Áskorun til þingmanna - Treystið þjóðinni! Jóna Benediktsdóttir skrifar 7. nóvember 2023 14:00 Stjórnarskrárfélagið skorar á þingmenn allra flokka á Alþingi að styðja og setja nafn sitt við framkomið frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á núgildandi stjórnarskrá. Nánar tiltekið, þingskjal 404 - 392. mál, sem dreift var 19.10 2023. Þar er lagt til lýðræðislegra fyrirkomulag við breytingu á stjórnarskrá með því að 1. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar orðist svo: „Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi.“ — Sjá frumvarpið hér. Rúm ellefu ár eru liðin síðan Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Svar þjóðarinnar var afdráttarlaust. Yfirgnæfandi meiri hluti samþykkti að þær tillögur skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Líkt og fram kemur í greinargerð með umræddu frumvarpi gerir breytingin sem lögð er til ólíklegra að fjögur ár áframhaldandi stöðnunar í stjórnarskrármálinu taki við eftir næstu alþingiskosningar. Ætla verður að allflestir þingmenn — hvar í flokki sem þeir standa — geti fallist á og stutt tilgang frumvarpsins, eins og honum er lýst í greinargerð: „Frumvarpi þessu er ætlað tvíþætt hlutverk. Annars vegar skuli lögfest leið til að breyta stjórnarskránni sem er mun lýðræðislegri en mælt er fyrir um nú. Undirstrikað verði skýrt og skorinort að almenningur sé stjórnarskrárgjafi og eigi ætíð síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar vona flutningsmenn að sú leið til stjórnarskrárbreytinga sem hér er lögð til komi í veg fyrir að Alþingi festist í þrátefli um breytingar í framtíðinni. Undanfarinn áratug hefur verið gerð stórmerkileg en oft og tíðum brokkgeng tilraun til heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs. Frumvarp þetta getur verið varða á þeirri leið. Verði það að lögum hefur Alþingi þau verkfæri sem þarf til að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni í markvissari skrefum en því hefur auðnast.“ Stjórnarskrárfélagið hefur frá því síðastliðið vor hvatt til þess að stjórnmálaflokkar á þingi taki sig saman um breytingu á stjórnarskrá sem umrætt frumvarp felur í sér. Við höldum áfram. F. h. Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, formaður, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Þórir Baldursson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarskrárfélagið skorar á þingmenn allra flokka á Alþingi að styðja og setja nafn sitt við framkomið frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á núgildandi stjórnarskrá. Nánar tiltekið, þingskjal 404 - 392. mál, sem dreift var 19.10 2023. Þar er lagt til lýðræðislegra fyrirkomulag við breytingu á stjórnarskrá með því að 1. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar orðist svo: „Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi.“ — Sjá frumvarpið hér. Rúm ellefu ár eru liðin síðan Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Svar þjóðarinnar var afdráttarlaust. Yfirgnæfandi meiri hluti samþykkti að þær tillögur skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Líkt og fram kemur í greinargerð með umræddu frumvarpi gerir breytingin sem lögð er til ólíklegra að fjögur ár áframhaldandi stöðnunar í stjórnarskrármálinu taki við eftir næstu alþingiskosningar. Ætla verður að allflestir þingmenn — hvar í flokki sem þeir standa — geti fallist á og stutt tilgang frumvarpsins, eins og honum er lýst í greinargerð: „Frumvarpi þessu er ætlað tvíþætt hlutverk. Annars vegar skuli lögfest leið til að breyta stjórnarskránni sem er mun lýðræðislegri en mælt er fyrir um nú. Undirstrikað verði skýrt og skorinort að almenningur sé stjórnarskrárgjafi og eigi ætíð síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar vona flutningsmenn að sú leið til stjórnarskrárbreytinga sem hér er lögð til komi í veg fyrir að Alþingi festist í þrátefli um breytingar í framtíðinni. Undanfarinn áratug hefur verið gerð stórmerkileg en oft og tíðum brokkgeng tilraun til heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs. Frumvarp þetta getur verið varða á þeirri leið. Verði það að lögum hefur Alþingi þau verkfæri sem þarf til að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni í markvissari skrefum en því hefur auðnast.“ Stjórnarskrárfélagið hefur frá því síðastliðið vor hvatt til þess að stjórnmálaflokkar á þingi taki sig saman um breytingu á stjórnarskrá sem umrætt frumvarp felur í sér. Við höldum áfram. F. h. Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, formaður, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Þórir Baldursson.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun