Baunar á ráðherra vegna bjargarlauss fanga í geðrofi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2023 09:52 Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu - félags fanga. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, gagnrýnir heilbrigðiskerfið harðlega vegna fanga í geðrænum vanda sem fær ekki inni á bráðageðdeild Landspítalans. Hann segir að bregðast þurfi tafarlaust við og segir ástandið gerast á vakt Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. RÚV greindi fyrst frá en um er að ræða rúmlega þrítugan karlmann sem hefur setið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni og glímir við mikla andlega erfiðleika. Guðmundur Ingi segir í færslu á Facebook að manninum hafi hrakað verulega. „Þegar ég ræddi við hann í síðustu viku varð mér ljóst að maðurinn væri kominn á það stig að nú yrði hreinlega að bregðast við. Hann var í geðrofi, með ranghugmyndir, og veit ekki hvar hann er. Hann er hræddur, grætur mikið og er einfaldlega ekki sami maður og áður. Tónninn í orðum hans eins og hjá öllum öðrum sem hafa endað á að verða sjálfum sér og öðrum hættulegur. Hann er því líklegur til að ráðast á samfanga, fangaverði eða hreinlega svipta sig lífi.“ Fjallað var um veikan fanga í Kompás á Vísi í apríl. Þar kom fram að á hverjum tíma séu hátt í átta fangar sem þola ekki afplánun og ættu að vera í sértækum úrræðum. Guðmundur segist í framhaldinu hafa sent tölvupóst, í nafni Afstöðu, á alla þá sem taldi að gætu aðstoðað, „Í kjölfarið fóru hjólin að snúast og fagfólk Fangelsismálastofnunar vann alla helgina við að senda erindi út og suður en allt kom fyrir ekki. Bráðageðdeild Landspítala neitaði að taka við unga manninum nema gegn skilyrðum um að einkennisklæddir fangaverðir væru yfir honum allan tímann. Sú stofnun sem ber ábyrgð á gæsluvarðhaldinu, þ.e. lögreglan, neitar að óska eftir því við dómara að breyta úrskurði sínum á þann veg að vista eigi unga manninn á viðeigandi stofnun nema að undangengnu mati lækna bráðageðdeildar um að hann sé í geðrofi. Þarna eru því hendur nokkurra stofnana upp á móti hverri annarri sem að sjálfsögðu bitnar mest á unga manninum.“ Guðmundur Ingi segir málið hafa fengið mikið á sig. „Það er með ólíkindum að það séu enn í dag svo miklir fordómar í kerfinu okkar gagnvart jaðarsettu fólki. Ég fullyrði að margítrekað sé brotið á mannréttindum þessa unga manns sem fær ekki þá læknisaðstoð sem hann þarf. Til hvers eru geðdeildir landsins ef þær lokaðar andlega veiku fólki sem getur verið hættulegt sér og öðrum? Fær ekki starfsfólk geðdeilda kennslu og þjálfun í því að sinna veikum einstaklingum? Það er alveg á hreinu að geðdeildir landsins vísa veiku fólki frá, sama hversu oft því er neitað. Það er líka frávísun þrátt fyrir að einstaklingurinn fái að vera á deildinni í fáeinar klukkustundir.“ Guðmundur Ingi segist hugsi yfir stefnu og stöðu heilbrigðismála á Íslandi. Hann geti ekki sætt sig við það að stjórnendur geðdeilda mæti í fjölmiðla og haldi því blákalt fram að engum sé vísað frá þegar það er ítrekað staðfest að um ósannsögli er að ræða. „Ég skora á heilbrigðisráðherra að gera eitthvað í málunum. Ekki setja á fót starfshóp sem skila á tillögum eftir þrjú ár. Það þarf að bregðast tafarlaust við. Þetta er á þinni vakt Willum Þór Þórsson!“ Guðmundur Ingi þakkar fangelsisyfirvöldum fyrir ótrúlega fagleg viðbrögð og hvernig þau hafi unnið að málinu undanfarna viku. Snúist fyrst og fremst um að tryggja öryggi Í Kompás á Vísi í apríl var fjallað um veika fanga og meðal annars rætt við Nönnu Briem, framkvæmdastjóra geðþjónustu Landspítalans. Hún hafnaði því að spítalinn neiti föngum um þjónustu. „Nei. Og það er í rauninni einfaldasta svarið, við gerum það ekki,“ sagði Nanna Briem á Vísi í apríl. Aðspurð hvers vegna því væri haldið fram að geðdeildirnar tækju ekki við þessum hópi sagði hún um misskilning sé að ræða sem gæti verið byggður á nokkrum þáttum. „Ég hef velt þessu fyrir mér. Ég held að það sé þannig að aðstaðan í fangelsunum er ekki góð fyrir ákveðinn hóp fanga. Ég held að það sé hluti af skýringunni. Ég held líka að það sé ákveðið skilningsleysi á báða bóga. Það er skilningsleysi á hlutverk Landspítala er og svo er ég ekki í neinum vafa um að við getum alltaf gert betur.“ Hún sagði starfsfólk geðdeilda meta þá skjólstæðinga sem leiti til deildanna. Matið byggði á geðrænu ástandi þeirra, en líka á félagslegum aðstæðum viðkomandi. „Innlagnir á bráða- og legudeildir hjá okkur snúa fyrst og fremst um að tryggja öryggi. Ef einkenni eru svo alvarleg að viðkomandi eða öðrum er hætta búin og ekki hægt að veita nægilegan stuðning í því umhverfi sem hann býr við, þá er það forsenda fyrir því að leggja einstakling inn.“ Heilbrigðismál Fangelsismál Geðheilbrigði Landspítalinn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá en um er að ræða rúmlega þrítugan karlmann sem hefur setið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni og glímir við mikla andlega erfiðleika. Guðmundur Ingi segir í færslu á Facebook að manninum hafi hrakað verulega. „Þegar ég ræddi við hann í síðustu viku varð mér ljóst að maðurinn væri kominn á það stig að nú yrði hreinlega að bregðast við. Hann var í geðrofi, með ranghugmyndir, og veit ekki hvar hann er. Hann er hræddur, grætur mikið og er einfaldlega ekki sami maður og áður. Tónninn í orðum hans eins og hjá öllum öðrum sem hafa endað á að verða sjálfum sér og öðrum hættulegur. Hann er því líklegur til að ráðast á samfanga, fangaverði eða hreinlega svipta sig lífi.“ Fjallað var um veikan fanga í Kompás á Vísi í apríl. Þar kom fram að á hverjum tíma séu hátt í átta fangar sem þola ekki afplánun og ættu að vera í sértækum úrræðum. Guðmundur segist í framhaldinu hafa sent tölvupóst, í nafni Afstöðu, á alla þá sem taldi að gætu aðstoðað, „Í kjölfarið fóru hjólin að snúast og fagfólk Fangelsismálastofnunar vann alla helgina við að senda erindi út og suður en allt kom fyrir ekki. Bráðageðdeild Landspítala neitaði að taka við unga manninum nema gegn skilyrðum um að einkennisklæddir fangaverðir væru yfir honum allan tímann. Sú stofnun sem ber ábyrgð á gæsluvarðhaldinu, þ.e. lögreglan, neitar að óska eftir því við dómara að breyta úrskurði sínum á þann veg að vista eigi unga manninn á viðeigandi stofnun nema að undangengnu mati lækna bráðageðdeildar um að hann sé í geðrofi. Þarna eru því hendur nokkurra stofnana upp á móti hverri annarri sem að sjálfsögðu bitnar mest á unga manninum.“ Guðmundur Ingi segir málið hafa fengið mikið á sig. „Það er með ólíkindum að það séu enn í dag svo miklir fordómar í kerfinu okkar gagnvart jaðarsettu fólki. Ég fullyrði að margítrekað sé brotið á mannréttindum þessa unga manns sem fær ekki þá læknisaðstoð sem hann þarf. Til hvers eru geðdeildir landsins ef þær lokaðar andlega veiku fólki sem getur verið hættulegt sér og öðrum? Fær ekki starfsfólk geðdeilda kennslu og þjálfun í því að sinna veikum einstaklingum? Það er alveg á hreinu að geðdeildir landsins vísa veiku fólki frá, sama hversu oft því er neitað. Það er líka frávísun þrátt fyrir að einstaklingurinn fái að vera á deildinni í fáeinar klukkustundir.“ Guðmundur Ingi segist hugsi yfir stefnu og stöðu heilbrigðismála á Íslandi. Hann geti ekki sætt sig við það að stjórnendur geðdeilda mæti í fjölmiðla og haldi því blákalt fram að engum sé vísað frá þegar það er ítrekað staðfest að um ósannsögli er að ræða. „Ég skora á heilbrigðisráðherra að gera eitthvað í málunum. Ekki setja á fót starfshóp sem skila á tillögum eftir þrjú ár. Það þarf að bregðast tafarlaust við. Þetta er á þinni vakt Willum Þór Þórsson!“ Guðmundur Ingi þakkar fangelsisyfirvöldum fyrir ótrúlega fagleg viðbrögð og hvernig þau hafi unnið að málinu undanfarna viku. Snúist fyrst og fremst um að tryggja öryggi Í Kompás á Vísi í apríl var fjallað um veika fanga og meðal annars rætt við Nönnu Briem, framkvæmdastjóra geðþjónustu Landspítalans. Hún hafnaði því að spítalinn neiti föngum um þjónustu. „Nei. Og það er í rauninni einfaldasta svarið, við gerum það ekki,“ sagði Nanna Briem á Vísi í apríl. Aðspurð hvers vegna því væri haldið fram að geðdeildirnar tækju ekki við þessum hópi sagði hún um misskilning sé að ræða sem gæti verið byggður á nokkrum þáttum. „Ég hef velt þessu fyrir mér. Ég held að það sé þannig að aðstaðan í fangelsunum er ekki góð fyrir ákveðinn hóp fanga. Ég held að það sé hluti af skýringunni. Ég held líka að það sé ákveðið skilningsleysi á báða bóga. Það er skilningsleysi á hlutverk Landspítala er og svo er ég ekki í neinum vafa um að við getum alltaf gert betur.“ Hún sagði starfsfólk geðdeilda meta þá skjólstæðinga sem leiti til deildanna. Matið byggði á geðrænu ástandi þeirra, en líka á félagslegum aðstæðum viðkomandi. „Innlagnir á bráða- og legudeildir hjá okkur snúa fyrst og fremst um að tryggja öryggi. Ef einkenni eru svo alvarleg að viðkomandi eða öðrum er hætta búin og ekki hægt að veita nægilegan stuðning í því umhverfi sem hann býr við, þá er það forsenda fyrir því að leggja einstakling inn.“
Heilbrigðismál Fangelsismál Geðheilbrigði Landspítalinn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira