Allur skólinn horfði á en enginn gerði neitt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 07:00 Reynsla Unnar Eddu úr grunn- og framhaldsskóla átti eftir að marka hana fyrir lífstíð. Vísir/Vilhelm Unnur Edda Björnsdóttir varð fyrir hrottalegu einelti og útskúfun í grunnskóla og framan af í framhaldsskóla. Viðbrögð kennara og skólastjórnenda voru þau að kenna Unni um ofbeldið. Hún flosnaði að lokum upp úr námi. Á tímabili var líðan hennar svo slæm að hún íhugaði að svipta sig lífi. Saga Unnar endar engu að síður vel. Hún átti seinna eftir að fara aftur í nám og í dag starfar hún sem grunnskólakennari. Af skiljanlegum ástæðum er umræðan um einelti henni hugleikin og hún telur brýnt að foreldrar axli ábyrgð. Svarti sauðurinn Unnur er fædd og uppalin í Stykkishólmi. Hún á fáar góðar minningar frá grunnskólaárunum þar. „Ég man að eineltið byrjaði mjög snemma,“ segir hún. Af einhverjum ástæðum var hún ung útilokuð úr nemendahópnum. „Mér var strítt á því hvernig ég leit út; ég var með skakkar tennur, varð snemma kynþroska og fékk að heyra að ég væri asnaleg í laginu. Á þessum tíma var hægt senda textaskilaboð af netinu án þess að það væri hægt að rekja þau, mörg voru ógeðsleg og ég man eftir þeim öllum. Ég var alltaf út undan og man eftir einu skipti að kennarinn kallaði mig „svartan sauð“ þegar ég kom of seint í tíma. Nafnið festist við mig og eftir það var ég ekki kölluð annað.“ Eineltið var líka líkamlegt að sögn Unnar. Hún man eftir að hafa til dæmis verið tekin og kaffærð í snjónum. „Mamma og pabbi reyndu að tala við skólastjórann. Það vissu allir af þessu, fullorðna fólkið og kennararnir. En það var samt alltaf látið eins og ég væri vandamálið, þyrfti „bara að vinna í sjálfri mér og líðan minni.“ Ég mun aldrei geta skilið af hverju þetta var höndlað á þennan hátt, af hverju fórnarlambinu var alltaf kennt um en ekki gerendunum.“ Unnur Edda segir að hún muni aldrei skilja hvers vegna kennarar og skólastjórnendur sópuðu eineltinu undir teppið á sínum tíma.Vísir/Vilhelm Unnur tekur fram að á þessum tíma hafi þó tveimur kennurum í skólanum ofboðið ástandið og tekið upp hanskann fyrir hana. „Annar þeirra er kona sem er látin í dag. Hún tók mig undir sinn verndarvæng og passaði upp á mig. Mörgum árum seinna talaði ég við hana og þá sagðist hún hafa verið ósammála vinnubrögðum samkennara sinna á sínum tíma og hvernig þeir tóku á málunum,“ segir Unnur. Hann bætir við að það hafi haft mikla þýðingu fyrir hana að finna fyrir stuðningi þessa fólks. „Af því að þetta var viðurkenning; þau voru að sýna með þessu að þau tóku eftir mér, að ég skipti máli. Og þau létu verkin tala.“ Blómstraði í fyrstu Árið 2005 lauk grunnskólagöngunni og þá tók Unnur ákvörðun um að fara í framhaldsskóla fjarri gerendum sínum. Flestir bekkjarfélagar hennar fóru í framhaldsskóla á Grundarfirði en Unnur ákvað að fara í Fjölbrautaskóla Suðurlands og hefja „nýtt líf“ eins og hún orðar það. Og fyrst um sinn gekk allt vel. Hún var komin á nýjan stað, í nýtt umhverfi og byrjaði að blómstra. „Ég var hálfpartinn byrjuð að sjá ljósið. Sá að ég gat í alvörunni lært og mér fannst ég vera samþykkt í fyrsta sinn á ævinni,“ segir hún. „Ég eignaðist fljótt marga vini og námið gekk vel. Ég var loksins klár eða mér leið loksins nógu vel til þess að hafa orkuna í að sinna náminu af heilum hug. Ég eignaðist minn fyrsta kærasta og allt stóð með mér.“ Það leið hins vegar ekki á löngu þar til Unnur varð aftur höfð að skotspæni. Uppnefnd alls konar ljótum nöfnum „Einn daginn þá hætti þessi drengur með mér í fatahengi skólans fyrir framan marga vini okkar og svo snéru þau öll baki við mér. Ég skildi ekki af hverju hann sleit sambandinu eða hvað gerðist en eftir þetta var gengið utan í mig á göngunum. Ég var uppnefnd allskonar ljótum nöfnum eins og „drusla“, „hóra“, „white trash“ og þess háttar. Það voru nokkrir hópar í skólanum sem héldu úti vinabloggi og á hverju einasta þeirra voru færslur um mig þar sem var lýst hversu ógeðsleg ég væri." Ég talaði við kennara sem ég hélt að gæti hjálpað mér en sá sagði mér að hætta að ýkja svona hlutina því „skólinn snérist ekki um að eignast vini heldur um menntun.“ Allt hitt væri aukaatriði." Unnur segir það þó hafa hjálpað að á þessum tíma byrjaði hún að taka þátt í kórastarfi skólans og þar kynntist hún litlum hópi sem tók henni opnum örmum og reyndist henni vel. En eineltið hélt engu að síður áfram utan kórastarfsins, og varð með tímanum sífellt grófara. Unnur reyndi að standa með sjálfri sér á sínum tíma en upplifði þöggun og gaslýsingu af hálfu skólastjórnenda.Vísir/Vilhelm Kölluð hvítt rusl og hóra Hún rifjar upp atvik í lífsleiknitíma. Þar voru þrjár bekkjarsystur hennar sem voru miskunnarlausar í ofbeldinu og óhræddar við að sýna það fyrir framan kennara og aðra starfsmenn skólans. „Í tímanum vorum við að tala um einelti og kennarinn spyr mig af handahófi „Á einhver skilið að vera lagður í einelti?“ Ég svaraði auðvitað „nei“ og þá spurði kennarinn eina af þessum þrem stelpum „Ert þú sammála því?“ Hún sagði „nei, sumir bara bjóða upp á að láta leggja sig í einelti, þá er ekkert annað hægt að gera!“ Svo horfði hún á mig og hló. Kennarinn hvorki mótmælti né þóttist taka eftir þessu og hélt áfram með kennslustundina. Seinna í tímanum áttum við að setja blað á bakið á okkur og samnemendur okkar áttu að skrifa eitt orð sem lýsti þeirri manneskju sem átti blaðið, þegar ég tók mitt blað af bakinu stóð „ljót“ „hvítt rusl“ „hóra“. Unnur lýsir því að þegar hér var komið sögu hafi hún einfaldlega verið búin að fá nóg. „Ég strunsaði úr þessum tíma og lét skólaritara vita að ég þyrfti að kvarta undan kennaranum og loksins opna mig um eineltið og fór beint heim og langaði að deyja. Ég grét allt kvöldið, á sama tíma og heimanámið var unnið. Á meðan skrifaði ég kveðjubréf til fjölskyldunnar minnar og bréf til þeirra sem höfðu lagt mig í einelti. Ég ætlaði að ganga frá mér. Tveimur dögum seinna mætti ég aftur í skólann, var tekin á teppið fyrir að skrópa og gert lítið úr mínum tilfinningum þegar ég útskýrði málið. „Smá stríðni“ ætti ekki að stoppa mig, það upplifðu allir stríðni. Ég hélt áfram að mæta í skólann og á göngunum var áfram gengið utan í mig og ég uppnefnd eða gert grín að fötunum mínum og pistlarnir á bloggsíðunum urðu fleiri og fleiri.“ Mörgum árum seinna lágu leiðir Unnar og fyrrverandi kærastans saman aftur. Þau voru að vinna á sama vinnustað. „Þá tók hann mig afsíðis. Hann bað mig innilega afsökunar; sagði að hann hefði bara verið krakki á þessum tíma og ekki gert sér grein fyrir þessu. Og við röbbuðum saman og þetta endaði vel. Ég skildi hann.“ Annað atvik frá þessum tíma situr sérstaklega sterkt í Unni. Allir horfðu en enginn gerði neitt „Einn daginn sprakk ég og svaraði einum pistlinum fullum hálsi og hellti mér yfir fjórar stelpur sem voru með eina af þessum bloggsíðum. Þarna fylltist mælirinn og ég er ekki stolt af því sem ég sagði en mér til varnar þá var þetta ekki þeirra fyrsta skipti. Rétt svo sirka klukkutíma síðar var ég á gangi skólans þegar það koma yfir tuttugu krakkar og hópast í kringum mig og öskra öll á mig og þrýsta mér upp að veggnum. Þetta voru þá vinir stelpnanna sem ég svaraði fyrr um daginn. Ég man ekki mikið nema öskur og læti en síðan kom vinur minn úr kórnum og ruddi sig í gegn og skýldi mér eins og ég væri ungabarn í snjóstormi. Hann hljóp með mig niður í kjallara þar sem kórinn hélt úti veitingasölu til styrktar komandi kórferð. Hann læsti hurðinni, en hópurinn kom á eftir okkur og dúndraði á hurðina með látum og kölluðu „white trash“ og „opnaðu hurðina, ég lem þig, Uuuuunnur.“ Inn í veitingasöluna var annar inngangur sem við læstum líka og sem betur fer því nokkrir úr hópnum höfðu áttað sig á því, en áður en við vissum af vorum við fullkomlega króuð af. Það var lítið símasamband þarna niðri en eftir nokkrar tilraunir tókst okkur að hringja í ritara skólans til að fá stjórnanda til aðstoðar. Aðstoðarskólastjóri mætti með hraði og leiddi mig út í gegnum krakkaskarann. Allur skólinn horfði á atburðina en enginn gerði ekki neitt.“ Unnur náði að ljúka ellefu einingum við Fjölbrautaskóla Suðurlands áður en hún hrökklaðist úr skólanum.Vísir/Vilhelm Unnur lýsir því næst viðbrögðum skólastjórnenda við þessu atviki. „Ég var hysterísk, í kvíðakasti og skíthrædd. Fyrir framan mig sátu skólastjóri, aðstoðaskólastjóri og námsráðgjafi. Þau ræddu við mig á þann hátt að ég ætti bara að taka mér pásu þar til ég yrði tilbúin til þess að stunda nám. Einnig var ég spurð hvað ég hafði gert því enginn láti svona nema eitthvað mikið hefði gengið á áður. Þarna var verið að setja sökina á þolanda enda auðveldara að halda einni manneskju í skefjum heldur en fimmtíu.“ Unnur bendir á að hér hafi verið um að ræða fullorðna einstaklinga með vald, og henni hafi í raun verið talin trú um að sökin lægi hjá henni. Hún fékk þau fyrirmæli að biðja stúlkurnar afsökunar á blogginu sem hún skrifaði, og eyða því. Kláraði ellefu einingar Þetta urðu endalokin á skólagöngu Unnar við Fjölbrautaskóla Suðurlands. „Ég mætti aftur í skólann viku seinna og stundaði kórinn af kappi en féll á öllu bóklega vegna lélegrar mætingar. Ég var hrædd við að sitja í kennslustundum með gerendum mínum.“ Unnur nefnir sem dæmi að ástandið hafi verið orðið svo óbærilegt að þegar hún ákvað að taka þátt í söngvakeppni skólans fékk hún fjölmörg skilaboð frá samnemendum sínum sem hótuðu að grýta hana með eggjum og tómötum ef hún myndi stíga á svið. Hún rifjar upp að einn nemandi í skólanum, 19 ára strákur sem sat í nemendaráði, hafi af einhverjum ástæðum fundið hugrekki til að tala hennar máli, og skipað öðrum að láta Unni í friði; annars myndi ballið sem halda átti eftir keppnina vera blásið af. Hún segist alltaf muna eftir þessum pilti og því sem hann gerði. En engu að síður púuðu samnemendur á hana þegar hún steig á sviðið í keppninni. „Ég gafst upp að lokum og náði með herkjum að klára ellefu einingar úr þessum skóla. Ég náði einni önn, kláraði ekki fyrsta árið,“ segir Unnur. Hún var í raun hrakin burt úr skólanum. Fyrir tveimur árum fékk Unnur Edda boð í bólusetningu gegn Covid. Bólusetningin fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurlands, í kennslustofu þar sem hún hafði mörgum árum áður setið undir grófu einelti samnemenda sinna. „Ég hafði ekki stigið fæti þarna inn í sextán ár. Þegar ég kom þarna inn þá helltist þetta allt saman yfir mig. Ég upplifði allar þessar tilfinningar aftur. Þetta var ofboðslega skrítin stemning.“ Nýtt upphaf Eftir að Unnur flosnaði upp úr náminu við Fjölbrautaskóla Suðurlands var hún á vinnumarkaðnum í mörg ár. „Síðan byrjaði ég aftur í námi árið 2014. Ég hafði eignast son minn þremur árum áður, verið í fæðingarorlofi og svo á atvinnuleysisbótum. Það var átak á vegum Vinnumálastofnunar sem gerði mér kleift að fara í grunnmennt hjá Mími, sem miðar að því að gefa fólki undirstöðu fyrir framhaldssnám. Þegar ég byrjaði þar þá var ekki aftur snúið.“ Námið hjá Mími byrjaði frá grunni og Unnur tók eitt skref í einu. „Það var farið alveg á upphafsreit, fallbeygingar í íslensku og plús og mínus í stærðfræði. Það gerðist eitthvað þarna, ég fékk kraftinn aftur, sá að ég gat þetta, gat lært, kynnst fólki og eignast vini, þetta var ótrúlegt,“ segir Unnur en hún lauk náminu með glæsibrag. „Ég fór síðan í Menntastoðir, útskrifaðist með hæstu einkunn, og fór svo í Keili og kláraði stúdentinn þar. Mig langaði alltaf mest að verða námsráðgjafi en ákvað síðan að fara í háskólann og læra tómstunda og félagsmálafræði.“ Tveggja barna móðir og kennari Í dag er Unnur að klára meistaranám í kennslufræðum og starfar í Austurbæjarskóla þar sem hún kennir þriðja bekk. Hún er í sambúð og á tvo drengi sem í dag eru fimm og tólf ára. Í grunn- og framhaldskóla voru viðbrögð kennara og skólastjórnenda á þá leið að hún ætti að „hætta að ýkja hlutina.“ Viðbrögð eins og: „Þetta eru svo góðir krakkar, af hverju eru þau bara svona leiðinleg við þig?“ Viðbrögð sem flestir myndu kalla gaslýsingu. „Skólastjórnendur þekktu vel mína baksögu, þeir vissu hvað ég hafði gengið í gegnum í grunnskóla, en það virtist ekki breyta neinu. Ég var alltaf vandamálið. Þetta var alltaf bara sussað niður einhvern veginn og dregið úr minni upplifun. Það væri eins og ég væri alltaf „fyrir“, alltaf vesen. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt þegar einelti kemur upp að það sé staðið með upplifun þolandans, og gripið inn í nógu snemma, líklega af því að ég hefði viljað sjá það gert þegar ég var lögð í einelti á sínum tíma. Í dag starfar Unnur sem grunnskólakennari og lætur sig eineltismál varða.Vísir/Vilhelm Ég er oft að vinna með einelti í vinnunni, og það er svo sannarlega ekki auðvelt. Það eru margar birtingarmyndir og það er mismunandi hvernig það lýsir sér. Í dag þá sé ég ekki eftir þessari reynslu, þessari vegferð. Mér finnst eins og ég hafi átt að lenda í þessu, það var einhver tilgangur. Ef ekki hefði verið fyrir þessa reynslu þá hefði ég aldrei farið í tómstunda- og félagsmálafræði og endað sem kennari. Þegar ég eignaðist eldri strákinn minn, 22 ára gömul, ákvað ég að nota þessa reynslu til góðs, gera eitthvað við líf mitt og hjálpa krökkum.“ Vandamálið liggur dýpra Hún neitar því ekki að fyrri reynsla hennar úr grunn- og framhaldsskóla hafi haft áhrif á hvernig hún nálgast starfið sitt í dag. Hún á auðvelt með að koma auga á það þegar einhver er útundan eða verður fyrir aðkasti og hikar ekki við að grípa inn í ef hún tekur eftir einhverju óvenjulegu. Unnur segir að með árunum hafi hún opnað sig sífellt meira um reynslu sína. Hún telur mikilvægt að halda umræðunni um einelti stöðugt á lofti. „Ég hef aldrei verið feimin við það. Ég skammast mín ekki fyrir þetta. Eftir að ég fór að tjá mig meira um þetta þá byrjaði ég líka að líta öðrum augum á þetta, þá sá ég fyrst hvað þetta var sturlað einelti. Sérstaklega af því að fólk í kringum mig las þetta og benti mér á hvað þetta var alvarlegt. Ég hafði alltaf kennt sjálfri mér um þetta fram að því, hugsaði alltaf með mér að ég hefði átt að segja þetta eða gera hitt eða bregðast öðruvísi við. En ég vil líka taka það fram að það getur vel verið að ég hafi einhvern tímann sagt eitthvað eða gert einhverjum eitthvað sem hefur orsakað þessi viðbrögð. En ég vil þá vita af því. Það er líka ein af ástæðunum fyrir því að ég vil vera opin með þessa reynslu." Unnur bendir á að þó svo að gerendur beri að vissu leyti ábyrgð á svo grófri og hrottalegri hegðun þá liggi vandamálið dýpra; hjá foreldrum og hjá skólakerfinu. Byrjar allt heima fyrir „Foreldrarnir þurfa fyrst og fremst að taka ábyrgð. Af því að þetta byrjar allt heima fyrir. Mér finnst brýnt að foreldrar byrji nógu snemma að tala við börnin sín um heilbrigð samskipti. Það má ekki setja ábyrgðina bara á skólana. Það er auðvitað í lögum að skólar séu með eineltisáætlun, en svo er bara spurning hvernig það er unnið með hana.“ Unnur bendir á að þessi umræða sé ekki síst mikilvæg á tímum samfélagsmiðla, þar sem gróft einelti getur átt sér stað, og oft í skjóli nafnleyndar. Þá sé mikilvægt að foreldrar passi upp á samfélagsmiðlanotkun barna sinna og setji þeim mörk. „Ég vil bara biðja foreldra í guðanna bænum að virða aldurstakmörkin á samfélagsmiðlum eins og TikTok og Snapchat. Börn bera enga ábyrgð og því sem þau skrifa og setja þarna inn, og þau gera sér ekki grein fyrir skaðanum sem þau geta valdið,“ segir hún. „Ég er enn þá að vinna úr þessu, þetta fylgir mér alltaf. Svona reynsla mótar þig að sjálfsögðu. Þetta er inngróið í sálina, inngróið í mína persónu.“´ Dagur gegn einelti er haldinn í dag. Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl. 8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum. Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Grunnskólar Geðheilbrigði Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Fleiri fréttir Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sjá meira
Saga Unnar endar engu að síður vel. Hún átti seinna eftir að fara aftur í nám og í dag starfar hún sem grunnskólakennari. Af skiljanlegum ástæðum er umræðan um einelti henni hugleikin og hún telur brýnt að foreldrar axli ábyrgð. Svarti sauðurinn Unnur er fædd og uppalin í Stykkishólmi. Hún á fáar góðar minningar frá grunnskólaárunum þar. „Ég man að eineltið byrjaði mjög snemma,“ segir hún. Af einhverjum ástæðum var hún ung útilokuð úr nemendahópnum. „Mér var strítt á því hvernig ég leit út; ég var með skakkar tennur, varð snemma kynþroska og fékk að heyra að ég væri asnaleg í laginu. Á þessum tíma var hægt senda textaskilaboð af netinu án þess að það væri hægt að rekja þau, mörg voru ógeðsleg og ég man eftir þeim öllum. Ég var alltaf út undan og man eftir einu skipti að kennarinn kallaði mig „svartan sauð“ þegar ég kom of seint í tíma. Nafnið festist við mig og eftir það var ég ekki kölluð annað.“ Eineltið var líka líkamlegt að sögn Unnar. Hún man eftir að hafa til dæmis verið tekin og kaffærð í snjónum. „Mamma og pabbi reyndu að tala við skólastjórann. Það vissu allir af þessu, fullorðna fólkið og kennararnir. En það var samt alltaf látið eins og ég væri vandamálið, þyrfti „bara að vinna í sjálfri mér og líðan minni.“ Ég mun aldrei geta skilið af hverju þetta var höndlað á þennan hátt, af hverju fórnarlambinu var alltaf kennt um en ekki gerendunum.“ Unnur Edda segir að hún muni aldrei skilja hvers vegna kennarar og skólastjórnendur sópuðu eineltinu undir teppið á sínum tíma.Vísir/Vilhelm Unnur tekur fram að á þessum tíma hafi þó tveimur kennurum í skólanum ofboðið ástandið og tekið upp hanskann fyrir hana. „Annar þeirra er kona sem er látin í dag. Hún tók mig undir sinn verndarvæng og passaði upp á mig. Mörgum árum seinna talaði ég við hana og þá sagðist hún hafa verið ósammála vinnubrögðum samkennara sinna á sínum tíma og hvernig þeir tóku á málunum,“ segir Unnur. Hann bætir við að það hafi haft mikla þýðingu fyrir hana að finna fyrir stuðningi þessa fólks. „Af því að þetta var viðurkenning; þau voru að sýna með þessu að þau tóku eftir mér, að ég skipti máli. Og þau létu verkin tala.“ Blómstraði í fyrstu Árið 2005 lauk grunnskólagöngunni og þá tók Unnur ákvörðun um að fara í framhaldsskóla fjarri gerendum sínum. Flestir bekkjarfélagar hennar fóru í framhaldsskóla á Grundarfirði en Unnur ákvað að fara í Fjölbrautaskóla Suðurlands og hefja „nýtt líf“ eins og hún orðar það. Og fyrst um sinn gekk allt vel. Hún var komin á nýjan stað, í nýtt umhverfi og byrjaði að blómstra. „Ég var hálfpartinn byrjuð að sjá ljósið. Sá að ég gat í alvörunni lært og mér fannst ég vera samþykkt í fyrsta sinn á ævinni,“ segir hún. „Ég eignaðist fljótt marga vini og námið gekk vel. Ég var loksins klár eða mér leið loksins nógu vel til þess að hafa orkuna í að sinna náminu af heilum hug. Ég eignaðist minn fyrsta kærasta og allt stóð með mér.“ Það leið hins vegar ekki á löngu þar til Unnur varð aftur höfð að skotspæni. Uppnefnd alls konar ljótum nöfnum „Einn daginn þá hætti þessi drengur með mér í fatahengi skólans fyrir framan marga vini okkar og svo snéru þau öll baki við mér. Ég skildi ekki af hverju hann sleit sambandinu eða hvað gerðist en eftir þetta var gengið utan í mig á göngunum. Ég var uppnefnd allskonar ljótum nöfnum eins og „drusla“, „hóra“, „white trash“ og þess háttar. Það voru nokkrir hópar í skólanum sem héldu úti vinabloggi og á hverju einasta þeirra voru færslur um mig þar sem var lýst hversu ógeðsleg ég væri." Ég talaði við kennara sem ég hélt að gæti hjálpað mér en sá sagði mér að hætta að ýkja svona hlutina því „skólinn snérist ekki um að eignast vini heldur um menntun.“ Allt hitt væri aukaatriði." Unnur segir það þó hafa hjálpað að á þessum tíma byrjaði hún að taka þátt í kórastarfi skólans og þar kynntist hún litlum hópi sem tók henni opnum örmum og reyndist henni vel. En eineltið hélt engu að síður áfram utan kórastarfsins, og varð með tímanum sífellt grófara. Unnur reyndi að standa með sjálfri sér á sínum tíma en upplifði þöggun og gaslýsingu af hálfu skólastjórnenda.Vísir/Vilhelm Kölluð hvítt rusl og hóra Hún rifjar upp atvik í lífsleiknitíma. Þar voru þrjár bekkjarsystur hennar sem voru miskunnarlausar í ofbeldinu og óhræddar við að sýna það fyrir framan kennara og aðra starfsmenn skólans. „Í tímanum vorum við að tala um einelti og kennarinn spyr mig af handahófi „Á einhver skilið að vera lagður í einelti?“ Ég svaraði auðvitað „nei“ og þá spurði kennarinn eina af þessum þrem stelpum „Ert þú sammála því?“ Hún sagði „nei, sumir bara bjóða upp á að láta leggja sig í einelti, þá er ekkert annað hægt að gera!“ Svo horfði hún á mig og hló. Kennarinn hvorki mótmælti né þóttist taka eftir þessu og hélt áfram með kennslustundina. Seinna í tímanum áttum við að setja blað á bakið á okkur og samnemendur okkar áttu að skrifa eitt orð sem lýsti þeirri manneskju sem átti blaðið, þegar ég tók mitt blað af bakinu stóð „ljót“ „hvítt rusl“ „hóra“. Unnur lýsir því að þegar hér var komið sögu hafi hún einfaldlega verið búin að fá nóg. „Ég strunsaði úr þessum tíma og lét skólaritara vita að ég þyrfti að kvarta undan kennaranum og loksins opna mig um eineltið og fór beint heim og langaði að deyja. Ég grét allt kvöldið, á sama tíma og heimanámið var unnið. Á meðan skrifaði ég kveðjubréf til fjölskyldunnar minnar og bréf til þeirra sem höfðu lagt mig í einelti. Ég ætlaði að ganga frá mér. Tveimur dögum seinna mætti ég aftur í skólann, var tekin á teppið fyrir að skrópa og gert lítið úr mínum tilfinningum þegar ég útskýrði málið. „Smá stríðni“ ætti ekki að stoppa mig, það upplifðu allir stríðni. Ég hélt áfram að mæta í skólann og á göngunum var áfram gengið utan í mig og ég uppnefnd eða gert grín að fötunum mínum og pistlarnir á bloggsíðunum urðu fleiri og fleiri.“ Mörgum árum seinna lágu leiðir Unnar og fyrrverandi kærastans saman aftur. Þau voru að vinna á sama vinnustað. „Þá tók hann mig afsíðis. Hann bað mig innilega afsökunar; sagði að hann hefði bara verið krakki á þessum tíma og ekki gert sér grein fyrir þessu. Og við röbbuðum saman og þetta endaði vel. Ég skildi hann.“ Annað atvik frá þessum tíma situr sérstaklega sterkt í Unni. Allir horfðu en enginn gerði neitt „Einn daginn sprakk ég og svaraði einum pistlinum fullum hálsi og hellti mér yfir fjórar stelpur sem voru með eina af þessum bloggsíðum. Þarna fylltist mælirinn og ég er ekki stolt af því sem ég sagði en mér til varnar þá var þetta ekki þeirra fyrsta skipti. Rétt svo sirka klukkutíma síðar var ég á gangi skólans þegar það koma yfir tuttugu krakkar og hópast í kringum mig og öskra öll á mig og þrýsta mér upp að veggnum. Þetta voru þá vinir stelpnanna sem ég svaraði fyrr um daginn. Ég man ekki mikið nema öskur og læti en síðan kom vinur minn úr kórnum og ruddi sig í gegn og skýldi mér eins og ég væri ungabarn í snjóstormi. Hann hljóp með mig niður í kjallara þar sem kórinn hélt úti veitingasölu til styrktar komandi kórferð. Hann læsti hurðinni, en hópurinn kom á eftir okkur og dúndraði á hurðina með látum og kölluðu „white trash“ og „opnaðu hurðina, ég lem þig, Uuuuunnur.“ Inn í veitingasöluna var annar inngangur sem við læstum líka og sem betur fer því nokkrir úr hópnum höfðu áttað sig á því, en áður en við vissum af vorum við fullkomlega króuð af. Það var lítið símasamband þarna niðri en eftir nokkrar tilraunir tókst okkur að hringja í ritara skólans til að fá stjórnanda til aðstoðar. Aðstoðarskólastjóri mætti með hraði og leiddi mig út í gegnum krakkaskarann. Allur skólinn horfði á atburðina en enginn gerði ekki neitt.“ Unnur náði að ljúka ellefu einingum við Fjölbrautaskóla Suðurlands áður en hún hrökklaðist úr skólanum.Vísir/Vilhelm Unnur lýsir því næst viðbrögðum skólastjórnenda við þessu atviki. „Ég var hysterísk, í kvíðakasti og skíthrædd. Fyrir framan mig sátu skólastjóri, aðstoðaskólastjóri og námsráðgjafi. Þau ræddu við mig á þann hátt að ég ætti bara að taka mér pásu þar til ég yrði tilbúin til þess að stunda nám. Einnig var ég spurð hvað ég hafði gert því enginn láti svona nema eitthvað mikið hefði gengið á áður. Þarna var verið að setja sökina á þolanda enda auðveldara að halda einni manneskju í skefjum heldur en fimmtíu.“ Unnur bendir á að hér hafi verið um að ræða fullorðna einstaklinga með vald, og henni hafi í raun verið talin trú um að sökin lægi hjá henni. Hún fékk þau fyrirmæli að biðja stúlkurnar afsökunar á blogginu sem hún skrifaði, og eyða því. Kláraði ellefu einingar Þetta urðu endalokin á skólagöngu Unnar við Fjölbrautaskóla Suðurlands. „Ég mætti aftur í skólann viku seinna og stundaði kórinn af kappi en féll á öllu bóklega vegna lélegrar mætingar. Ég var hrædd við að sitja í kennslustundum með gerendum mínum.“ Unnur nefnir sem dæmi að ástandið hafi verið orðið svo óbærilegt að þegar hún ákvað að taka þátt í söngvakeppni skólans fékk hún fjölmörg skilaboð frá samnemendum sínum sem hótuðu að grýta hana með eggjum og tómötum ef hún myndi stíga á svið. Hún rifjar upp að einn nemandi í skólanum, 19 ára strákur sem sat í nemendaráði, hafi af einhverjum ástæðum fundið hugrekki til að tala hennar máli, og skipað öðrum að láta Unni í friði; annars myndi ballið sem halda átti eftir keppnina vera blásið af. Hún segist alltaf muna eftir þessum pilti og því sem hann gerði. En engu að síður púuðu samnemendur á hana þegar hún steig á sviðið í keppninni. „Ég gafst upp að lokum og náði með herkjum að klára ellefu einingar úr þessum skóla. Ég náði einni önn, kláraði ekki fyrsta árið,“ segir Unnur. Hún var í raun hrakin burt úr skólanum. Fyrir tveimur árum fékk Unnur Edda boð í bólusetningu gegn Covid. Bólusetningin fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurlands, í kennslustofu þar sem hún hafði mörgum árum áður setið undir grófu einelti samnemenda sinna. „Ég hafði ekki stigið fæti þarna inn í sextán ár. Þegar ég kom þarna inn þá helltist þetta allt saman yfir mig. Ég upplifði allar þessar tilfinningar aftur. Þetta var ofboðslega skrítin stemning.“ Nýtt upphaf Eftir að Unnur flosnaði upp úr náminu við Fjölbrautaskóla Suðurlands var hún á vinnumarkaðnum í mörg ár. „Síðan byrjaði ég aftur í námi árið 2014. Ég hafði eignast son minn þremur árum áður, verið í fæðingarorlofi og svo á atvinnuleysisbótum. Það var átak á vegum Vinnumálastofnunar sem gerði mér kleift að fara í grunnmennt hjá Mími, sem miðar að því að gefa fólki undirstöðu fyrir framhaldssnám. Þegar ég byrjaði þar þá var ekki aftur snúið.“ Námið hjá Mími byrjaði frá grunni og Unnur tók eitt skref í einu. „Það var farið alveg á upphafsreit, fallbeygingar í íslensku og plús og mínus í stærðfræði. Það gerðist eitthvað þarna, ég fékk kraftinn aftur, sá að ég gat þetta, gat lært, kynnst fólki og eignast vini, þetta var ótrúlegt,“ segir Unnur en hún lauk náminu með glæsibrag. „Ég fór síðan í Menntastoðir, útskrifaðist með hæstu einkunn, og fór svo í Keili og kláraði stúdentinn þar. Mig langaði alltaf mest að verða námsráðgjafi en ákvað síðan að fara í háskólann og læra tómstunda og félagsmálafræði.“ Tveggja barna móðir og kennari Í dag er Unnur að klára meistaranám í kennslufræðum og starfar í Austurbæjarskóla þar sem hún kennir þriðja bekk. Hún er í sambúð og á tvo drengi sem í dag eru fimm og tólf ára. Í grunn- og framhaldskóla voru viðbrögð kennara og skólastjórnenda á þá leið að hún ætti að „hætta að ýkja hlutina.“ Viðbrögð eins og: „Þetta eru svo góðir krakkar, af hverju eru þau bara svona leiðinleg við þig?“ Viðbrögð sem flestir myndu kalla gaslýsingu. „Skólastjórnendur þekktu vel mína baksögu, þeir vissu hvað ég hafði gengið í gegnum í grunnskóla, en það virtist ekki breyta neinu. Ég var alltaf vandamálið. Þetta var alltaf bara sussað niður einhvern veginn og dregið úr minni upplifun. Það væri eins og ég væri alltaf „fyrir“, alltaf vesen. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt þegar einelti kemur upp að það sé staðið með upplifun þolandans, og gripið inn í nógu snemma, líklega af því að ég hefði viljað sjá það gert þegar ég var lögð í einelti á sínum tíma. Í dag starfar Unnur sem grunnskólakennari og lætur sig eineltismál varða.Vísir/Vilhelm Ég er oft að vinna með einelti í vinnunni, og það er svo sannarlega ekki auðvelt. Það eru margar birtingarmyndir og það er mismunandi hvernig það lýsir sér. Í dag þá sé ég ekki eftir þessari reynslu, þessari vegferð. Mér finnst eins og ég hafi átt að lenda í þessu, það var einhver tilgangur. Ef ekki hefði verið fyrir þessa reynslu þá hefði ég aldrei farið í tómstunda- og félagsmálafræði og endað sem kennari. Þegar ég eignaðist eldri strákinn minn, 22 ára gömul, ákvað ég að nota þessa reynslu til góðs, gera eitthvað við líf mitt og hjálpa krökkum.“ Vandamálið liggur dýpra Hún neitar því ekki að fyrri reynsla hennar úr grunn- og framhaldsskóla hafi haft áhrif á hvernig hún nálgast starfið sitt í dag. Hún á auðvelt með að koma auga á það þegar einhver er útundan eða verður fyrir aðkasti og hikar ekki við að grípa inn í ef hún tekur eftir einhverju óvenjulegu. Unnur segir að með árunum hafi hún opnað sig sífellt meira um reynslu sína. Hún telur mikilvægt að halda umræðunni um einelti stöðugt á lofti. „Ég hef aldrei verið feimin við það. Ég skammast mín ekki fyrir þetta. Eftir að ég fór að tjá mig meira um þetta þá byrjaði ég líka að líta öðrum augum á þetta, þá sá ég fyrst hvað þetta var sturlað einelti. Sérstaklega af því að fólk í kringum mig las þetta og benti mér á hvað þetta var alvarlegt. Ég hafði alltaf kennt sjálfri mér um þetta fram að því, hugsaði alltaf með mér að ég hefði átt að segja þetta eða gera hitt eða bregðast öðruvísi við. En ég vil líka taka það fram að það getur vel verið að ég hafi einhvern tímann sagt eitthvað eða gert einhverjum eitthvað sem hefur orsakað þessi viðbrögð. En ég vil þá vita af því. Það er líka ein af ástæðunum fyrir því að ég vil vera opin með þessa reynslu." Unnur bendir á að þó svo að gerendur beri að vissu leyti ábyrgð á svo grófri og hrottalegri hegðun þá liggi vandamálið dýpra; hjá foreldrum og hjá skólakerfinu. Byrjar allt heima fyrir „Foreldrarnir þurfa fyrst og fremst að taka ábyrgð. Af því að þetta byrjar allt heima fyrir. Mér finnst brýnt að foreldrar byrji nógu snemma að tala við börnin sín um heilbrigð samskipti. Það má ekki setja ábyrgðina bara á skólana. Það er auðvitað í lögum að skólar séu með eineltisáætlun, en svo er bara spurning hvernig það er unnið með hana.“ Unnur bendir á að þessi umræða sé ekki síst mikilvæg á tímum samfélagsmiðla, þar sem gróft einelti getur átt sér stað, og oft í skjóli nafnleyndar. Þá sé mikilvægt að foreldrar passi upp á samfélagsmiðlanotkun barna sinna og setji þeim mörk. „Ég vil bara biðja foreldra í guðanna bænum að virða aldurstakmörkin á samfélagsmiðlum eins og TikTok og Snapchat. Börn bera enga ábyrgð og því sem þau skrifa og setja þarna inn, og þau gera sér ekki grein fyrir skaðanum sem þau geta valdið,“ segir hún. „Ég er enn þá að vinna úr þessu, þetta fylgir mér alltaf. Svona reynsla mótar þig að sjálfsögðu. Þetta er inngróið í sálina, inngróið í mína persónu.“´ Dagur gegn einelti er haldinn í dag. Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl. 8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.
Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl. 8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.
Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Grunnskólar Geðheilbrigði Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Fleiri fréttir Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sjá meira