Að þora að vera byrjandi Ingrid Kuhlman skrifar 31. október 2023 07:00 Hvenær gerðir þú síðast eitthvað í fyrsta skipti? Frá því augnabliki sem við fæðumst tileinkum við okkur hug byrjandans þar sem við erum byrjendur í öllu. Á hverjum degi tökumst við á við nýjar áskoranir og óvissu. Við hrösum og rekum okkur á, en höldum samt áfram að reyna, læra og vaxa. Hugur byrjandans eða nýliðans er oft laus við fyrir fram mótaðar skoðanir, væntingar, dóma og ályktanir. Á einhverjum tímapunkti í lífi okkar breytist eitthvað. Allt í einu verðum við hrædd við mistök og reynum að forðast þau, hvað sem það kostar. Við viljum ekki lengur vera byrjendur og hættum að stíga út fyrir þægindarammann. En það sem við gleymum oft er að það er engin leið að verða góður í neinu án þess að vera ófullkominn byrjandi fyrst. Tileinkum okkur hugarfar smábarna Smábörn sem læra að labba eru fullkomið dæmi um hug byrjandans. Þau nálgast verkefnið af taumlausri forvitni, óttaleysi og vilja til að reyna. Þau eru tilbúin að hrasa, detta og standa upp aftur, án þess að hafa áhyggjur af mistökum eða því að líta heimskulega út. Þau sýna ákveðni og gefast ekki auðveldlega upp. Þau eru náttúrulega forvitin, fús til að kanna umhverfi sitt og uppgötva stöðugt nýja hluti. Þau bera sig ekki saman við aðra eða hafa áhyggjur af því að uppfylla ákveðnar kröfur. Þess í stað einbeita þau sér að eigin framförum. Smábörn lifa í núinu. Þau dvelja ekki við fyrri reynslu né hafa þau áhyggjur af framtíðinni. Að líkja eftir hugarfari smábarns sem lærir að labba getur minnt okkur á fegurð þess að öðlast nýja reynslu og hvatt okkur til að nálgast áskoranir og námstækifæri með sömu undrun og ákveðni. Til að koma þér af stað eru hér nokkrar hugmyndir að því hvernig hægt er að tileinka sér hugarfar byrjandans: Lærðu nýja færni: Skráðu þig á námskeið til að læra eitthvað sem hefur alltaf vakið forvitni hjá þér, hvort sem það er að mála, spila á hljóðfæri eða læra um gervigreind. Prófaðu nýtt áhugamál: Njóttu þess að læra eitthvað nýtt, hvort sem það er klettaklifur, salsa eða silfursmíði. Lærðu nýtt tungumál: Tungumálanám er frábær leið til að sökkva sér niður í hugarfar byrjandans þar sem það opnar nýjan heim samskipta og menningar. Kynnistu nýju fólki: Sæktu viðburði eða skráðu þig í félag til að hitta nýtt fólk og eignast nýja vini. Lestu bækur: Sæktu bækur um efni sem þú veist ekkert um til að víkka sjóndeildarhringinn, hvort sem það er bók um stjarneðlisfræði, heimspeki eða framandi menningu. Veldu eitthvað sem vekur hjá þér forvitni. Ferðastu til nýrra staða: Skoðaðu ókunnuga áfangastaði, hvort sem þeir eru hérlendis eða erlendis. Upplifðu nýja menningu, prófaðu framandi mat og lærðu um sögu og hefðir staðarins. Eldaðu nýjan rétt: Gerðu tilraunir með uppskrift sem þú hefur aldrei prófað. Eldhúsið getur verið skapandi rými fyrir byrjendur til að læra og njóta. Fagnaðu mistökum: Viðurkenndu að það að gera mistök og reka sig á er eðlilegur hluti lærdómsferlisins. Í stað þess að líta á mistök sem bakslag skaltu líta á þau sem tækifæri til að læra og vaxa. Fagnaðu árangrinum: Fagnaðu litlum sigrum. Jákvæð styrking getur stuðlað að áframhaldandi áhuga á að fagna hugarfari byrjandans. Iðkaðu núvitund: Vera til staðar og opinn fyrir nýjum upplifunum. Núvitund getur hjálpað þér við að sleppa takinu á fyrir fram ákveðnum hugmyndum og dómum og gert þér kleift að nálgast hlutina með fersku sjónarhorni. Settu þér forvitnimarkmið: Í stað þess að setja þér frammistöðumarkmið skaltu setja þér markmið sem einblína á forvitni. Forvitnimarkmið getur verið að læra eitthvað nýtt á hverjum degi eða spyrja að minnsta kosti einnar umhugsunarverðrar spurningar á hverjum fundi. Skráðu reynslu þína, hugleiðingar og framfarir í dagbók eða úrklippubók. Fangaðu hugsanir þínar þegar þú leggur af stað í lærdómsævintýri. Að deila reynslu þinni getur hvatt aðra til að tileinka sér hugarfar byrjandans. Byrjandi nálgast mál af forvitni og móttækileika og er opinn fyrir nýjum hugmyndum, upplifunum og möguleikum. Hann er fús til að læra og vaxa og viðurkennir að það er alltaf hægt að uppgötva nýja hluti. Hann nálgast hvert augnablik án fast mótaðra væntinga um útkomuna. Að rækta hug byrjandans getur leitt til aukinnar sköpunargáfu og dýpri skilnings á heiminum í kringum þig. Það hvetur þig til að efast um forsendur, kanna nýja möguleika og nálgast hverja stund af undrun og auðmýkt. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hvenær gerðir þú síðast eitthvað í fyrsta skipti? Frá því augnabliki sem við fæðumst tileinkum við okkur hug byrjandans þar sem við erum byrjendur í öllu. Á hverjum degi tökumst við á við nýjar áskoranir og óvissu. Við hrösum og rekum okkur á, en höldum samt áfram að reyna, læra og vaxa. Hugur byrjandans eða nýliðans er oft laus við fyrir fram mótaðar skoðanir, væntingar, dóma og ályktanir. Á einhverjum tímapunkti í lífi okkar breytist eitthvað. Allt í einu verðum við hrædd við mistök og reynum að forðast þau, hvað sem það kostar. Við viljum ekki lengur vera byrjendur og hættum að stíga út fyrir þægindarammann. En það sem við gleymum oft er að það er engin leið að verða góður í neinu án þess að vera ófullkominn byrjandi fyrst. Tileinkum okkur hugarfar smábarna Smábörn sem læra að labba eru fullkomið dæmi um hug byrjandans. Þau nálgast verkefnið af taumlausri forvitni, óttaleysi og vilja til að reyna. Þau eru tilbúin að hrasa, detta og standa upp aftur, án þess að hafa áhyggjur af mistökum eða því að líta heimskulega út. Þau sýna ákveðni og gefast ekki auðveldlega upp. Þau eru náttúrulega forvitin, fús til að kanna umhverfi sitt og uppgötva stöðugt nýja hluti. Þau bera sig ekki saman við aðra eða hafa áhyggjur af því að uppfylla ákveðnar kröfur. Þess í stað einbeita þau sér að eigin framförum. Smábörn lifa í núinu. Þau dvelja ekki við fyrri reynslu né hafa þau áhyggjur af framtíðinni. Að líkja eftir hugarfari smábarns sem lærir að labba getur minnt okkur á fegurð þess að öðlast nýja reynslu og hvatt okkur til að nálgast áskoranir og námstækifæri með sömu undrun og ákveðni. Til að koma þér af stað eru hér nokkrar hugmyndir að því hvernig hægt er að tileinka sér hugarfar byrjandans: Lærðu nýja færni: Skráðu þig á námskeið til að læra eitthvað sem hefur alltaf vakið forvitni hjá þér, hvort sem það er að mála, spila á hljóðfæri eða læra um gervigreind. Prófaðu nýtt áhugamál: Njóttu þess að læra eitthvað nýtt, hvort sem það er klettaklifur, salsa eða silfursmíði. Lærðu nýtt tungumál: Tungumálanám er frábær leið til að sökkva sér niður í hugarfar byrjandans þar sem það opnar nýjan heim samskipta og menningar. Kynnistu nýju fólki: Sæktu viðburði eða skráðu þig í félag til að hitta nýtt fólk og eignast nýja vini. Lestu bækur: Sæktu bækur um efni sem þú veist ekkert um til að víkka sjóndeildarhringinn, hvort sem það er bók um stjarneðlisfræði, heimspeki eða framandi menningu. Veldu eitthvað sem vekur hjá þér forvitni. Ferðastu til nýrra staða: Skoðaðu ókunnuga áfangastaði, hvort sem þeir eru hérlendis eða erlendis. Upplifðu nýja menningu, prófaðu framandi mat og lærðu um sögu og hefðir staðarins. Eldaðu nýjan rétt: Gerðu tilraunir með uppskrift sem þú hefur aldrei prófað. Eldhúsið getur verið skapandi rými fyrir byrjendur til að læra og njóta. Fagnaðu mistökum: Viðurkenndu að það að gera mistök og reka sig á er eðlilegur hluti lærdómsferlisins. Í stað þess að líta á mistök sem bakslag skaltu líta á þau sem tækifæri til að læra og vaxa. Fagnaðu árangrinum: Fagnaðu litlum sigrum. Jákvæð styrking getur stuðlað að áframhaldandi áhuga á að fagna hugarfari byrjandans. Iðkaðu núvitund: Vera til staðar og opinn fyrir nýjum upplifunum. Núvitund getur hjálpað þér við að sleppa takinu á fyrir fram ákveðnum hugmyndum og dómum og gert þér kleift að nálgast hlutina með fersku sjónarhorni. Settu þér forvitnimarkmið: Í stað þess að setja þér frammistöðumarkmið skaltu setja þér markmið sem einblína á forvitni. Forvitnimarkmið getur verið að læra eitthvað nýtt á hverjum degi eða spyrja að minnsta kosti einnar umhugsunarverðrar spurningar á hverjum fundi. Skráðu reynslu þína, hugleiðingar og framfarir í dagbók eða úrklippubók. Fangaðu hugsanir þínar þegar þú leggur af stað í lærdómsævintýri. Að deila reynslu þinni getur hvatt aðra til að tileinka sér hugarfar byrjandans. Byrjandi nálgast mál af forvitni og móttækileika og er opinn fyrir nýjum hugmyndum, upplifunum og möguleikum. Hann er fús til að læra og vaxa og viðurkennir að það er alltaf hægt að uppgötva nýja hluti. Hann nálgast hvert augnablik án fast mótaðra væntinga um útkomuna. Að rækta hug byrjandans getur leitt til aukinnar sköpunargáfu og dýpri skilnings á heiminum í kringum þig. Það hvetur þig til að efast um forsendur, kanna nýja möguleika og nálgast hverja stund af undrun og auðmýkt. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í jákvæðri sálfræði.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun