Körfubolti

Klay og Draymond reknir í sturtu áður en skorað var stig í leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það gekk mikið á strax í upphafi leiks og bæði Klay Thompson og Draymond Green voru reknir í sturtu. Rudy Gobert fékk að finna fyrir því frá Green.
Það gekk mikið á strax í upphafi leiks og bæði Klay Thompson og Draymond Green voru reknir í sturtu. Rudy Gobert fékk að finna fyrir því frá Green. AP/Jed Jacobsohn

Þetta var ekki góð nótt fyrir lið Golden State Warriors í NBA deildinni í körfubolta sem tapaði þá fyrir Minnesota Timberwolves á heimavelli.

Minnesota vann 104-101 sigur á Golden State eftir að hafa unnið fjórða leikhlutann með tíu stigum, 28-18.

Það er ekki nóg með það að liðið þurfti að spila leikinn án Stephen Curry, sem er meiddur á hné, heldur voru tvær stjörnur liðsins reknar út úr húsi eftir minna en tveggja mínútna leik.

Klay Thompson, Draymond Green og svo Jaden McDaniels hjá Timberwolves voru allir reknir út úr húsi eftir að aðeins hundrað sekúndur voru liðnar af leiknum.

Thompson og McDaniels lenti saman í hraðaupphlaupi eftir að Thompson hélt í treyju McDaniels í baráttu um boltann. McDaniels svaraði með því að grípa í Thompson og þeir neituðu að sleppa. Í framhaldinu fóru þeir að slá til hvors annars og ýta hvorum öðrum.

Þegar aðrir leikmenn ruku í átt að þeim þó tók Green franska miðherjann Rudy Gobert haustaki. Þjálfarar losuðu Green af Gobert og aðrir skildu þá Thompson og McDaniels í sundur.

Ótrúleg byrjun á leiknum. Thompson og McDaniels fengu báðir tvær tæknivillur og Green fékk óíþróttamannslega villu tvö. Þetta er í fyrsta sinn á síðustu 25 árum sem margir leikmenn eru reknir út úr húsi áður en það er skorað stig í leiknum.

Green var þarna að fá sinn annan brottrekstur á tímabilinu en hann var einnig rekinn út úr húsi á móti Cleveland Cavaliers á laugardaginn var.

Ofan á þessar fréttir sagði Steve Kerr, þjálfari Warriors, frá því eftir leikinn að Stephen Curry þyrfti að fara í myndatöku vegna hnémeiðslanna. Beðið er eftir niðurstöðunni. Curry datt illa á hnéð í leik á móti Minnesota á sunnudaginn. Hann kláraði leikinn en sást vera að strjúka hægra hnéð.

Curry hefur haldið Golden State liðinu á floti á þessi tímabili með 30,7 stig í leik. Hann hefur skorað þrjátíu stig eða meira í sex af ellefu leikjum sínum með liðinu.

  • Úrslitin í NBA í nótt:
  • Charlotte Hornets-Miami Heat 105-111
  • Detroit Pistons-Atlanta Hawks 120-126
  • Philadelphia 76ers-Indiana Pacers 126-132
  • Brooklyn Nets-Orlando Magic 124-104
  • Oklahoma City Thunder-San Antonio Spurs 123-87
  • New Orleans Pelicans-Dallas Mavericks 131-110
  • Utah Jazz-Portland Trail Blazers 115-99
  • Denver Nuggets-Los Angeles Clippers 111-108
  • Golden State Warriors-Minnesota Timberwolves 101-104
  • Los Angeles Lakers-Memphis Grizzlies 134-107
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×