Ekkert bendir til að blaðamenn á Gasa hafi vitað af árásunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 17:10 Ekkert bendir til að palestínskir blaðamenn hafi vitað af árás Hamas á Ísrael áður en hún var framin. AP/Ohad Zwigenberg Framkvæmdastjóri HonestReporting segir samtökin aðeins hafa verið að velta upp spurningum þegar þau ýjuðu að því að palestínskir blaðaljósmyndarar hafi vitað af árás Hamas á Ísrael þann 7. október fyrir fram. Ekkert bendi til að ljósmyndararnir hafi vitað af árásinni fyrirfram. HonestReporting eru ísraelsk samtök og er yfirlýst markmið þeirra að berjast gegn falsfréttum um Ísrael og síonisma. Samtökin ýjuðu að því í vikunni að palestínskir ljósmyndarar hafi fengið upplýsingar um fyrirhugaða árás Hamas á Ísrael 7. október. Þessar „vangaveltur“ samtakanna leiddu til þess að samskiptaráðherra Ísrael, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og fleiri þingmenn sökuðu blaðamennina um að hafa verið viðstaddir þegar árásirnar fóru fram og þeir hafi verið þátttakendur í atburðarrásinni. Tveir stjórnmálamenn gengu svo langt að ýja að því að blaðaljósmyndarana ætti að drepa. Ljósmyndararnir hafa margir hverjir verið í verktakavinnu fyrir fjölmiðla á borð við CNN, The New York Times, AP og Reuters. Miðlarnir fjórir gáfu allir út yfirlýsingu í gær þar sem þeir tóku fyrir það að þeir hafi vitað af árásinni fyrir fram. Gil Hoffmann, framkvæmdastjóri HonestReporting og fyrrverandi blaðamaður hjá The Jerusalem Post, segir í samtali við fréttastofu AP að samtökin hafi ekki haft neinar upplýsingar í höndum sem renndu stoðum undir þetta. Hann hafi verið ánægður og sáttur með þau svör ljósmyndaranna, sem hafi haft samband við samtökin í kjölfarið. „Þetta voru mikilvægar spurningar sem þurfti að fá svör við,“ segir Hoffmann. Fram kom í yfirlýsingu New York Times í gær að Yousef Masoud, sem tók ljósmynd af því þegar Hamas-liðar lögðu undir sig ísraelskan skriðdreka og var notuð bæði af NYT og AP, hafi ekki vitað af árásinni fyrir fram. Fyrstu ljósmyndirnar sem hann tók þennan dag hafi verið teknar 90 mínútum eftir að árásin hófst. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október. 10. nóvember 2023 11:07 Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. 10. nóvember 2023 06:54 Blaðamenn á Gasa grunaðir um að hafa vitað af árásunum Samskiptaráðherra Ísrael hefur sakað blaðamenn á Gasa sem vinna í verktakavinnu fyrir erlenda miðla um að hafa haft vitneskju um árásir Hamas-liða 7. október síðastliðinn, áður en þeir létu til skarar skríða. 10. nóvember 2023 08:40 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
HonestReporting eru ísraelsk samtök og er yfirlýst markmið þeirra að berjast gegn falsfréttum um Ísrael og síonisma. Samtökin ýjuðu að því í vikunni að palestínskir ljósmyndarar hafi fengið upplýsingar um fyrirhugaða árás Hamas á Ísrael 7. október. Þessar „vangaveltur“ samtakanna leiddu til þess að samskiptaráðherra Ísrael, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og fleiri þingmenn sökuðu blaðamennina um að hafa verið viðstaddir þegar árásirnar fóru fram og þeir hafi verið þátttakendur í atburðarrásinni. Tveir stjórnmálamenn gengu svo langt að ýja að því að blaðaljósmyndarana ætti að drepa. Ljósmyndararnir hafa margir hverjir verið í verktakavinnu fyrir fjölmiðla á borð við CNN, The New York Times, AP og Reuters. Miðlarnir fjórir gáfu allir út yfirlýsingu í gær þar sem þeir tóku fyrir það að þeir hafi vitað af árásinni fyrir fram. Gil Hoffmann, framkvæmdastjóri HonestReporting og fyrrverandi blaðamaður hjá The Jerusalem Post, segir í samtali við fréttastofu AP að samtökin hafi ekki haft neinar upplýsingar í höndum sem renndu stoðum undir þetta. Hann hafi verið ánægður og sáttur með þau svör ljósmyndaranna, sem hafi haft samband við samtökin í kjölfarið. „Þetta voru mikilvægar spurningar sem þurfti að fá svör við,“ segir Hoffmann. Fram kom í yfirlýsingu New York Times í gær að Yousef Masoud, sem tók ljósmynd af því þegar Hamas-liðar lögðu undir sig ísraelskan skriðdreka og var notuð bæði af NYT og AP, hafi ekki vitað af árásinni fyrir fram. Fyrstu ljósmyndirnar sem hann tók þennan dag hafi verið teknar 90 mínútum eftir að árásin hófst.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október. 10. nóvember 2023 11:07 Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. 10. nóvember 2023 06:54 Blaðamenn á Gasa grunaðir um að hafa vitað af árásunum Samskiptaráðherra Ísrael hefur sakað blaðamenn á Gasa sem vinna í verktakavinnu fyrir erlenda miðla um að hafa haft vitneskju um árásir Hamas-liða 7. október síðastliðinn, áður en þeir létu til skarar skríða. 10. nóvember 2023 08:40 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október. 10. nóvember 2023 11:07
Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. 10. nóvember 2023 06:54
Blaðamenn á Gasa grunaðir um að hafa vitað af árásunum Samskiptaráðherra Ísrael hefur sakað blaðamenn á Gasa sem vinna í verktakavinnu fyrir erlenda miðla um að hafa haft vitneskju um árásir Hamas-liða 7. október síðastliðinn, áður en þeir létu til skarar skríða. 10. nóvember 2023 08:40