Vilja öryggissveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. október 2023 12:19 „Heilu kynslóðirnar af fjölskyldum hafa verið þurrkaðar út,“ segir utanríkisráðuneyti Suður-Afríku. AP/Fatima Shbair Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi öryggissveitir til Gasa til að vernda almenna borgara. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja 8.306 látna í árásum Ísraelshers. Þar af eru 3.457 börn. „Heilu kynslóðirnar af fjölskyldum hafa verið þurrkaðar út á Gasa síðastliðnar þrjár vikur,“ segir í yfirlýsingu utanríkisráðuneytis Suður-Afríku. Fjöldi látinna, ekki síst barna, kalli á að alþjóðasamfélagið sýni að því sé alvara með að láta menn axla ábyrgð á gjörðum sínum. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, er meðal þeirra leiðtoga sem hafa boðist til að reyna að miðla málum í deilunni milli Ísrael og Hamas. Þá ganga stjórnvöld þar í landi ívið lengra en flest önnur ríki, sem hafa kallað eftir vopnahléi en ekki talað fyrir beinu inngripi. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði í morgun að aðgerðir Ísraelsmanna væru á áætlun og að tugir Hamas-liða hefðu fallið í árásum í nótt. Hann sagði hersveitir í norðurhluta Gasa og þá hefði nokkur fjöldi vígamanna verið skotinn niður af flugvélum í Jenin-flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum. Ísraelskir miðlar segja eldflaug sem skotið var frá Gasa hafa hæft íbúðahús í bænum Netivot. Utanríkisráðuneyti Ísrael hefur staðfest að Shani Louk, húðflúrlistamaður frá Þýskalandi, sé látin. Myndskeið frá árásum Hamas á byggðir Ísraelmanna sýndu líkama Louk liggja aftur í pallbíl. Süddeutsche Zeitung hefur eftir móður Louk að lík hennar hafi ekki fundist en flís úr höfuðkúpu hafi reynst vera hennar. Samkvæmt innanríkisráðuneyti Frakklands hafa 719 atvik gyðingaandúðar verið skráð í landinu frá því að árásir Hamas áttu sér stað 7. október síðastliðinn. Til samanburðar voru 436 atvik skráð allt árið í fyrra. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Þar af eru 3.457 börn. „Heilu kynslóðirnar af fjölskyldum hafa verið þurrkaðar út á Gasa síðastliðnar þrjár vikur,“ segir í yfirlýsingu utanríkisráðuneytis Suður-Afríku. Fjöldi látinna, ekki síst barna, kalli á að alþjóðasamfélagið sýni að því sé alvara með að láta menn axla ábyrgð á gjörðum sínum. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, er meðal þeirra leiðtoga sem hafa boðist til að reyna að miðla málum í deilunni milli Ísrael og Hamas. Þá ganga stjórnvöld þar í landi ívið lengra en flest önnur ríki, sem hafa kallað eftir vopnahléi en ekki talað fyrir beinu inngripi. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði í morgun að aðgerðir Ísraelsmanna væru á áætlun og að tugir Hamas-liða hefðu fallið í árásum í nótt. Hann sagði hersveitir í norðurhluta Gasa og þá hefði nokkur fjöldi vígamanna verið skotinn niður af flugvélum í Jenin-flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum. Ísraelskir miðlar segja eldflaug sem skotið var frá Gasa hafa hæft íbúðahús í bænum Netivot. Utanríkisráðuneyti Ísrael hefur staðfest að Shani Louk, húðflúrlistamaður frá Þýskalandi, sé látin. Myndskeið frá árásum Hamas á byggðir Ísraelmanna sýndu líkama Louk liggja aftur í pallbíl. Süddeutsche Zeitung hefur eftir móður Louk að lík hennar hafi ekki fundist en flís úr höfuðkúpu hafi reynst vera hennar. Samkvæmt innanríkisráðuneyti Frakklands hafa 719 atvik gyðingaandúðar verið skráð í landinu frá því að árásir Hamas áttu sér stað 7. október síðastliðinn. Til samanburðar voru 436 atvik skráð allt árið í fyrra.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira