Eiturlyf auglýst til sölu á Facebook Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. nóvember 2023 16:39 Spænskir eiturlyfjasalar hafa snúið sér að Facebook til merkaðssetningar. Vísir/Vilhelm/Getty Fíkniefnasalar auglýsa nú allar tegundir eiturlyfja til sölu á Facebook. Þeir kaupa auglýsingar sem fá að vera þar óáreittar. „Við bjóðum besta kókaínið í Barcelona, við færum þér það heim og þú greiðir við afhendingu.“ Svona hljómar ein af þeim þúsundum auglýsinga sem nú birtast notendum Facebook, já og líka Instagram, í stríðum straumum. Seljendur ólöglegra fíkniefna hafa nánast jafngóðan aðgang að auglýsingum Facebook eins og hverjir aðrir og þeir auglýsa allt sem nöfnum tjáir að nefna; alsælu, ketamín, amfetamín, LSD, kókaín. Já og heilan helling af Viagra, því miðað við umfang auglýsinga á bláu pillunni mætti halda að stinningarvandi væri alvarlegasti vandi hálfrar heimsbyggðarinnar. Með þessum hætti eru eiturlyfjasalarnir með opið allan sólarhringinn, sjö daga í viku. Heimsendingarþjónusta og það fylgir gjarnan ein alsælupilla með sem kaupauki með hverjum viðskiptum. Spænska dagblaðið El Diario hefur kafað ofan í auglýsingaumhverfið á Facebook og afhjúpað auglýsingar þessara ólöglegu efna. Blaðið segir að eftir að það sendi inn fyrirspurn til Facebook um ástæður þess að svona auglýsingar fengju að birtast átölulaust, hafi liðið tveir sólarhringar áður en tiltekin kókaínauglýsing var fjarlægð. Síðan liðu þrír sólarhringar og þá birtist auglýsingin að nýju. El Diario segir Facebook gefa sig út fyrir að fylgja mjög strangri auglýsingastefnu. Allar auglýsingar séu skoðaðar gaumgæfilega og ekki birtar fyrr en eftir 24ra klukkustunda rannsókn og úttekt á innihaldi auglýsingarinnar. Þetta stenst enga skoðun, segir El Diario og segir að þúsundir auglýsinga séu í umferð sem auglýsi ólöglegan varning, vímuefni, stinningarlyf, megrunarlyf, gagnslaus krabbameinslyf og -meðferðir og svona mætti lengi telja. Spánn Fíkn Auglýsinga- og markaðsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
„Við bjóðum besta kókaínið í Barcelona, við færum þér það heim og þú greiðir við afhendingu.“ Svona hljómar ein af þeim þúsundum auglýsinga sem nú birtast notendum Facebook, já og líka Instagram, í stríðum straumum. Seljendur ólöglegra fíkniefna hafa nánast jafngóðan aðgang að auglýsingum Facebook eins og hverjir aðrir og þeir auglýsa allt sem nöfnum tjáir að nefna; alsælu, ketamín, amfetamín, LSD, kókaín. Já og heilan helling af Viagra, því miðað við umfang auglýsinga á bláu pillunni mætti halda að stinningarvandi væri alvarlegasti vandi hálfrar heimsbyggðarinnar. Með þessum hætti eru eiturlyfjasalarnir með opið allan sólarhringinn, sjö daga í viku. Heimsendingarþjónusta og það fylgir gjarnan ein alsælupilla með sem kaupauki með hverjum viðskiptum. Spænska dagblaðið El Diario hefur kafað ofan í auglýsingaumhverfið á Facebook og afhjúpað auglýsingar þessara ólöglegu efna. Blaðið segir að eftir að það sendi inn fyrirspurn til Facebook um ástæður þess að svona auglýsingar fengju að birtast átölulaust, hafi liðið tveir sólarhringar áður en tiltekin kókaínauglýsing var fjarlægð. Síðan liðu þrír sólarhringar og þá birtist auglýsingin að nýju. El Diario segir Facebook gefa sig út fyrir að fylgja mjög strangri auglýsingastefnu. Allar auglýsingar séu skoðaðar gaumgæfilega og ekki birtar fyrr en eftir 24ra klukkustunda rannsókn og úttekt á innihaldi auglýsingarinnar. Þetta stenst enga skoðun, segir El Diario og segir að þúsundir auglýsinga séu í umferð sem auglýsi ólöglegan varning, vímuefni, stinningarlyf, megrunarlyf, gagnslaus krabbameinslyf og -meðferðir og svona mætti lengi telja.
Spánn Fíkn Auglýsinga- og markaðsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent