Líf eða dauði ungra bænda Högni Elfar Gylfason skrifar 27. október 2023 11:01 Í gær var haldinn baráttufundur Samtaka ungra bænda í Salnum í Kópavogi. Því miður var tilefnið ærið og erindið var við ráðamenn þjóðarinnar. Eftir áralangan barning bænda við að ná endum saman undir regluverki stjórnvalda, síminnkandi stuðningi þeirra og í samkeppni stóraukinn innflutning erlendra landbúnaðarvara sem gerður er með vitund og vilja ríkisstjórnarflokkanna er komið að krossgötum. Margir bændur og þá helst sauðfjárbændur hafa árum saman orðið að ná sér í tekjur með aukavinnu utan búa sinna. Á því hefur nú orðið sú breyting að kúabændur hafa bæst í þann hóp því búin bera ekki að greidd séu nein laun, þ.e. ef bankarnir eiga að fá sína okurvexti greidda á réttum tíma. Verst er ástandið hjá þeim sem farið hafa í endurbætur og uppbyggingu, ásamt þeim sem nýlega hafa keypt bújarðir og hafið búskap, vegna gífurlega hás vaxtastigs. Þetta vaxtastig hefur ekkert með rekstur í sveitum að gera, heldur er það að miklu leyti til komið vegna óráðsíu í fjármálum ríkisins sem hefur valdið þenslu í þjóðfélaginu. Ýmsar aðrar ástæður liggja einnig að baki s.s. þensla á húsnæðismarkaði og atvinnumarkaði í þéttbýlinu. Á fundinum kom fram hjá Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að engir peningar væru til til að gera neitt í málunum vegna yfirvofandi fjöldagjaldþrota hjá ungum bændum. Málið hefði þó verið sett í nefnd sem ætti að skila niðurstöðum eftir einhverjar vikur. Fróðlegt verður að sjá hvort þaðan koma bitastæðar lausnir eða yfirborðskenndar æfingar í nútíma sýndarmennsku og dyggðaflöggun. Á sama tíma og staðan hefur farið hríðversnandi í rekstri bænda hafa stjórnvöld svo sannarlega ekki látið sitt eftir liggja við að reyna að hrinda þeim fram af bjargbrúninni. Það hafa þau gert með síendurteknum ákvörðunum sínum um auknar kröfur á greinina ásamt hækkunum gjalda. Má þar til dæmis nefna þegar til stóð að stórhækka eftirlitsgjöld Matvælastofnunar í boði stjórnvalda, sem var þó slegið af eftir mikið fjaðrafok “að sinni” að sögn matvælaráðherra. Þá stóðu ríkisstjórnarflokkarnir einhuga að því að þrefalda úrvinnslugjald á heyrúlluplast algjörlega án neinna haldbærra raka um nauðsyn þess. Í því máli greiddu aðeins þingmenn Miðflokksins atkvæði gegn hækkuninni. Nú þegar grafalvarlegt ástandið er svo hressilega komið upp á yfirborðið er rétt að benda á að enn vinnur Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra einarðlega gegn því að ungir bændur fái “Laun fyrir lífi” eins og þeir eru að fara fram á. Hún hefur nefnilega boðað að 1.nóvember næstkomandi muni hún veita einni grein landbúnaðar tæknilegt rothögg með því að fella niður reglugerð um blóðtöku úr hryssum og taka í staðinn upp reglugerð Evrópusambandsins sem gerð er til verndar dýra sem eru svo óheppin að vera notuð í tilraunum á tilraunastofum, s.s. músum, rottum og apaköttum. Eftir lestur reglugerðanna verður enganvegin séð hvernig rétt geti talist að fella blóðmerahald undir innfluttu reglugerðina. Hinsvegar kemur þar berlega í ljós að útilokað er að stunda þessa grein landbúnaðar undir nýju reglunum. Því kalla ég það tæknilegt rothögg þegar ráðherra bannar ekki beinlínis starfssemina en kemur í veg fyrir að hægt sé að stunda hana. Blóðtaka úr merum hefur verið stunduð lengi og í langflestum tilfellum sem stuðningur við aðalstarfssemi búanna s.s. sauðfjárrækt þannig að bændur þurfi síður að vinna í burtu til að ná endum saman. Blóðtaka úr merum hefur í sumum tilfellum verið forsenda jarðakaupalána ungra bænda þó önnur grein sé aðalstarfssemin því rekstraráætlun þarf að vera raunhæf svo lán fáist. Bráðaaðgerða er þörf og um leið þurfa matvælaráðherra og ríkisstjórn að hætta að vega að bændum með óþarfa hækkunum gjalda og niðurrifsstarfssemi á möguleikum bænda til að afla sér tekna. Nú dugir ekki lengur að ráðherra sendi ungum bændum fingurkoss og fallegt bros. Höfundur er sauðfjárbóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Högni Elfar Gylfason Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í gær var haldinn baráttufundur Samtaka ungra bænda í Salnum í Kópavogi. Því miður var tilefnið ærið og erindið var við ráðamenn þjóðarinnar. Eftir áralangan barning bænda við að ná endum saman undir regluverki stjórnvalda, síminnkandi stuðningi þeirra og í samkeppni stóraukinn innflutning erlendra landbúnaðarvara sem gerður er með vitund og vilja ríkisstjórnarflokkanna er komið að krossgötum. Margir bændur og þá helst sauðfjárbændur hafa árum saman orðið að ná sér í tekjur með aukavinnu utan búa sinna. Á því hefur nú orðið sú breyting að kúabændur hafa bæst í þann hóp því búin bera ekki að greidd séu nein laun, þ.e. ef bankarnir eiga að fá sína okurvexti greidda á réttum tíma. Verst er ástandið hjá þeim sem farið hafa í endurbætur og uppbyggingu, ásamt þeim sem nýlega hafa keypt bújarðir og hafið búskap, vegna gífurlega hás vaxtastigs. Þetta vaxtastig hefur ekkert með rekstur í sveitum að gera, heldur er það að miklu leyti til komið vegna óráðsíu í fjármálum ríkisins sem hefur valdið þenslu í þjóðfélaginu. Ýmsar aðrar ástæður liggja einnig að baki s.s. þensla á húsnæðismarkaði og atvinnumarkaði í þéttbýlinu. Á fundinum kom fram hjá Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að engir peningar væru til til að gera neitt í málunum vegna yfirvofandi fjöldagjaldþrota hjá ungum bændum. Málið hefði þó verið sett í nefnd sem ætti að skila niðurstöðum eftir einhverjar vikur. Fróðlegt verður að sjá hvort þaðan koma bitastæðar lausnir eða yfirborðskenndar æfingar í nútíma sýndarmennsku og dyggðaflöggun. Á sama tíma og staðan hefur farið hríðversnandi í rekstri bænda hafa stjórnvöld svo sannarlega ekki látið sitt eftir liggja við að reyna að hrinda þeim fram af bjargbrúninni. Það hafa þau gert með síendurteknum ákvörðunum sínum um auknar kröfur á greinina ásamt hækkunum gjalda. Má þar til dæmis nefna þegar til stóð að stórhækka eftirlitsgjöld Matvælastofnunar í boði stjórnvalda, sem var þó slegið af eftir mikið fjaðrafok “að sinni” að sögn matvælaráðherra. Þá stóðu ríkisstjórnarflokkarnir einhuga að því að þrefalda úrvinnslugjald á heyrúlluplast algjörlega án neinna haldbærra raka um nauðsyn þess. Í því máli greiddu aðeins þingmenn Miðflokksins atkvæði gegn hækkuninni. Nú þegar grafalvarlegt ástandið er svo hressilega komið upp á yfirborðið er rétt að benda á að enn vinnur Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra einarðlega gegn því að ungir bændur fái “Laun fyrir lífi” eins og þeir eru að fara fram á. Hún hefur nefnilega boðað að 1.nóvember næstkomandi muni hún veita einni grein landbúnaðar tæknilegt rothögg með því að fella niður reglugerð um blóðtöku úr hryssum og taka í staðinn upp reglugerð Evrópusambandsins sem gerð er til verndar dýra sem eru svo óheppin að vera notuð í tilraunum á tilraunastofum, s.s. músum, rottum og apaköttum. Eftir lestur reglugerðanna verður enganvegin séð hvernig rétt geti talist að fella blóðmerahald undir innfluttu reglugerðina. Hinsvegar kemur þar berlega í ljós að útilokað er að stunda þessa grein landbúnaðar undir nýju reglunum. Því kalla ég það tæknilegt rothögg þegar ráðherra bannar ekki beinlínis starfssemina en kemur í veg fyrir að hægt sé að stunda hana. Blóðtaka úr merum hefur verið stunduð lengi og í langflestum tilfellum sem stuðningur við aðalstarfssemi búanna s.s. sauðfjárrækt þannig að bændur þurfi síður að vinna í burtu til að ná endum saman. Blóðtaka úr merum hefur í sumum tilfellum verið forsenda jarðakaupalána ungra bænda þó önnur grein sé aðalstarfssemin því rekstraráætlun þarf að vera raunhæf svo lán fáist. Bráðaaðgerða er þörf og um leið þurfa matvælaráðherra og ríkisstjórn að hætta að vega að bændum með óþarfa hækkunum gjalda og niðurrifsstarfssemi á möguleikum bænda til að afla sér tekna. Nú dugir ekki lengur að ráðherra sendi ungum bændum fingurkoss og fallegt bros. Höfundur er sauðfjárbóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar