Auknar tekjur og valfrelsi í Árborg Bragi Bjarnason skrifar 6. nóvember 2023 14:00 Jafn falleg og haustin geta verið þá eru þau líka annasöm. Síðasti séns að hefja verkefni sem áttu að klárast á árinu, stutt í jólin og skipulag næsta árs hafið. Jafnt meðal sveitarfélaga sem fyrirtækja er unnið að fjárhagsáætlun og rýnt í hvar mögulegt er að auka tekjur og hagræða. Mikilvægt er að reksturinn sé réttu megin við núllið og fjármagna þurfi sem minnst með lánsfé, einkum á tímum hárra vaxta og verðbólgu. Auknir tekjumöguleikar fyrir sveitarfélög Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 25. október að taka upp sérstaka gjaldskrá fyrir byggingarréttargjald í Sveitarfélaginu Árborg. Um er að ræða gjaldskrá sem byggir á samningsmarkmiðum sem bæjarstjórn samþykkti fyrr á árinu um greiðslur vegna uppbyggingar íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Tilgangur með upptöku byggingarréttargjalds er að koma til móts við kostnað uppbyggingar nauðsynlegra innviða og þjónustu sem sveitarfélaginu ber að veita. Í grunninn er um að ræða tvo þætti; annarsvegar er greiðsla þegar nýtingu lóðar er breytt og byggingarmagn aukið í deiliskipulagi og hinsvegar sala byggingarréttar á lóðum í eigu sveitarfélagsins. Breyting á nýtingu lóðar og byggingarmagni getur t.d. verið þegar atvinnulóð er breytt í íbúðalóðir og þegar samþykkt er að auka byggingarmagn lóða í deiliskipulagi. Sveitarfélagið hefur síðan selt byggingarrétti á íbúða- og atvinnulóðum í stað þess að úthluta líkt og áður. Þannig er byggingaréttur boðinn út á lágmarksverði og gefst áhugasömum tækifæri til að bjóða í byggingaréttinn og fær sá lóðina sem býður hæst, með fyrirvara um að viðkomandi standist útboðsskilmála. Nú þegar eru dæmi um slíka sölu á bæði íbúða- og atvinnulóðum og byggingaréttur íbúðalóða við Móstekk á Selfossi hefur verið auglýstur. Þá stendur til að koma fleiri íbúðalóðum í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins í sölu fljótlega. Aukið valfrelsi í leikskólamálum Eitt af markmiðum Sjálfstæðisflokksins í Árborg á kjörtímabilinu var að auka valfrelsi foreldra á mismunandi hugmyndafræði við rekstur leikskóla. Nú hefur Sveitarfélagið Árborg loks samið við Hjallastefnuna leikskólar ehf. um að taka við rekstri leikskólans Árbæjar á Selfossi. Í samræmi við samninginn, sem var samþykktur í bæjarstjórn 1. nóvember sl. tók Hjallastefnan við daglegri stjórn leikskólans 2. nóvember sl. og mun svo taka við rekstrinum að fullu 1. ágúst nk. Með þessu fyrirkomulagi getur aðlögun í kjölfar breytinganna verið í góðu samstarfi við foreldra, börn og starfsmenn sem er mikilvægt þegar breytingar sem slíkar koma til framkvæmda. Eðli málsins samkvæmt hefur fólk mismunandi skoðanir á hugmyndafræðinni og rekstrarforminu. Það er að mínu mati spennandi áfangi að fá þennan nýja valmöguleika í rekstri leikskóla í sveitarfélagið en við breytingarnar verða fimm leikskólar í Árborg reknir af sveitarfélaginu og einn af einkaaðila. Af öðrum málum í Árborg þá eru hafnar framkvæmdir við virkjun heitavatnsholu sem fannst fyrr á þessu ári utan Ölfusár fyrir neðan sláturhús SS. Áætlað er að hún verði tengd inn á dreifikerfi Selfossveitna haustið 2024 en hluti af framkvæmdunum felst í að skipta um lögn undir Ölfusárbrú. Má sjá þá vinnu í gangi þessa dagana. Að lokum vil ég hvetja íbúa og áhugasama að fylgjast með þeim fjölmörgu viðburðum sem eru á döfinni, líkt og tendrun jólaljósanna í Árborg fimmtudaginn 16. nóvember nk. en það er alltaf eitthvað að gerast í íþrótta- og menningarlífinu á svæðinu. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Jafn falleg og haustin geta verið þá eru þau líka annasöm. Síðasti séns að hefja verkefni sem áttu að klárast á árinu, stutt í jólin og skipulag næsta árs hafið. Jafnt meðal sveitarfélaga sem fyrirtækja er unnið að fjárhagsáætlun og rýnt í hvar mögulegt er að auka tekjur og hagræða. Mikilvægt er að reksturinn sé réttu megin við núllið og fjármagna þurfi sem minnst með lánsfé, einkum á tímum hárra vaxta og verðbólgu. Auknir tekjumöguleikar fyrir sveitarfélög Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 25. október að taka upp sérstaka gjaldskrá fyrir byggingarréttargjald í Sveitarfélaginu Árborg. Um er að ræða gjaldskrá sem byggir á samningsmarkmiðum sem bæjarstjórn samþykkti fyrr á árinu um greiðslur vegna uppbyggingar íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Tilgangur með upptöku byggingarréttargjalds er að koma til móts við kostnað uppbyggingar nauðsynlegra innviða og þjónustu sem sveitarfélaginu ber að veita. Í grunninn er um að ræða tvo þætti; annarsvegar er greiðsla þegar nýtingu lóðar er breytt og byggingarmagn aukið í deiliskipulagi og hinsvegar sala byggingarréttar á lóðum í eigu sveitarfélagsins. Breyting á nýtingu lóðar og byggingarmagni getur t.d. verið þegar atvinnulóð er breytt í íbúðalóðir og þegar samþykkt er að auka byggingarmagn lóða í deiliskipulagi. Sveitarfélagið hefur síðan selt byggingarrétti á íbúða- og atvinnulóðum í stað þess að úthluta líkt og áður. Þannig er byggingaréttur boðinn út á lágmarksverði og gefst áhugasömum tækifæri til að bjóða í byggingaréttinn og fær sá lóðina sem býður hæst, með fyrirvara um að viðkomandi standist útboðsskilmála. Nú þegar eru dæmi um slíka sölu á bæði íbúða- og atvinnulóðum og byggingaréttur íbúðalóða við Móstekk á Selfossi hefur verið auglýstur. Þá stendur til að koma fleiri íbúðalóðum í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins í sölu fljótlega. Aukið valfrelsi í leikskólamálum Eitt af markmiðum Sjálfstæðisflokksins í Árborg á kjörtímabilinu var að auka valfrelsi foreldra á mismunandi hugmyndafræði við rekstur leikskóla. Nú hefur Sveitarfélagið Árborg loks samið við Hjallastefnuna leikskólar ehf. um að taka við rekstri leikskólans Árbæjar á Selfossi. Í samræmi við samninginn, sem var samþykktur í bæjarstjórn 1. nóvember sl. tók Hjallastefnan við daglegri stjórn leikskólans 2. nóvember sl. og mun svo taka við rekstrinum að fullu 1. ágúst nk. Með þessu fyrirkomulagi getur aðlögun í kjölfar breytinganna verið í góðu samstarfi við foreldra, börn og starfsmenn sem er mikilvægt þegar breytingar sem slíkar koma til framkvæmda. Eðli málsins samkvæmt hefur fólk mismunandi skoðanir á hugmyndafræðinni og rekstrarforminu. Það er að mínu mati spennandi áfangi að fá þennan nýja valmöguleika í rekstri leikskóla í sveitarfélagið en við breytingarnar verða fimm leikskólar í Árborg reknir af sveitarfélaginu og einn af einkaaðila. Af öðrum málum í Árborg þá eru hafnar framkvæmdir við virkjun heitavatnsholu sem fannst fyrr á þessu ári utan Ölfusár fyrir neðan sláturhús SS. Áætlað er að hún verði tengd inn á dreifikerfi Selfossveitna haustið 2024 en hluti af framkvæmdunum felst í að skipta um lögn undir Ölfusárbrú. Má sjá þá vinnu í gangi þessa dagana. Að lokum vil ég hvetja íbúa og áhugasama að fylgjast með þeim fjölmörgu viðburðum sem eru á döfinni, líkt og tendrun jólaljósanna í Árborg fimmtudaginn 16. nóvember nk. en það er alltaf eitthvað að gerast í íþrótta- og menningarlífinu á svæðinu. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun