Gerðu árásir á 600 skotmörk á síðustu 24 klukkustundum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. október 2023 06:48 Menn syrgja látið barn við líkhús í Khan Younis. AP/Fatima Shbair Ísraelsher segist hafa gert árásir á um 600 skotmörk á síðustu 24 klukkustundum, meðal annars í nágrenni við Al-Azhar háskólanum sem stendur nærri miðborg Gasa borgar. Að sögn talsmanna hersins voru vopnageymslur, felustaðir og fundarstaðir Hamas meðal skotmarka. Ísraelar virðast einnig hafa gert árásir á skotmörk í Sýrlandi og Líbanon um helgina auk þess sem fregnir hafa borist af tveimur aðgerðum í Jenin-flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum. Tveir Palestínumenn eru sagðir hafa látist. Frásögnum af aðgerðunum ber ekki saman en samkvæmt palestínska ríkismiðlinum WAFA var um 100 brynvörðum farartækjum ekið inn í búðirnar. Þá segir Al Jazeera að Ísraelher hafi neytt fjölskyldur til að rýma fjölbýlishús í Jenin og tekið af rafmagnið. Vatnsskortur hefur neytt íbúa Gasa til að þvo föt sín og eldhústól í sjónum.AP/Mohammed Dahman Jerusalem Post segir að komið hafi til átaka á milli Ísraelshers og „palestínskra hryðjuverkamanna“ en herinn hefur ekki tjáð sig um aðgerðir á Vesturbakkanum. Reuters hefur eftir íbúum í norðurhluta Gasa að merkjanleg aukning hafi orðið á loftárásum og öðrum sprengingum í morgun. Árásirnar eru sagðar hafa hæft skotmörk nærri Shifa og Al-Quds sjúkrahúsunum. Þá segir að komið hafi til átaka milli hersveita Ísrael og palestínskra bardagamanna austur af borginni Khan Younis. Fregnirnar eru hafðar eftir palestínskum heimildum. Samkvæmt Reuters hafa hvorki Hamas né Ísraelsher tjáð sig um átökin. Þúsundir stuðningsmanna trúarlega stjórnmálaflokksins Jamat-e-Islami tóku þátt í mótmælum gegn aðgerðum Ísraelshers í Islamabad í Pakistan.AP/W.K. Yousafizai Sameinuðu þjóðirnar segja 33 flutningabifreiðum til viðbótar hafa verið hleypt inn á Gasa með hjálpargögn, þar á meðal mat- og hreinlætisvörur. Um fimmtán bifreiðar eru sagðar hafa flutt heilbrigðisgögn. Um 117 eða 118 flutningabifreiðar alls hafa farið yfir landamærin en þar af fluttu að minnsta kosti 70 heilbrigðisgögn og þrettán vatn og hreinlætisvörur. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, í gær. Er hann sagður hafa ítrekað þá afstöðu Bandaríkjanna að Ísraelar hefðu fullan rétt að verja sig en að það þyrfti að gera þannig að aðgerðir beindust ekki að almennum borgurum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Palestína Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Að sögn talsmanna hersins voru vopnageymslur, felustaðir og fundarstaðir Hamas meðal skotmarka. Ísraelar virðast einnig hafa gert árásir á skotmörk í Sýrlandi og Líbanon um helgina auk þess sem fregnir hafa borist af tveimur aðgerðum í Jenin-flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum. Tveir Palestínumenn eru sagðir hafa látist. Frásögnum af aðgerðunum ber ekki saman en samkvæmt palestínska ríkismiðlinum WAFA var um 100 brynvörðum farartækjum ekið inn í búðirnar. Þá segir Al Jazeera að Ísraelher hafi neytt fjölskyldur til að rýma fjölbýlishús í Jenin og tekið af rafmagnið. Vatnsskortur hefur neytt íbúa Gasa til að þvo föt sín og eldhústól í sjónum.AP/Mohammed Dahman Jerusalem Post segir að komið hafi til átaka á milli Ísraelshers og „palestínskra hryðjuverkamanna“ en herinn hefur ekki tjáð sig um aðgerðir á Vesturbakkanum. Reuters hefur eftir íbúum í norðurhluta Gasa að merkjanleg aukning hafi orðið á loftárásum og öðrum sprengingum í morgun. Árásirnar eru sagðar hafa hæft skotmörk nærri Shifa og Al-Quds sjúkrahúsunum. Þá segir að komið hafi til átaka milli hersveita Ísrael og palestínskra bardagamanna austur af borginni Khan Younis. Fregnirnar eru hafðar eftir palestínskum heimildum. Samkvæmt Reuters hafa hvorki Hamas né Ísraelsher tjáð sig um átökin. Þúsundir stuðningsmanna trúarlega stjórnmálaflokksins Jamat-e-Islami tóku þátt í mótmælum gegn aðgerðum Ísraelshers í Islamabad í Pakistan.AP/W.K. Yousafizai Sameinuðu þjóðirnar segja 33 flutningabifreiðum til viðbótar hafa verið hleypt inn á Gasa með hjálpargögn, þar á meðal mat- og hreinlætisvörur. Um fimmtán bifreiðar eru sagðar hafa flutt heilbrigðisgögn. Um 117 eða 118 flutningabifreiðar alls hafa farið yfir landamærin en þar af fluttu að minnsta kosti 70 heilbrigðisgögn og þrettán vatn og hreinlætisvörur. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, í gær. Er hann sagður hafa ítrekað þá afstöðu Bandaríkjanna að Ísraelar hefðu fullan rétt að verja sig en að það þyrfti að gera þannig að aðgerðir beindust ekki að almennum borgurum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Palestína Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira