Segja þrjú þúsund börn látin Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2023 15:27 Ísraelar hafa gert liinnulausar og mannskæðar loftárásir á Gasaströndina. AP/Hatem Ali Sendiherra Palestínu gagnvart Sameinuðu þjóðunum segir þrjú þúsund börn hafa dáið í loftárásum Ísraela á Gasaströndina. Riyad Mansour, segir að stöðva þurfi sprengjuregnið. Auk barnanna segir Mansour að um 1.700 konur séu látnar og í heildina hafi um sjö þúsund manns fallið loftárásunum. Hann segir langflest þeirra vera óbreytta borgara, samkvæmt frétt Sky News. „Þetta eru glæpir. Þetta er villimennska,“ sagði Mansour. Hann sagði einnig að ef sprengjuregnið og átökin yrðu ekki stöðvuð myndu þau vinda upp á sig og dreifast til annarra ríkja í Mið-Austurlöndum. Sjá einnig: Innrás yrði gífurlega erfið og framhaldið ekki síður Einn talsmanna Hamas-samtakanna, sem stjórna Gasaströndinni, sagði Sky í dag að um fimmtíu af þeim minnst 224 gíslum sem Hamas-liðar tóku í árásinni á Ísrael þann 7. október, hafi fallið í loftárásum Ísraela. AP fréttaveitan segir loftárásir sem gerðar voru í dag hafa hæft flóttamannabúðir í Khan Younis í suðurhluta Gasa. Átta heimili í eigu sömu stórfjölskyldunnar hafi verið jöfnuð við jörðu og minnst fimmtán manns hafi fallið, þar af minnst einn drengur. Hafa dregið úr aðstoð Sameinuðu þjóðirnar hafa dregið úr aðstoð sinni við íbúa á gasa, þar sem eldsneytisbirgðir þeirra eru að klárast. Því hefur þurft að draga úr stuðningi við sjúkrahús, þar sem álag er gífurlegt, og bakarí. BBC hefur eftir Julietta Touma, frá Sameinuðu þjóðunum, að aðstæðurnar á Gasaströndinni séu fordæmalausar. Verið sé að kyrkja tvær milljónir manna og lítil aðstoð berist þangað. „Við erum stærstu hjálparsamtökin og við erum á barmi þess að hætta aðstoð okkar. Okkur er meinað að gera það sem allsherjarráð Sameinuðu þjóðanna hefur skipað okkur að gera. Það eina sem við biðjum um er að fá að vinna vinnuna okkar,“ sagði Touma. Yfirvöld í Ísrael hafa meinað flutning eldsneytis inn á Gasaströndina á þeim grundvelli að það gæti reynst Hamas-samtökunum vel. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Auk barnanna segir Mansour að um 1.700 konur séu látnar og í heildina hafi um sjö þúsund manns fallið loftárásunum. Hann segir langflest þeirra vera óbreytta borgara, samkvæmt frétt Sky News. „Þetta eru glæpir. Þetta er villimennska,“ sagði Mansour. Hann sagði einnig að ef sprengjuregnið og átökin yrðu ekki stöðvuð myndu þau vinda upp á sig og dreifast til annarra ríkja í Mið-Austurlöndum. Sjá einnig: Innrás yrði gífurlega erfið og framhaldið ekki síður Einn talsmanna Hamas-samtakanna, sem stjórna Gasaströndinni, sagði Sky í dag að um fimmtíu af þeim minnst 224 gíslum sem Hamas-liðar tóku í árásinni á Ísrael þann 7. október, hafi fallið í loftárásum Ísraela. AP fréttaveitan segir loftárásir sem gerðar voru í dag hafa hæft flóttamannabúðir í Khan Younis í suðurhluta Gasa. Átta heimili í eigu sömu stórfjölskyldunnar hafi verið jöfnuð við jörðu og minnst fimmtán manns hafi fallið, þar af minnst einn drengur. Hafa dregið úr aðstoð Sameinuðu þjóðirnar hafa dregið úr aðstoð sinni við íbúa á gasa, þar sem eldsneytisbirgðir þeirra eru að klárast. Því hefur þurft að draga úr stuðningi við sjúkrahús, þar sem álag er gífurlegt, og bakarí. BBC hefur eftir Julietta Touma, frá Sameinuðu þjóðunum, að aðstæðurnar á Gasaströndinni séu fordæmalausar. Verið sé að kyrkja tvær milljónir manna og lítil aðstoð berist þangað. „Við erum stærstu hjálparsamtökin og við erum á barmi þess að hætta aðstoð okkar. Okkur er meinað að gera það sem allsherjarráð Sameinuðu þjóðanna hefur skipað okkur að gera. Það eina sem við biðjum um er að fá að vinna vinnuna okkar,“ sagði Touma. Yfirvöld í Ísrael hafa meinað flutning eldsneytis inn á Gasaströndina á þeim grundvelli að það gæti reynst Hamas-samtökunum vel.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira