Sameining framhaldsskóla sett á ís Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2023 15:41 Frá mótmælum nemenda MA á Akureyri í september. Þeim leyst ekkert á sameiningaráformin. Skólafélag MA Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra hefur sett sameiningaráform framhaldsskóla á ís. Hann fagnar samstöðu sem hafi orðið til um að finna aðrar leiðir til eflingar framhaldsskóla en að sameina. Þetta kom fram í máli ráðherra í sérstakri umræðu um sameiningu framhaldsskóla á Alþingi í dag. Tilkynnt var um áform um sameiningu framhaldsskóla í byrjun september. Ráðherra fundaði meðal annars með skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri sem voru báðir jákvæðir fyrir sameiningu. Það voru hins vegar ekki nemendur við MA. Um miðjan september afhenti forseti Hugins, nemendafélags MA, ráðherra undirskriftarlista með á fimmta þúsund undirskriftum þar sem áformunum var mótmælt. Forsvarsmenn helstu fyrirtækja á Akureyri mótmæli og þingmenn létu í sér heyra. Gagnrýnisraddir heyrðust líka varðandi viðræður um sameiningu Flensborgarskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans, Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund auk Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis. „Þegar þetta samtal fór af stað þá ýttum við þessum áformum til hliðar að sinni á meðan við erum að útfæra nýja tímalínu,“ sagði Ásmundur Einar á Alþingi í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður VG kallaði eftir umræðunni. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hrópaði ferfalt húrra fyrir því að ráðherrann léti af „þessari ófremdarframgöngu sinni í áttina að sameiningu skólanna.“ Ásmundur sagðist aldrei hafa verið hvatamaður um sameiningu skóla aðeins til að sameina skóla. Fjölmargar áskoranir væru í menntakerfinu sem kallaði á breytingar til að styrkja rekstrargrundvöll framhaldsskólanna. Þeirra á meðal mikill kostnaður sem fylgdi því að koma nemendum af erlendum uppruna í gegnum kerfið, fólki í iðnnámi og fólki með fötlun. Hann sagðist fagna þeirri pólitísku samstöðu sem hefði komið í ljós í umræðunni að finna aðrar lausnir en sameiningu. Framhaldsskólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akureyri Skóla - og menntamál Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Tengdar fréttir Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. 6. september 2023 11:44 Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Þetta kom fram í máli ráðherra í sérstakri umræðu um sameiningu framhaldsskóla á Alþingi í dag. Tilkynnt var um áform um sameiningu framhaldsskóla í byrjun september. Ráðherra fundaði meðal annars með skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri sem voru báðir jákvæðir fyrir sameiningu. Það voru hins vegar ekki nemendur við MA. Um miðjan september afhenti forseti Hugins, nemendafélags MA, ráðherra undirskriftarlista með á fimmta þúsund undirskriftum þar sem áformunum var mótmælt. Forsvarsmenn helstu fyrirtækja á Akureyri mótmæli og þingmenn létu í sér heyra. Gagnrýnisraddir heyrðust líka varðandi viðræður um sameiningu Flensborgarskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans, Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund auk Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis. „Þegar þetta samtal fór af stað þá ýttum við þessum áformum til hliðar að sinni á meðan við erum að útfæra nýja tímalínu,“ sagði Ásmundur Einar á Alþingi í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður VG kallaði eftir umræðunni. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hrópaði ferfalt húrra fyrir því að ráðherrann léti af „þessari ófremdarframgöngu sinni í áttina að sameiningu skólanna.“ Ásmundur sagðist aldrei hafa verið hvatamaður um sameiningu skóla aðeins til að sameina skóla. Fjölmargar áskoranir væru í menntakerfinu sem kallaði á breytingar til að styrkja rekstrargrundvöll framhaldsskólanna. Þeirra á meðal mikill kostnaður sem fylgdi því að koma nemendum af erlendum uppruna í gegnum kerfið, fólki í iðnnámi og fólki með fötlun. Hann sagðist fagna þeirri pólitísku samstöðu sem hefði komið í ljós í umræðunni að finna aðrar lausnir en sameiningu.
Framhaldsskólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akureyri Skóla - og menntamál Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Tengdar fréttir Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. 6. september 2023 11:44 Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. 6. september 2023 11:44
Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01