Engin friðhelgi fyrir forseta Íslands og ráðherra Ástþór Magnússon skrifar 31. október 2023 15:33 Breski þingmaðurinn Crispin Blunt sem jafnframt er stjórnarmaður í Alþjóðasamtökum réttlætis fyrir Palestínu undirbýr nú aðgerðir gegn ráðamönnum fyrir að stuðla að stríðsglæpum á Gaza. Íslenskir ráðamenn verða kærðir til alþjóða stríðsglæpadómstólsins Alþjóðastofnunin Friður 2000 styður slíkar aðgerðir gegn ráðamönnum sem styðja fjöldamorðin á almennum borgurum og börnum sem við erum nú að sjá af hálfu Ísrael. Ísland grefur undan alþjóðalögum Íslenskir ráðamenn hafa verið með yfirlýsingar um að þeir standi með Ísrael og á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna sat Ísland hjá þegar reynt var að stöðva blóðbaðið með sameiginlegri ályktun þjóða heims. Ályktunin var samþykkt. Ísland er nú í hópi útlagaþjóða sem grafa undan alþjóðalögum með stuðningi við aðskilnaðarstefnu, landrán og þjóðarmorð Ísraels gegn Palestínsku þjóðinni. Nýtt landakort Forsætisráðherra Ísrael og fylgisveinar hans fara í engar grafgötur með áætlanir sínar. Þeir vinna að því fyrir opnum tjöldum að útrýma Palestínu. S.l. september sýndi Benjamin Netanyahu nýtt kort af Ísrael á allsherjarþingi S.Þ. þar sem búið var að afmá Palestínu. Sagðist vera að endurskipuleggja mið austurlönd. Á sama tíma beittu vopnaðir Ísraelskir landtökumenn auknu ofbeldi að sölsa undir sig palestínsk heimili og ræktunarland. Þeir hafa stundað þessa iðju í áratugi, drepið þúsundir og sent milljónir á flótta. Klára verkið með þjóðarmorði Fyrrum dómsmálaráðherra Ísrael birti grein 14 júlí 2014 sem sagði að drepa ætti palestínskar mæður og leggja heimili þeirra í rúst svo þær gætu ekki fætt fleiri “snáka”. Nú, áratug síðar, ráðgerir Ísrael að klára verkið með þjóðarmorði með stuðningi Vestrænna leiðtoga m.a. Íslenskra ráðamanna sem keppast við að styðja stríðsglæpamanninn. Mannúðaraðstoð með líkkistum Hvað felst í því þegar Íslenskir ráðamenn segjast standa með Ísrael? Standa þeir með aðskilnaðarstefnu Ísrael? Standa þeir með því að ráðast inn á heimili fólks, reka það á vergang og jafna byggingar við jörðu með stórtækum vinnuvélum? Standa þeir með áformum Benjamin Netanyahu um að afmá Palestínu? Hvað þarf þetta fólk að sjá mörg börn myrt í Gaza? Hvaða mannúðaraðstoð ætlar Ísland að senda til Gaza? Líkkistur? Ekki í mínu nafni Framtíð Palestínu veltur á almennum borgurum þessa lands. Við þurfum að taka fram fyrir hendurnar á ráðamönnum sem styðja aðskilnaðarstefnu, landrán og fjöldamorð í okkar nafni. Slíkt fólk á ekki heima á Bessastöðum eða Alþingi. Vörpum þeim á dyr í næstu kosningum. Höfundur er stofnandi Friðar 2000 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Breski þingmaðurinn Crispin Blunt sem jafnframt er stjórnarmaður í Alþjóðasamtökum réttlætis fyrir Palestínu undirbýr nú aðgerðir gegn ráðamönnum fyrir að stuðla að stríðsglæpum á Gaza. Íslenskir ráðamenn verða kærðir til alþjóða stríðsglæpadómstólsins Alþjóðastofnunin Friður 2000 styður slíkar aðgerðir gegn ráðamönnum sem styðja fjöldamorðin á almennum borgurum og börnum sem við erum nú að sjá af hálfu Ísrael. Ísland grefur undan alþjóðalögum Íslenskir ráðamenn hafa verið með yfirlýsingar um að þeir standi með Ísrael og á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna sat Ísland hjá þegar reynt var að stöðva blóðbaðið með sameiginlegri ályktun þjóða heims. Ályktunin var samþykkt. Ísland er nú í hópi útlagaþjóða sem grafa undan alþjóðalögum með stuðningi við aðskilnaðarstefnu, landrán og þjóðarmorð Ísraels gegn Palestínsku þjóðinni. Nýtt landakort Forsætisráðherra Ísrael og fylgisveinar hans fara í engar grafgötur með áætlanir sínar. Þeir vinna að því fyrir opnum tjöldum að útrýma Palestínu. S.l. september sýndi Benjamin Netanyahu nýtt kort af Ísrael á allsherjarþingi S.Þ. þar sem búið var að afmá Palestínu. Sagðist vera að endurskipuleggja mið austurlönd. Á sama tíma beittu vopnaðir Ísraelskir landtökumenn auknu ofbeldi að sölsa undir sig palestínsk heimili og ræktunarland. Þeir hafa stundað þessa iðju í áratugi, drepið þúsundir og sent milljónir á flótta. Klára verkið með þjóðarmorði Fyrrum dómsmálaráðherra Ísrael birti grein 14 júlí 2014 sem sagði að drepa ætti palestínskar mæður og leggja heimili þeirra í rúst svo þær gætu ekki fætt fleiri “snáka”. Nú, áratug síðar, ráðgerir Ísrael að klára verkið með þjóðarmorði með stuðningi Vestrænna leiðtoga m.a. Íslenskra ráðamanna sem keppast við að styðja stríðsglæpamanninn. Mannúðaraðstoð með líkkistum Hvað felst í því þegar Íslenskir ráðamenn segjast standa með Ísrael? Standa þeir með aðskilnaðarstefnu Ísrael? Standa þeir með því að ráðast inn á heimili fólks, reka það á vergang og jafna byggingar við jörðu með stórtækum vinnuvélum? Standa þeir með áformum Benjamin Netanyahu um að afmá Palestínu? Hvað þarf þetta fólk að sjá mörg börn myrt í Gaza? Hvaða mannúðaraðstoð ætlar Ísland að senda til Gaza? Líkkistur? Ekki í mínu nafni Framtíð Palestínu veltur á almennum borgurum þessa lands. Við þurfum að taka fram fyrir hendurnar á ráðamönnum sem styðja aðskilnaðarstefnu, landrán og fjöldamorð í okkar nafni. Slíkt fólk á ekki heima á Bessastöðum eða Alþingi. Vörpum þeim á dyr í næstu kosningum. Höfundur er stofnandi Friðar 2000
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun