Samgöngubætur eða átta milljarða krúnudjásn Marta Guðjónsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 08:01 Í síðustu viku birtist á Vísi.is frumleg grein um brú. Þar er lagt til að skattgreiðendur komi sér upp brú yfir Fossvoginn, frá Nauthólsvík yfir í Kársnesið, u.þ.b. einn og hálfan kílómetra fyrir vestan Kringlumýrarbraut. Brúin á að vera fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, fyrir Strætó og Borgarlínu, ef ske kynni að einhver hluti hennar kæmist einhvern tímann í gagnið. Félag og framkvæmdastjóri Höfundur greinarinnar, Davíð Þorláksson, er framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgangna. Það félag var stofnað vegna Samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, sem undirritaður var árið 2019. Sá sáttmáli er nú í endurskoðun. Lögum samkvæmt er það eitt megin hlutverk Betri samgangna ohf. að hrinda í framkvæmd uppbyggingu þeirra samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu sem sáttmálinn kveður á um og fara með heildstæða áætlanagerð og áhættustýringu fyrir þessa uppbyggingu. Þessi sömu lög veita hins vegar framkvæmdastjóranum ekkert ákvörðunarvald yfir stefnumótun eða endurskoðun sáttmálans. Þau ákvæði eru öll í höndum lýðkjörinna fulltrúa Alþingis og viðkomandi sveitarfélaga. Það er því óviðeigandi að embættismaður sé að útlista opinberlega sínar persónulegu skoðanir á því hvernig eigi að endurskoða sáttmálann, á meðan sú vinna er í gangi og þingmenn, borgar- og bæjarfulltrúar eiga eftir að kynna sér niðurstöður hennar. Röksemdir greinarinnar eru hins vegar svo frumlegar að það er vel þess virði að rifja þær hér upp. Þau rök minna einna helst á gullmola úr leikhúsverkum sem falla undir bókmenntastefnuna Théâtre de l'absurde. Leikhús fáránleikans Upphaflega og samkvæmt kostnaðaráætlun Samgöngusáttmálans átti brúin að kosta 2.2 milljarða og það er nákvæmlega kostnaðurinn við nánast jafn langa Þorskafjarðarbrú sem var vígð í síðustu viku. En einhverra hluta vegna hefur kostnaðurinn við brúna yfir Fossvoginn hækkað úr 2,2 milljörðum upp í 8 milljarða. Sumum finnst það svolítið mikil hækkun á fjórum árum, einkum fólki sem borgar skatta. En það finnst Davíð Þorlákssyni ekki. Hann bendir á að Fossvogsbrúin sé ekki bara djásn, heldur krúnudjásn Samgöngusáttmálans. Fái skattborgarar krúnudjásn, verða þeir auðvitað að borga fyrir það. Gullna hliðið Auk þess bendir hann á að brúin verði Nýtt hlið að höfuðborgarsvæðinu, og það er reyndar heiti greinarinnar. Þar hefur hann að vísu aðeins ruglast í hugtökum: Svona brú verður aldrei að Nýju hliði að höfuðborgarsvæðinu, heldur einungis á milli tveggja sveitarfélaga sem bæði eru innan höfuðborgarsvæðisins. En það er nú kannski ekki svo nauið því hann bendir einmitt og einnig á að brúin „tengir tvö stærstu sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins og landsins alls, Reykjavík og Kópavog.“ Það er nú ekki smátt. Það er laukrétt að við eigum að huga oftar að svona hliðum milli sveitarfélaga. Eitt slíkt hlið er t.d. við Vegamót á Nesveginum þar sem fiskbúðin góða er til húsa. Þar eru tvær stæðilegar vörður, sitt hvoru megin Nesvegar, til marks um hliðið á milli Reykjavíkur og Seltjarnarnesbæjar. Það hlið kostaði að vísu ekki 8 milljarða. En það er nú samt nokkuð gott hlið. Núna sérðu – ekki nú! Ein þyngstu rök greinarinnar fyrir brúnni yfir Fossvoginn felast í þeirri staðreynd að hún verður sýnileg. Þar virðist höfundurinn komast að kjarna málsins: „Hún verður sýnileg öllum þeim sem aka milli Reykjavíkur og Kópavogs um Kringlumýrarbraut. Í dag eru það rúmlega 50.000 bílferðir á hverjum virkum degi eða rúmlega 60.000 manns.“ Hér má hnykkja á rökum Davíðs og gera þau enn veigameiri. Tafir vegfarenda á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins hafa aukist um meira en 50 prósent á örfáum árum. Þessi stóri og sífellt stærri áhorfendahópur á Kringlumýrarbrautinni getur því stytt sér stundir við að horfa á krúnudjásnið, sífellt lengur, í sífellt lengri biðröðum ökutækja. Að hugsa stórt Davíð lýkur greininni með kafla sem heitir Hugsum stórt, á eftirfarandi hátt: „Geta þær kynslóðir sem eru nú að byggja upp landið, sem er nú eitt það ríkasta í heimi, ekki leyft sér að búa til stórhuga mannvirki, þótt þau séu e.t.v. aðeins dýrari? Hvers konar mannvirki viljum við skilja eftir fyrir börnin okkar og barnabörn á þessum vinsæla útivistarstað?“ Ja - þegar stórt er spurt, þá er kannski bara ein efasemd í lokin. Gæti hugsast að vegfarendur í sífellt lengri biðröðum á Kringlumýrarbraut fari að velta því fyrir sér, að ef þessum átta þúsund milljónum króna af þeirra eigin fé hefði ekki verið sólundað í krúnudjásn, heldur skynsamlega varið í arðsemisgreindar samgöngubætur - þá sætu þeir ekki lengur í biðröð, að horfa á krúnudjásn, heldur væru þeir löngu komnir heim til fjölskyldna sinna? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Marta Guðjónsdóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtist á Vísi.is frumleg grein um brú. Þar er lagt til að skattgreiðendur komi sér upp brú yfir Fossvoginn, frá Nauthólsvík yfir í Kársnesið, u.þ.b. einn og hálfan kílómetra fyrir vestan Kringlumýrarbraut. Brúin á að vera fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, fyrir Strætó og Borgarlínu, ef ske kynni að einhver hluti hennar kæmist einhvern tímann í gagnið. Félag og framkvæmdastjóri Höfundur greinarinnar, Davíð Þorláksson, er framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgangna. Það félag var stofnað vegna Samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, sem undirritaður var árið 2019. Sá sáttmáli er nú í endurskoðun. Lögum samkvæmt er það eitt megin hlutverk Betri samgangna ohf. að hrinda í framkvæmd uppbyggingu þeirra samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu sem sáttmálinn kveður á um og fara með heildstæða áætlanagerð og áhættustýringu fyrir þessa uppbyggingu. Þessi sömu lög veita hins vegar framkvæmdastjóranum ekkert ákvörðunarvald yfir stefnumótun eða endurskoðun sáttmálans. Þau ákvæði eru öll í höndum lýðkjörinna fulltrúa Alþingis og viðkomandi sveitarfélaga. Það er því óviðeigandi að embættismaður sé að útlista opinberlega sínar persónulegu skoðanir á því hvernig eigi að endurskoða sáttmálann, á meðan sú vinna er í gangi og þingmenn, borgar- og bæjarfulltrúar eiga eftir að kynna sér niðurstöður hennar. Röksemdir greinarinnar eru hins vegar svo frumlegar að það er vel þess virði að rifja þær hér upp. Þau rök minna einna helst á gullmola úr leikhúsverkum sem falla undir bókmenntastefnuna Théâtre de l'absurde. Leikhús fáránleikans Upphaflega og samkvæmt kostnaðaráætlun Samgöngusáttmálans átti brúin að kosta 2.2 milljarða og það er nákvæmlega kostnaðurinn við nánast jafn langa Þorskafjarðarbrú sem var vígð í síðustu viku. En einhverra hluta vegna hefur kostnaðurinn við brúna yfir Fossvoginn hækkað úr 2,2 milljörðum upp í 8 milljarða. Sumum finnst það svolítið mikil hækkun á fjórum árum, einkum fólki sem borgar skatta. En það finnst Davíð Þorlákssyni ekki. Hann bendir á að Fossvogsbrúin sé ekki bara djásn, heldur krúnudjásn Samgöngusáttmálans. Fái skattborgarar krúnudjásn, verða þeir auðvitað að borga fyrir það. Gullna hliðið Auk þess bendir hann á að brúin verði Nýtt hlið að höfuðborgarsvæðinu, og það er reyndar heiti greinarinnar. Þar hefur hann að vísu aðeins ruglast í hugtökum: Svona brú verður aldrei að Nýju hliði að höfuðborgarsvæðinu, heldur einungis á milli tveggja sveitarfélaga sem bæði eru innan höfuðborgarsvæðisins. En það er nú kannski ekki svo nauið því hann bendir einmitt og einnig á að brúin „tengir tvö stærstu sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins og landsins alls, Reykjavík og Kópavog.“ Það er nú ekki smátt. Það er laukrétt að við eigum að huga oftar að svona hliðum milli sveitarfélaga. Eitt slíkt hlið er t.d. við Vegamót á Nesveginum þar sem fiskbúðin góða er til húsa. Þar eru tvær stæðilegar vörður, sitt hvoru megin Nesvegar, til marks um hliðið á milli Reykjavíkur og Seltjarnarnesbæjar. Það hlið kostaði að vísu ekki 8 milljarða. En það er nú samt nokkuð gott hlið. Núna sérðu – ekki nú! Ein þyngstu rök greinarinnar fyrir brúnni yfir Fossvoginn felast í þeirri staðreynd að hún verður sýnileg. Þar virðist höfundurinn komast að kjarna málsins: „Hún verður sýnileg öllum þeim sem aka milli Reykjavíkur og Kópavogs um Kringlumýrarbraut. Í dag eru það rúmlega 50.000 bílferðir á hverjum virkum degi eða rúmlega 60.000 manns.“ Hér má hnykkja á rökum Davíðs og gera þau enn veigameiri. Tafir vegfarenda á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins hafa aukist um meira en 50 prósent á örfáum árum. Þessi stóri og sífellt stærri áhorfendahópur á Kringlumýrarbrautinni getur því stytt sér stundir við að horfa á krúnudjásnið, sífellt lengur, í sífellt lengri biðröðum ökutækja. Að hugsa stórt Davíð lýkur greininni með kafla sem heitir Hugsum stórt, á eftirfarandi hátt: „Geta þær kynslóðir sem eru nú að byggja upp landið, sem er nú eitt það ríkasta í heimi, ekki leyft sér að búa til stórhuga mannvirki, þótt þau séu e.t.v. aðeins dýrari? Hvers konar mannvirki viljum við skilja eftir fyrir börnin okkar og barnabörn á þessum vinsæla útivistarstað?“ Ja - þegar stórt er spurt, þá er kannski bara ein efasemd í lokin. Gæti hugsast að vegfarendur í sífellt lengri biðröðum á Kringlumýrarbraut fari að velta því fyrir sér, að ef þessum átta þúsund milljónum króna af þeirra eigin fé hefði ekki verið sólundað í krúnudjásn, heldur skynsamlega varið í arðsemisgreindar samgöngubætur - þá sætu þeir ekki lengur í biðröð, að horfa á krúnudjásn, heldur væru þeir löngu komnir heim til fjölskyldna sinna? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun