþjónustu séu brotin. Það er ekki boðlegt að ekkert rafmagn, matur, eða vatn sé í boði fyrir 2,2 milljónir manns. Það er ekki boðlegt að heilu fjölskyldurnar séu þurrkaðar út á sekúndubroti. Er virði lífs mis mikið eftir þjóðerni, trú eða búsetu? Íslendingar leggja mikið upp úr því að stæra sig af stöðu okkar í jafnréttisbaráttunni, hve langt við höfum náð hvað mannréttindi varðar, og er gerð krafa til borgara samfélagsins að vera upplýstir og nýta krafta sína til góðs. Hvað myndi gerast ef að þessi grundvallarréttindi og lífskjör einstaklinga og fjölskyldna myndu gufa upp sporlaust? Mikil ólga og óvissa ríkir í samfélagi okkar þessa dagana. Náttúruöfl og stríðsátök út í heimi hanga yfir okkur eins og óveðurský. Eitt er alltaf víst, að við vitum aldrei hvað lífið mun bera í skaut með sér. Þegar lífið bankar upp á, og fótunum er kippt undan okkur viljum við geta verið viss um að við höfum greiðan aðgang að réttindum okkar og grunnþörfum sé uppfyllt. Mannréttindaryfirlýsingin, Barnasáttmálinn, Genfarsáttmálinn og almennt alþjóðalög eru til þess gerð að vernda almenna borgara, eins og mig og þig. Þau hafa það hlutverk að veita vernd og tryggja ákveðin lífskjör og öryggi. Sama hvort það er fyrir íslenskt fólk í friðsælu samfélagi eða börn í stríðsátökum í Gaza, gegn misrétti og kúgun. Þess vegna spyr ég, eru mannréttindi aðeins orð á blaði. Eða eru þau alþjóðalög og grunngildi sem að við sem manneskjur og sem samfélag höfum komið okkur saman um? Eru mannréttindi ekki óhagganlegur hornsteinn tilveru okkar sem að við sameinumst í að berjast fyrir? Eiga kjörnir fulltrúar og ríkisstjórn landsins ekki að endurspegla vilja almennings? Höfundur er málefnastýra Ungs Jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mannréttindi Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Við þekkjum flest orðið mannréttindi, og getum við flest verið sammála um að grundvallar mannréttindi eru hornsteinn góðra lífskjara. Orðið mannréttindi er skilgreint í íslenskri orðabók á eftirfarandi hátt; tiltekin grundvallarréttindi hverrar manneskju, óháð þjóðerni, kyni, kynhneigð, trú og skoðana. Grundvallar mannréttindi fela meðal annar í sér rétt til lífs, frelsis, og þeirra lífskjara sem að nauðsynleg eru til þess að tryggja heilsu hvers og eins. Árið 2011 varð Ísland fyrsta vestræna ríkið til þess að viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Pelstínu. Og var það einróma samþykkt á Alþingi. Á Gaza ströndinni hafa 11.þúsund almennra borgara, þar af er tæplega helmingur barna tapað lífi sínu á rúmum mánuði. Ólíkt þeim hamförum sem að dynja yfir okkur á Íslandi, eru þær aðgerðir sem herja yfir á Gaza ströndinni af mannavöldum. Í sögulegu samhengi eru þetta einn skelfilegasti atburður samtíma okkar. Íslensk stjórnvöld hafa takmarkað beitt sér á alþjóðavettvangi til þess að hafa áhrif á þessa stöðu. Mannréttindaryfirlýsing Sameinuðu þjóðana var samþykkt þann 10.desember 1948. Ísland var á meðal þeirra þjóða sem að samþykkti yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er umfangsmikil og stendur hún saman af 30.greinum er varða grundvallarréttindi. Fyrsta grein sáttmálans, vitnar í þau réttindi að allir fæðist frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Í 25.grein er snert á réttindum er varða lífskjör. Allir einstaklingar, óháð þjóðerni, trú, samfélags stöðu, hafa rétt á lífskjörum sem að nauðsynleg eru til þess að viðhalda heilsu og vellíðan þeirra og fjölskyldu þeirra. Það er ekki boðlegt að alþjóðalög, mannréttindi, borgaraleg réttindi og réttur til grunnþjónustu séu brotin. Það er ekki boðlegt að ekkert rafmagn, matur, eða vatn sé í boði fyrir 2,2 milljónir manns. Það er ekki boðlegt að heilu fjölskyldurnar séu þurrkaðar út á sekúndubroti. Er virði lífs mis mikið eftir þjóðerni, trú eða búsetu? Íslendingar leggja mikið upp úr því að stæra sig af stöðu okkar í jafnréttisbaráttunni, hve langt við höfum náð hvað mannréttindi varðar, og er gerð krafa til borgara samfélagsins að vera upplýstir og nýta krafta sína til góðs. Hvað myndi gerast ef að þessi grundvallarréttindi og lífskjör einstaklinga og fjölskyldna myndu gufa upp sporlaust? Mikil ólga og óvissa ríkir í samfélagi okkar þessa dagana. Náttúruöfl og stríðsátök út í heimi hanga yfir okkur eins og óveðurský. Eitt er alltaf víst, að við vitum aldrei hvað lífið mun bera í skaut með sér. Þegar lífið bankar upp á, og fótunum er kippt undan okkur viljum við geta verið viss um að við höfum greiðan aðgang að réttindum okkar og grunnþörfum sé uppfyllt. Mannréttindaryfirlýsingin, Barnasáttmálinn, Genfarsáttmálinn og almennt alþjóðalög eru til þess gerð að vernda almenna borgara, eins og mig og þig. Þau hafa það hlutverk að veita vernd og tryggja ákveðin lífskjör og öryggi. Sama hvort það er fyrir íslenskt fólk í friðsælu samfélagi eða börn í stríðsátökum í Gaza, gegn misrétti og kúgun. Þess vegna spyr ég, eru mannréttindi aðeins orð á blaði. Eða eru þau alþjóðalög og grunngildi sem að við sem manneskjur og sem samfélag höfum komið okkur saman um? Eru mannréttindi ekki óhagganlegur hornsteinn tilveru okkar sem að við sameinumst í að berjast fyrir? Eiga kjörnir fulltrúar og ríkisstjórn landsins ekki að endurspegla vilja almennings? Höfundur er málefnastýra Ungs Jafnaðarfólks.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar