Aðgerða er þörf strax! Inga Sæland skrifar 7. nóvember 2023 14:31 Hvar eru aðgerðapakkarnir fyrir lántakendur sem eru að sligast undan rányrkjunni í boði ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans? Bankarnir mergsjúga heimili og fyrirtæki sem hafa neyðst til að eiga í viðskiptum við þá. Óverjandi eignatilfærsla frá almenningi í útbólgnar fjárhirslur þeirra. Þar sem þeir græða á tá og fingri sem aldrei fyrr! Það er ekki langt síðan ríkisstjórnarforystan mætti ítrekað frammi fyrir þjóðinni til að tilkynna hundraða milljarða útgjöld almannafjár til að tryggja viðspyrnu og endurkomu fyrirtækjanna eftir covid. Á annan tug aðgerðapakka leit dagsins ljós. Nú er öldin önnur. Ekkert bólar á aðgerðum fyrir þá sem eru að takast á við óðaverðbólgu og að sligast undan fordæmalausu vaxtaokri í boði vanhæfrar ríkisstjórnar. Ég hef oft heyrt um vanhæfni en þessi „ríkisstjórn“ tekur út yfir allan þjófabálk í þeim efnum. Ef við lítum um öxl sjáum við hvernig stjórnvöld hældu sér af efnahagsstöðugleika, allt í blóma og allir hvattir til að fjárfesta í fasteign til framtíðar því nú væri lag. Lágvaxtaumhverfi sem ekki sá fyrir endann á að þeirra mati. Það er óumdeilt að stjórnin hefur brugðist alfarið í öllu sem lýtur að því að verja heimilin og skuldsett fyrirtæki og fyrirséða eignaupptöku bankanna á þeim. Það liggur ljóst fyrir að þetta er ekkert annað en skipulögð glæpastarfsemi þar sem markmiðið er að í lokin missi flestir heimili sín ekki síður en í efnahagshruninu 2008 þegar Samfylking og VG gáfu skotleyfi á heimilin á meðan þau vörðu auðmenn og fjármálaöflin með kjafti og klóm. Í kjölfarið hafa flestir forðast verðtrygginguna og tekið lán með föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára í einhverjum tilvikum. En nú er eina vörn þeirra að þiggja hinn eitraða kokteil verðtryggingarinnar sem ætti fyrir löngu að vera búið að þurrka út úr íslenskri löggjöf. Ég vil minna á að við Guðmundur Ingi (Flokki fólksins) vorum einu þingmennirnir sem hófu að vara við verðbólgunni í upphafi árs 2020. Það er skemmst frá því að segja að hvorki fyrrverandi fjármálaráðherra né núverandi forsætisráðherra virtu okkur viðlits hvað það varðar. Þeim bar saman um að hér væri engin verðbólga handan við hornið og ástæðulaust að vera með svona svartsýni þegar allt léki í lyndi. Enn og aftur velti ég fyrir mér: Til hvers er Landsdómur ef ekki til að taka á verkum eða verkleysi ráðherra sem hreinlega vinna samfélaginu óbætanlegt tjón með allri sinni vanhæfni og augljósri vanrækslu? Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Seðlabankinn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Hvar eru aðgerðapakkarnir fyrir lántakendur sem eru að sligast undan rányrkjunni í boði ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans? Bankarnir mergsjúga heimili og fyrirtæki sem hafa neyðst til að eiga í viðskiptum við þá. Óverjandi eignatilfærsla frá almenningi í útbólgnar fjárhirslur þeirra. Þar sem þeir græða á tá og fingri sem aldrei fyrr! Það er ekki langt síðan ríkisstjórnarforystan mætti ítrekað frammi fyrir þjóðinni til að tilkynna hundraða milljarða útgjöld almannafjár til að tryggja viðspyrnu og endurkomu fyrirtækjanna eftir covid. Á annan tug aðgerðapakka leit dagsins ljós. Nú er öldin önnur. Ekkert bólar á aðgerðum fyrir þá sem eru að takast á við óðaverðbólgu og að sligast undan fordæmalausu vaxtaokri í boði vanhæfrar ríkisstjórnar. Ég hef oft heyrt um vanhæfni en þessi „ríkisstjórn“ tekur út yfir allan þjófabálk í þeim efnum. Ef við lítum um öxl sjáum við hvernig stjórnvöld hældu sér af efnahagsstöðugleika, allt í blóma og allir hvattir til að fjárfesta í fasteign til framtíðar því nú væri lag. Lágvaxtaumhverfi sem ekki sá fyrir endann á að þeirra mati. Það er óumdeilt að stjórnin hefur brugðist alfarið í öllu sem lýtur að því að verja heimilin og skuldsett fyrirtæki og fyrirséða eignaupptöku bankanna á þeim. Það liggur ljóst fyrir að þetta er ekkert annað en skipulögð glæpastarfsemi þar sem markmiðið er að í lokin missi flestir heimili sín ekki síður en í efnahagshruninu 2008 þegar Samfylking og VG gáfu skotleyfi á heimilin á meðan þau vörðu auðmenn og fjármálaöflin með kjafti og klóm. Í kjölfarið hafa flestir forðast verðtrygginguna og tekið lán með föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára í einhverjum tilvikum. En nú er eina vörn þeirra að þiggja hinn eitraða kokteil verðtryggingarinnar sem ætti fyrir löngu að vera búið að þurrka út úr íslenskri löggjöf. Ég vil minna á að við Guðmundur Ingi (Flokki fólksins) vorum einu þingmennirnir sem hófu að vara við verðbólgunni í upphafi árs 2020. Það er skemmst frá því að segja að hvorki fyrrverandi fjármálaráðherra né núverandi forsætisráðherra virtu okkur viðlits hvað það varðar. Þeim bar saman um að hér væri engin verðbólga handan við hornið og ástæðulaust að vera með svona svartsýni þegar allt léki í lyndi. Enn og aftur velti ég fyrir mér: Til hvers er Landsdómur ef ekki til að taka á verkum eða verkleysi ráðherra sem hreinlega vinna samfélaginu óbætanlegt tjón með allri sinni vanhæfni og augljósri vanrækslu? Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun