Hvað verður um blandaða ruslið þitt? Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 1. nóvember 2023 10:30 Það rusl sem ekki er hægt að endurnota, endurvinna flokkast oft sem blandað rusl. Þetta getur verið ýmis konar rusl: dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, kattasandur, hundaskítur, tyggjó, og margt, margt fleira. Hann á heima í tunnunni með svarta miðanum sem á stendur „blandaður úrgangur.“ Tunnan fyrir blandað rusl er þannig illnauðsynlegur kostur í meðhöndlun á rusli. Í gamla daga, áður en við fórum að flokka, fór allt ruslið okkar þangað. Sorpa Þangað fer núna vandræðaúrgangur, og blandað rusl, sem hefur hingað til verið urðaður með tilheyrandi raski á landi og losun gróðurhúsalofttegunda. Þangað til nýlega fóru matarleifarnar þínar nefnilega í flokkinn blandað rusl. Vegna þessarar urðunar á lífrænu efni losar urðunarstaðurinn í Álfsnesi um 100.000 tonn af koltvísýringsígildum á hverju ári. Með sérsöfnun á matarleifum í GAJU og útflutningi á öðru blönduðu rusli til brennslu gerum við ráð fyrir að þessi losun verði á bilinu 10.000 til 20.000 tonn eftir 10 til 15 ár. Ég gæti tekið daginn í að þylja upp hvað á að fara í flokkinn blandað rusl. Til að koma í veg fyrir að þetta verði leiðinlegasta grein sögunnar bendi ég þess í stað á leitargluggann á forsíðu www.sorpa.is, þar sem stendur „Hvað á að gera við...“ Þar getur þú slegið inn algengustu tegundir af því sem fólk þarf að losa sig við, og flokkunarvélin okkar segir þér hvernig þú átt að flokka það. Ef leitarorðið birtist ekki í fellilistanum máttu endilega ýta á enter, því þá fáum við tilkynningu um að einhver hafi leitað að þessu orði og munum gera okkar besta til að tengja það við réttan flokk. Orkuvinnsla í stað urðunar Urðun er sísta leiðin til að meðhöndla rusl. Hún fellur neðst í forgangsröðun úrgangsþríhyrningsins sem við fórum yfir í þessari grein. Það er því til mikils að vinna að urða eins lítið og mögulegt er og urða alls ekki rusl sem þarf ekki að urða. Asbest er dæmi um rusl sem er fátt hægt að gera við annað en að urða. Blandað rusl er dæmi um rusl sem þarf ekki að urða. Það á sér nefnilega skárri farveg. Seinna á þessu ári ætlar SORPA að hætta að urða blandað rusl á urðunarstað SORPU í Álfsnesi, og flytja það þess í stað til útlands – fyrst um sinn til Svíþjóðar – þar sem það verður brennt í sorpbrennslustöð, og hitinn sem skapast við brunann notaður til að framleiða orku. Við gerum ráð fyrir að forða um 40.000 tonnum af rusli – sem er álíka þungt og 40.000 smábílar – frá urðun á hverju ári og koma í skárri farveg. Við þetta lyftist blandaða ruslið upp úr flokki förgunar yfir í flokk endurnýtingar, því brennsla á rusli til orkuvinnslu er skárri kostur en urðun. Hvers vegna flytjum við rusl til útlands? Í þessu samhengi er gjarnan velt upp spurningunni: „Hvers vegna að flytja þetta til útlands í orkuvinnslu frekar en að nýta það á Íslandi?“ Þessari spurningu höfum við velt svo mikið fyrir okkur að við höfum komið að gerð tveggja skýrslna um þetta mál, annars vegar þessari hér, og hins vegar þessari hér. Í stuttu máli má segja að ákveðin atriði flæki og hægi á uppbyggingu á sorpbrennslu á Íslandi. Það fyrsta er kostnaður. Áætlaður kostnaður við uppbyggingu á sorpbrennslu sem gæti unnið orku úr öllu rusli á Íslandi sem á sér ekki skárri farveg er á bilinu 135 - 236 milljón evrur, sem jafngilti um 20-35 milljörðum króna þegar fyrri skýrslan var gefin út. SORPA og eigendur hennar vildu auk þess koma blönduðu rusli úr urðun sem fyrst. Það tekur hins vegar nokkuð mörg ár að reisa eitt stykki sorpbrennslu, með tilheyrandi undirbúningi vegna staðarvals, deiliskipulags og annars sem tengist framkvæmdum. Útflutningur varð því fyrir valinu, í það minnsta í bili. Þá erum við búin að afgreiða bæði matarleifar og blandað rusl, sem eru tveir langstærstu ruslflokkarnir sem koma frá heimilum til SORPU. Í næstu viku ætlum við að segja frá því hvað er gert við pappírinn þinn. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Sorphirða Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir Hvað verður um matarleifarnar þínar? Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. 25. október 2023 08:00 Hvað verður um ruslið þitt? SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 12. október 2023 15:31 Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? 18. október 2023 08:00 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það rusl sem ekki er hægt að endurnota, endurvinna flokkast oft sem blandað rusl. Þetta getur verið ýmis konar rusl: dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, kattasandur, hundaskítur, tyggjó, og margt, margt fleira. Hann á heima í tunnunni með svarta miðanum sem á stendur „blandaður úrgangur.“ Tunnan fyrir blandað rusl er þannig illnauðsynlegur kostur í meðhöndlun á rusli. Í gamla daga, áður en við fórum að flokka, fór allt ruslið okkar þangað. Sorpa Þangað fer núna vandræðaúrgangur, og blandað rusl, sem hefur hingað til verið urðaður með tilheyrandi raski á landi og losun gróðurhúsalofttegunda. Þangað til nýlega fóru matarleifarnar þínar nefnilega í flokkinn blandað rusl. Vegna þessarar urðunar á lífrænu efni losar urðunarstaðurinn í Álfsnesi um 100.000 tonn af koltvísýringsígildum á hverju ári. Með sérsöfnun á matarleifum í GAJU og útflutningi á öðru blönduðu rusli til brennslu gerum við ráð fyrir að þessi losun verði á bilinu 10.000 til 20.000 tonn eftir 10 til 15 ár. Ég gæti tekið daginn í að þylja upp hvað á að fara í flokkinn blandað rusl. Til að koma í veg fyrir að þetta verði leiðinlegasta grein sögunnar bendi ég þess í stað á leitargluggann á forsíðu www.sorpa.is, þar sem stendur „Hvað á að gera við...“ Þar getur þú slegið inn algengustu tegundir af því sem fólk þarf að losa sig við, og flokkunarvélin okkar segir þér hvernig þú átt að flokka það. Ef leitarorðið birtist ekki í fellilistanum máttu endilega ýta á enter, því þá fáum við tilkynningu um að einhver hafi leitað að þessu orði og munum gera okkar besta til að tengja það við réttan flokk. Orkuvinnsla í stað urðunar Urðun er sísta leiðin til að meðhöndla rusl. Hún fellur neðst í forgangsröðun úrgangsþríhyrningsins sem við fórum yfir í þessari grein. Það er því til mikils að vinna að urða eins lítið og mögulegt er og urða alls ekki rusl sem þarf ekki að urða. Asbest er dæmi um rusl sem er fátt hægt að gera við annað en að urða. Blandað rusl er dæmi um rusl sem þarf ekki að urða. Það á sér nefnilega skárri farveg. Seinna á þessu ári ætlar SORPA að hætta að urða blandað rusl á urðunarstað SORPU í Álfsnesi, og flytja það þess í stað til útlands – fyrst um sinn til Svíþjóðar – þar sem það verður brennt í sorpbrennslustöð, og hitinn sem skapast við brunann notaður til að framleiða orku. Við gerum ráð fyrir að forða um 40.000 tonnum af rusli – sem er álíka þungt og 40.000 smábílar – frá urðun á hverju ári og koma í skárri farveg. Við þetta lyftist blandaða ruslið upp úr flokki förgunar yfir í flokk endurnýtingar, því brennsla á rusli til orkuvinnslu er skárri kostur en urðun. Hvers vegna flytjum við rusl til útlands? Í þessu samhengi er gjarnan velt upp spurningunni: „Hvers vegna að flytja þetta til útlands í orkuvinnslu frekar en að nýta það á Íslandi?“ Þessari spurningu höfum við velt svo mikið fyrir okkur að við höfum komið að gerð tveggja skýrslna um þetta mál, annars vegar þessari hér, og hins vegar þessari hér. Í stuttu máli má segja að ákveðin atriði flæki og hægi á uppbyggingu á sorpbrennslu á Íslandi. Það fyrsta er kostnaður. Áætlaður kostnaður við uppbyggingu á sorpbrennslu sem gæti unnið orku úr öllu rusli á Íslandi sem á sér ekki skárri farveg er á bilinu 135 - 236 milljón evrur, sem jafngilti um 20-35 milljörðum króna þegar fyrri skýrslan var gefin út. SORPA og eigendur hennar vildu auk þess koma blönduðu rusli úr urðun sem fyrst. Það tekur hins vegar nokkuð mörg ár að reisa eitt stykki sorpbrennslu, með tilheyrandi undirbúningi vegna staðarvals, deiliskipulags og annars sem tengist framkvæmdum. Útflutningur varð því fyrir valinu, í það minnsta í bili. Þá erum við búin að afgreiða bæði matarleifar og blandað rusl, sem eru tveir langstærstu ruslflokkarnir sem koma frá heimilum til SORPU. Í næstu viku ætlum við að segja frá því hvað er gert við pappírinn þinn. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs.
Hvað verður um matarleifarnar þínar? Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. 25. október 2023 08:00
Hvað verður um ruslið þitt? SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 12. október 2023 15:31
Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? 18. október 2023 08:00
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar