Flytja nýbura af spítalanum sem enn er án rafmagns Lovísa Arnardóttir skrifar 12. nóvember 2023 08:25 Myndin er tekin á Nasser spítalanum í Khan Yunis á Gasa í nótt. Vísir/Getty Starfsfólk á stærsta spítala Gasa, al-Shifa, segja sjúklinga og fólk á flótta fast í hræðilegu ástandi á meðan átök fara fram í nærliggjandi götum. Ísraelsher segist ætla að aðstoða við flutning nýbura af spítalanum í dag. Átök hafa geisað við spítalann í tvo daga. Ekkert vatn er á al-Shifa spítalanum, matur eða rafmagn. Tvö börn eru sögð látin í kjölfar þess að rafmagn fór af, eitt var í öndunarvél og annað í hitakassa. Læknar spítalans segja 20 börn til viðbótar í viðkvæmri stöðu sem voru í meðferð á nýburadeild spítalans. Ísraelar hafa lýst því yfir að hægt verði að flytja börnin á annan spítala síðar í dag. Talsmaður ísraelska hersins sagði spítalann hafa óskað eftir aðstoð og að Ísraelsher myndi veita þeim hana. Á vef BBC segir að þeim hafi verið sendar myndir af 20 nýburum á skurðstofu en þau voru flutt þangað eftir að rafmagn fór af bráðamóttöku nýburadeildarinnar. Samtök lækna á svæðinu hafa varað við því að ef ekkert verði gert geti 37 nýburar til viðbótar dáið. Þá kemur einnig fram á vref BBC að frásagnir frá fólki á spítalanum séu hryllilegar. Þar sé reglulega slegist, sjúklingar sem hafi farið í aðgerð geti ekki farið og að lík þeirra sem látin eru hlaðist upp án þess að hægt sé að jarða þau. Eftir að rafmagn fór af kælum þar sem líkin eru geymd óttast læknar um smit og sjúkdóma. Hamas vinni undir spítalanum Þúsundir hafa leitað skjóls í spítalanum en þar hafa geisað hörð átök síðustu tvo daga. Ísraelsher hefur ítrekað sakað Hamas um starfrækja höfuðstöðvar sínar undir spítalanum, en Hamas segir það ekki rétt. Alþjóðleg mannréttindasamtök hafa mörg fordæmt átökin á og við spítalann. .@WHO has lost communication with its contacts in Al-Shifa Hospital in northern Gaza. As horrifying reports of the hospital facing repeated attacks continue to emerge, we assume our contacts joined tens of thousands of displaced people and are fleeing the area. pic.twitter.com/SouW2W3cad— WHO Regional Office for the Eastern Mediterranean (@WHOEMRO) November 12, 2023 Átökin á Gasa hafa nú geisað í meira en mánuð. Allt frá því að Hamas réðst inn í Ísrael, myrti um 1.200 manns og tók 200 gísla. Frá þeim tíma hefur Ísraelsher myrt um 11 þúsund almenna borgara í Palestínu í árásum sínum. Um helmingur þeirra sem látin eru á Gasa eru börn. Ekkert vopnahlé án þess að gíslum sé sleppt Netanyahu hefur hingað til ekki viljað samþykkja vopnahlé nema að öllum 239 gíslum Hamas sé sleppt en hann ítrekaði það í ávarpi í sjónvarpi í gær. „Stríðið gegn Hamas heldur áfram af fullum krafti, og það er aðeins eitt markmið, að vinna. Það er enginn annar valmöguleiki en að sigra,“ sagði hann í ávarpi sínu. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ekkert bendir til að blaðamenn á Gasa hafi vitað af árásunum Framkvæmdastjóri HonestReporting segir samtökin aðeins hafa verið að velta upp spurningum þegar þau ýjuðu að því að palestínskir blaðaljósmyndarar hafi vitað af árás Hamas á Ísrael þann 7. október fyrir fram. Ekkert bendi til að ljósmyndararnir hafi vitað af árásinni fyrirfram. 10. nóvember 2023 17:10 Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október. 10. nóvember 2023 11:07 Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. 10. nóvember 2023 06:54 Segja Ísraela hafa samþykkt tímabundin hlé Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða. 9. nóvember 2023 20:01 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Ekkert vatn er á al-Shifa spítalanum, matur eða rafmagn. Tvö börn eru sögð látin í kjölfar þess að rafmagn fór af, eitt var í öndunarvél og annað í hitakassa. Læknar spítalans segja 20 börn til viðbótar í viðkvæmri stöðu sem voru í meðferð á nýburadeild spítalans. Ísraelar hafa lýst því yfir að hægt verði að flytja börnin á annan spítala síðar í dag. Talsmaður ísraelska hersins sagði spítalann hafa óskað eftir aðstoð og að Ísraelsher myndi veita þeim hana. Á vef BBC segir að þeim hafi verið sendar myndir af 20 nýburum á skurðstofu en þau voru flutt þangað eftir að rafmagn fór af bráðamóttöku nýburadeildarinnar. Samtök lækna á svæðinu hafa varað við því að ef ekkert verði gert geti 37 nýburar til viðbótar dáið. Þá kemur einnig fram á vref BBC að frásagnir frá fólki á spítalanum séu hryllilegar. Þar sé reglulega slegist, sjúklingar sem hafi farið í aðgerð geti ekki farið og að lík þeirra sem látin eru hlaðist upp án þess að hægt sé að jarða þau. Eftir að rafmagn fór af kælum þar sem líkin eru geymd óttast læknar um smit og sjúkdóma. Hamas vinni undir spítalanum Þúsundir hafa leitað skjóls í spítalanum en þar hafa geisað hörð átök síðustu tvo daga. Ísraelsher hefur ítrekað sakað Hamas um starfrækja höfuðstöðvar sínar undir spítalanum, en Hamas segir það ekki rétt. Alþjóðleg mannréttindasamtök hafa mörg fordæmt átökin á og við spítalann. .@WHO has lost communication with its contacts in Al-Shifa Hospital in northern Gaza. As horrifying reports of the hospital facing repeated attacks continue to emerge, we assume our contacts joined tens of thousands of displaced people and are fleeing the area. pic.twitter.com/SouW2W3cad— WHO Regional Office for the Eastern Mediterranean (@WHOEMRO) November 12, 2023 Átökin á Gasa hafa nú geisað í meira en mánuð. Allt frá því að Hamas réðst inn í Ísrael, myrti um 1.200 manns og tók 200 gísla. Frá þeim tíma hefur Ísraelsher myrt um 11 þúsund almenna borgara í Palestínu í árásum sínum. Um helmingur þeirra sem látin eru á Gasa eru börn. Ekkert vopnahlé án þess að gíslum sé sleppt Netanyahu hefur hingað til ekki viljað samþykkja vopnahlé nema að öllum 239 gíslum Hamas sé sleppt en hann ítrekaði það í ávarpi í sjónvarpi í gær. „Stríðið gegn Hamas heldur áfram af fullum krafti, og það er aðeins eitt markmið, að vinna. Það er enginn annar valmöguleiki en að sigra,“ sagði hann í ávarpi sínu.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ekkert bendir til að blaðamenn á Gasa hafi vitað af árásunum Framkvæmdastjóri HonestReporting segir samtökin aðeins hafa verið að velta upp spurningum þegar þau ýjuðu að því að palestínskir blaðaljósmyndarar hafi vitað af árás Hamas á Ísrael þann 7. október fyrir fram. Ekkert bendi til að ljósmyndararnir hafi vitað af árásinni fyrirfram. 10. nóvember 2023 17:10 Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október. 10. nóvember 2023 11:07 Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. 10. nóvember 2023 06:54 Segja Ísraela hafa samþykkt tímabundin hlé Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða. 9. nóvember 2023 20:01 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Ekkert bendir til að blaðamenn á Gasa hafi vitað af árásunum Framkvæmdastjóri HonestReporting segir samtökin aðeins hafa verið að velta upp spurningum þegar þau ýjuðu að því að palestínskir blaðaljósmyndarar hafi vitað af árás Hamas á Ísrael þann 7. október fyrir fram. Ekkert bendi til að ljósmyndararnir hafi vitað af árásinni fyrirfram. 10. nóvember 2023 17:10
Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október. 10. nóvember 2023 11:07
Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. 10. nóvember 2023 06:54
Segja Ísraela hafa samþykkt tímabundin hlé Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða. 9. nóvember 2023 20:01